Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Qupperneq 16

Heima er bezt - 01.04.1985, Qupperneq 16
ÓSKAR ÞÓRÐARSON frá Haga Óvænt gestakoma Það var seinnihluta vetrar, ég hef lík- lega verið á bilinu 9 eða 10 ára. Það var ís á Skorradalsvatni, hafði verið umhleypingur undanfarið en ísinn þó traustur yfirferðar en meðfram land- inu, einkum i námunda við læki og gil, var lítilsháttar vatn eftir síðasta blota og hafði ekki enn frosið, því að frostvægt var, þótt snjóað hefði á ís- inn. Allt var hvítt yfir að líta, gesta- komur afar fágætar á þessum árstíma og miklar bollaleggingar ef sást til mannaferða. Ekki síst var ég iðinn við ágiskanir þar til gesturinn kom, ef ferð hans var þá ekki heitið til annarra bæja. Það var liðið á dag, aðeins byrjað að bregða birtu. Ég var úti við að renna mér á tunnustöfum sem ég notaði í skíða stað. Ég sá að einhver mannvera stefndi til okkar, kom frá bæ hinum megin við vatnið sem hét Skálpastaðir. Ég sá strax að það var ekki Árni bóndi á Skálpastöðum, bæði gekk hann ævinlega miklu hraðar og svo átti hann mórauðan hund sem alltaf fylgdi honum, hvert sem hann fór. Það var því mikið vandamál að ráða fram úr því hver hann var þessi kyn- legi gestur sem þokaðist í áttina hægt og hægt. Og sú gáta varð ekki ráðin meðan hann kom nær og nær. Ég sá að hann var með staf í hendi og hafði byrði að bera, og þegar hann kom þar að sem vottaði fyrir bleytunni gegnum snjóinn, leist honum sýnilega ekki á blikuna, potaði stafnum í ákafa í dökka röndina, fetaði sig meðfram henni, leitaði að stað þar sem hún var mjóst. Loks virtist hann setja í sig þann kjark sem þurfti og stiklaði til lands. Þetta var ókunnugur maður. Allbrött brekka er frá vatninu að bænum og gesturinn var lengi upp brekkuna, enda nokkur snjór og óslétt landið. Ég fylgdist vel með öllu eins og þeim sem er forvitinn er gjarnt og ég sá að þetta var gamall maður eða svo fannst mér að minnsta kosti. Á höfðinu hafði hann svarta vetrarhúfu og var í dökk- um, síðum frakka. Því þarf vart að lýsa, að í mínum augum var þetta stórviðburður. Öll sú dul sem fylgdi þessum ókunna gesti varð mér ógleymanleg og um mínút- urnar sem liðu meðan hann þokaðist nær og nær væri hægt að hafa það orðtak seinni tíma að þær hefðu verið „hlaðnar spennu“. Aðdragandinn að gestakomunni var það langur að heimilisfólkið vissi um hann, en ég hypjaði mig heim á hlaðið áður en gesturinn kæmi alveg heim og faðir minn stóð úti til að taka á móti hon- um. Heimilistíkin gelti að vana og brátt stóð maðurinn á dyrahellunni. „Ég heiti Sigurður Sveinbjörnsson og komið þið sælir og Guð blessi ykkur,“ sagði maðurinn og heilsaði okkur báðum með handabandi. Byrði sína, sem var einhvers konar ílöng taska sem virtist nokkuð þung, lagði hann í snjóinn, rétti sig upp og mér fannst hann eilítið lotinn í herðum, en kannske var það vegna þess hve þungt hann hafði borið á bakinu. Síðan burstaði hann af sér snjóinn með hríssóflinum. Best man ég eftir þvi, hve mér fannst andlit mannsins hvítt. Það var svo ólíkt veðurbörðum andlitum sveitamannanna, rauðum andlitum og gráum. Þegar búið var að bjóða manninum inn tók hann ofan loðnu, svörtu húfuna en ég fylgdist með, dolfallinn af undrun. Hvílík húfa. Síðan gekk hann inn, fór varlega í skuggasælum ganginum og síðan inn í baðstofuna. Ég fór að hugsa um það, að líklega yrði hann hjá okkur um nóttina. Það var orðið framorðið og langt til næstu bæja. Ég yrði látinn sofa í sama rúmi og hann, til fóta. Það var venjan og mér var ævinlega bölv- anlega við að vera látinn sofa til fóta. Þannig blandaðist kvíðinn eftirvænt- ingunni um hvað væri í töskunni sem maðurinn hafði með sér inn í bað- stofuna og nú lá út við einn vegginn og beið þess að verða opnuð. Eitthvað töluðu þeir saman faðir minn og gesturinn, en þar er eyða hjá mér í minninguna. Þó rámar mig í það að maðurinn sagðist hafa verið í Ameríku og það nægði til að sveipa yfir hann æ dularfyllri hjúp í augum mínum. En svo var manninum gefið að borða og ég hafði jafnan dálítinn áhuga á hvernig menn borðuðu. Það var kærkomin dægrastytting í fásinninu að veita því athygli hve menn gengu að mat sínum á ólíkan hátt. Gesturinn fór sér að engu óðs- lega, strauk svitann af höfðinu þar sem ekki var að sjá eitt einasta hár, síðan skimaði hann yfir matinn eitt augnablik með spenntar greipar og byrjaði svo að þylja eitthvað sem ég skildi strax að var Guðsorð. Ég kunni nokkrar bænir, en þetta var ekki ein þeirra. Síðan byrjaði hann að borða og mér fannst hann fara óþarflega 128 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.