Heima er bezt - 01.04.1985, Blaðsíða 18
Hvort er Mývatnssveit fríð eða Ijót?
1. Kunn er þjóðsagan um það er Kölski fór að öfundast út í
skaparann vegna fegurðar heimsins og reyndi að míga á sól-
ina til að myrkva sköpunarverkið. Ekki tókst betur til en svo
að úr varð sá Ijóti pollur á Norðurlandi sem Mývatn heitir og
er allra vatna Ijótast.
2. Eggerti Ólafssyni og Bjarna Pálssyni þótti sveitin svört og
Ijót.
3. Sigurður skáld Jónsson á Arnarvatni orti: „Allt það sem
ég fegurst fann . . . . er í þínum faðmi fundið.“ Verður ekki
annað sagt en að sínum augum líti hver á silfrið.
4. Á síðari tímum hafa svo fjölmargir menn innlendir sem
erlendir rómað fegurð sveitarinnar í ræðu og riti og hefur álit
manna mjög breyst frá því sem áður var.
Sprungubelti frá megineld-
stöðinni Kröflu
Saga jarðlaga, sem sjást á yfirborði í Mý-
vatnssveit, hófst er nokkuð var liðið á ísöld.
Landslag var þá ekki ósvipað því sem getur
að líta á þessum slóðum nú, háslétta með
móbergstindum og stapafjöllum. Norðaustan
sveitarinnar var þá farinn að myndast kúfur
þar sem Kröflueldstöðin er nú.
Ef stiklað er á stóru í jarðsögunni má nefna
að um 130.000 ár eru síðan mikil umbrot urðu
við Kröflu. Miðja eldstöðvarinnar seig og
myndaðist þá stór ketill, allt að 10 km í
þvermál, sem síðan fyllist smám saman af
hrauni, vikri og öðru því sem til fellur við
eldfjöll. Út frá þessari megineldstöð gengur
sprungubelti til norðurs og suðurs marga tugi
km.
Mörg gos undir jökli
Meðan jökull lá yfir landinu áttu eldur og
hraun ekki greiðan aðgang upp á yfirborðið í
eldgosum. Flest fjöllin sem sjást á myndinni,
móbergstindar og móbergshryggir, eru til
komin við gos undir jökli. Stapar setja sér-
staklega mikinn svip á Mývatnssveit, þótt
enginn þeirra blasi við á myndinni. Má þar til
nefna Sellandafjall og Bláfjall i suðri, Búrfell
í austri og Gæsafjöll i norðri.
Austan til í sveitinni rís (Reykja-)Hlíðarfjall
bratt og svipmikið, enda myndað við gos í
jökli og auk þess úr líparíti, sem er víða að
finna svo nálægt megineldstöð. Litlu austar
er Dalfjall, allt rist langsum norður-suður af
sprungubelti Kröflueldstöðvarinnar. Þar suð-
ur af er svo móbergshryggurinn Námafjall
sem margir ferðamenn muna eftir, aðallega
fyrir gufu- og leirhverasvæðið á Hverarönd,
sem liggur austan undir því og er gjarnan
kennt við Námaskarð, sem skilur milli Náma-
fjalls og Dalfjalls. Ljós brennisteins- og um-
myndunarlitur Námafjalls veldur því, að þar
sýnist ávallt vera sólskin.
Ufiðland
Austan undir Dalfjalli er Hlíðardalur. Hraun
hafa komið upp i dalnum, hraun hefur runnið
ofan í hann og fyrir honum á að liggja að fyll-
ast af hraunum. Norður af Hlíðardal eru svo
Leirbotnar. Austanvert er Krafla sjálf, mó-
bergstindur sem nær rúmlega 800 m yfir sjáv-
armál. Enn litlu austar er lágur langur
hryggur, Hrafntinnuhryggur, sem er þekktur
fyrir fallega hrafntinnu. Var hún meðal annars
notuð i skreytingu á Þjóðleikhúsinu.
Vinstra megin á myndinni er Eilífur, strýtu-
laga móbergstindur norðan við Eilífsvötn.
Áberandi fjall er á miðri mynd sem er Jörund-
ur. Hann er úr líparíti eins og Hlíðarfjall, enda
bera þau svip hvort af öðru. Eilífur og Jörund-
ur eru ásamt Katlt, Sighvati og Eggerti útverð-
ir Mývatnssveitar í austri.
Lengst til hægri á myndinni eru Skógar-
mannafjöll sveipuð skýjum. Handan Hóls-
fjalla eru Dimmifjallgarður og Haugsöræfi,
Oddur Sigurðsson
jarðfræðingur
hluti af hinum stórfenglega fjallaboga sem
gengur norður frá Kverkfjöllum allar götur til
Rauðanúps á Melrakkasléttu.
Enn austar eru Vopnafjarðarfjöllin og þar
ber mest á Hágöngunum, Nyrðri- og Syðri-.
Beint yfir Jörund ber Gunnólfsvíkurfjall á
Langanesi.
Röndótt land
Mývatnssveit er vestanvert í eldgosabeltinu á
Norðurlandi. Gefur því auga leið að eldgos
setja ríkan svip á landið þar. Síðan ísöld lauk
fyrir um 10.000 árum hafa miklar breytingar
orðið í landslagi. Annars vegar hafa eldgos
og hraunflóð umbylt ásýnd sveitarinnar og
hins vegar hafa sprungur og misgengi sett
mynstur, svo að allt landið er röndótt í norður-
suðurstefnu.
Laxárhrauneldra
Mikið gos varð í Ketildyngju suðaustan sveit-
arinnar fyrir um 4000 árum. Rann hraunið
niður eftir Seljahjallagili norðan við Bláfjalls-
fjallgarð og breiddist yfir meginhluta Mý-
vatnslægðarinnar. Sennilega hefur þá ekki
verið neitt vatn þar. Þetta hraun hefur verið
nefnt Laxárhraun eldra, því að það er eldra
tveggja hrauna sem hafa runnið ofan Laxár-
dal endilangan og breiðst út í Aðaldal. Laxár-
hraun eldra er allt, að heita má, helluhraun
eins og dyngjuhrauni ber, þ.e. allslétt og víða
eryfirborð þess einsog reipavöndull.
Magnað sprengigos
og Búrfellshraun
Mikið var um eldgos á svæðinu næstu 2000
árin. Mest áhrif á landslagið höfðu Hverfjalls-
gosið og Þrengslaborgareldar. Hverfjall
myndaðist við magnað sprengigos þar sem
hver sþrengingin rak aðra og breiddi þykkt
teppi ösku og vikurs yfir austanverða sveit-
ina. Þá hefur verið ríkulegur trjágróður þar,
sem sést á förum eftir laufblöð af birki, víði,
og reyniviði og holum eftir trjástofna í
öskunni. Síðan þetta var eru liðin tæp 3000
ár.
Austan við Námafjall gekk mikið á um
sama leyti. Þar gaus í Kræðuborgum mikið
gos og rann þá Búrfellshraun milli Brekkna
130 Heimaerbezt