Heima er bezt - 01.04.1985, Blaðsíða 22
MÝVATNSSVEIT
Starfsgreinar nútímans
Hótelrekstur hefur verið stundaður marga
áratugi bæði í Reykjahlíð og Reynihlíð enda
er þar gífurlegur ferðamannastraumur á
sumrin. Léttsteypan, sem framleiðir hleðslu-
steina, er til húsa þar sem áður var brenni-
steinsvinnslan, sú síðasta af mörgum slíkum
í Hlíðarnámum. Annað fyrirtæki, trésmíða-
verkstæðið Sniðill hefur starfað í hálfan ann-
an áratug og haft nóg fyrir stafni enda miklar
byggingaframkvæmdir þar sem ný fyrirtæki
rísa.
Kísiliðjan var reist í Bjarnarflagi 1967-68.
Þar var henni valinn staður vegna þess að í
Mývatnssveit fara saman tvenn þau náttúru-
gæði sem til rekstrarins þarf, þ.e. jarðhiti og
kísilgúr. í Mývatni eru þykk lög af kísilgúr, þau
hafa sest þar til á undanförnum 4 árþúsund-
um, sem liðnar eru frá því að vatnið varð til,
þegar Laxárhraun eldra rann. Á botninn bæt-
ist um 1 mm af kísilgúr á ári, því að svo er
vatnið frjótt, að það verður gruggugt af þör-
ungum sumar hvert. Það kalla heimamenn
leirlos. Þegar kísilþörungur deyr fellur kísil-
grind hans til botns og myndar lög af þessu
eftirsótta iðnaðarhráefni.
Eins og oft vill verða eru menn ekki á eitt
sáttir hvernig nota skuli auðæfin. Nú standa
yfir deilur milli Iðnaðarráðuneytisins og Nátt-
úruverndarráðs um leyfisveitingu til kísilgúrs-
náms á botni Mývatns, og innansveitar deila
menn um hið sama. Fyrir nokkrum árum urðu
talsverð málaferli út af eignarrétti á botni
Mývatns. Var ríkinu dæmdur botninn til eign-
ar.
Enn er ótalið það fyrirtæki, sem hvað mest
hefur verið rætt um. Þar er Kröfluvirkjun. Árið
1975 var hafist handa við að virkja jarðhitann
við Kröflu. Þrem árum seinna voru öll
mannvirki búin til starfa, og ekki skorti annað
en orkuna til að framleiða rafmagnið. Verður
þó að segjast, að það er mjög alvarlegur
skortur. Hvernig getur slíkt viljað til? Engin
samræmd stjórn var á verkinu í heild. Þing-
skipuð nefnd sá um að reisa stöðvarhúsið og
kaupa vélar, og Orkustofnun átti að sjá um að
afla gufunnar. Þetta hélst ekki í hendur. Af
hvorugu var þó gagn án hins.
Hvað svo sem fór úrskeiðis, þá hefur það
ekki verið tekið út af mönnum sem engra
hagsmuna eiga að gæta, og er víst lítil von til
að það verði gert. Slík úttekt hlýtur að teljast
mjög mikilvæg, ekki til að finna sökudólg,
heldur til að mönnum verði ekki á mistök af
þessu tagi aftur. Svo til að flækja málið byrj-
uðu langvinnustu eldsumbrot í sögu þjóðar-
innar við tærnar á virkjunarmönnum og eitr-
uðu gufuna sem við átti að éta í virkjuninni.
Misheppnaðar
mannasetningar
Lengi hafa menn haft hug á að stjórna vatns-
hæð Mývatns. Á fyrsta áratug aldarinnar voru
reistar stíflur í ósakvíslum vatnsins og áveit-
um stjórnað með því móti. Það fór eins og oft
vill verða, þegar maðurinn tekur sér vald yfir
náttúrunni. Þegar menn freistuðust eitt sinn
(1915) til að hafa óvenju hátt í vatninu gerði
mikið hvassviðri og gekk vatnið víða á land
og braut. Jarðvegstorfur hurfu sumstaðar
með öllu af lágum varþhólmum. Af þessu
tjóni hlutusttalsverð málaferli sem stóðu fram
á þriðja áratug aldarinnar.
Þegar Laxárvirkjun kom til skjalanna vildu
menn auðvitað geta stjórnað því, hversu
mikið rynni úr vatninu og miðla því til virkjun-
arinnar. Var reist mikil stífla með vélknúnum
lokum í Geirastaðakvísl 1959-1960, en lágar
grjót- og jarðvegsstíflur í Miðkvísl og Syðstu-
kvísl. Þá komu uþþ deilur um fiskgengd milli
Laxár og Mývatns. Var brugðið á það ráð að
byggja silungastiga í stífluna í Miðkvísl sum-
arið 1961. Ekki minnkuðu deilurnar við það
og lauk svo að heimamenn fjölmenntu að
Miðkvísl 25. ágúst 1970 og sprengdu burt
stífluna með dýnamíti. Enn urðu málaferli og
þau allumfangsmikil, þar sem fjöldi manns
átti í hlut. Niðurstaða dómsins varð einnig
allsérstök fyrir það, að þar voru margir
dæmdir í fjársekt skilorðsbundið. í miðri Mið-
kvísl stendur eftir silungastigi úr steinsteypu
og fer nú örugglega enginn fiskur þar um.
Þótt menn hafi mikið á sig lagt til að ráða
yfir sveiflum í vatnsborði Mývatns þá hefur
náttúran verið þar miklu djarftækari. Norð-
lægir vindar hlaða vatninu upp að syðri bakk-
anum og grynnkar þá jafnframt við norður-
ströndina og í sunnanátt gerist hið gagn-
stæða.
Þegar til koma miklar umbyltingar í náttúr-
unni eins og gerðist í Mývatnseldum, og svo
aftur nú um þessar mundir, þá fer öll jörðin á
skjön. Má segja að Mývatn hafi steypt
stömpum. Norðausturhornið hefur nú á 10
árum lyfst rúmlega hálfan metra umfram Mý-
vatnsósa og er því mikill hluti Ytriflóa 1/2 m
grynnri en áður. Að sjálfsögðu raskar þetta
lífríkinu talsvert, því nú eru margar riðstöðvar
silungsins orðnar of grunnar til að þær nýtist
sem slíkar. Ef nú ætti að bjarga þessu með
því aðloka fyrir útfallið þá myndi hækka í
vatninu vestanverðu og sunnanverðu til
mikils skaða. Það sýnist því ráðlegast að láta
náttúruna um að laga það sem hún færði úr-
skeiðis og er öðrum vart til þess treystandi.
Jarðbaðshólar
í austanverðri Mývatnssveit eru margar eld-
stöðvar sem eru sumar svo lítilfjörlegar, að
þær heita engu sérstöku nafni. Þær eru ekki
mjög gamlar, en þó ekki frá sögulegum tíma,
nema Mývatnseldahraunið í Bjarnarflagi og
Hrossadal. Þar á meðal eru Jarðbaðshólar,
þar sem reist var gufubaðstofa á fyrri tímum
yfir gufuauga. Þar hefur verið baðhús á ýms-
um tímum, en nú er þar rústin ein því miður.
Kröflueldar
Um yfirstandandi umbrot við Kröflu og í Mý-
vatnssveit er ekki vert að fjölyrða hér, en að
því er best verður séð líkjast þau ótrúlega
mikið því sem gerðist á sömu slóðum fyrir
250árum.
Lútandi?
Suður af Námafjalli er regluleg gígskál sem
hallar mót vestri. Heitir hún því sérkenniiega
nafni Lúdent. Þórhallur Vilmundarson, þró-
fessor, hefur bent á að upprunalega kunni
skálin að hafa heitið Lútandi. Þessi gígur hef-
ur myndast skömmu eftir ísaidalok og er því
nær 10.000 ára gamall. Við hann eru tveir
minni eldgígar sem hafa gosið andesíti, en
það er ísúr bergtegund, milli þess að vera súr
og basísk.
Lúdent myndaðist skömmu eftir ísaldarlok, fyrir nærri 10.000 árum. Mynd: Oddur Sigurðsson.
134 Heimaerbezl