Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.04.1985, Qupperneq 24
ÞJÓÐTRÚARÞÆTTIRNIR Fyrri þættir Helga Hallgrímssonar um þjóðtrúarfræði í Heimaerbezt: 1983: I Af veði Valföðurs. Yfirlit um þjóðsögur og goðsögur, en einkum huldufólkssögurnar og ástæður þess að höfund- urinn telurvert aðkannaþærnánar. (2. tbl. bls.52). II Huldukaupstaðurinn í Hallandsbjörgum. Margar frá- sagnir úr stærstu huldufólksbyggð á landinu, gegnt Akur- eyri, austan Eyjafjarðar. Ljósmyndir og kort fylgja. (5. tbl. bls. 160). Viðauki: Fáeinar spurningar varðandi huldufólk. Vangaveltur um eðli og einkenni huldufólks og helstu kenningarum það. (5. tbl. bls. 168). 1984: III Enn um huldufólksbústaðinn í Hallandsbjörgum. Fleiri sögur um ýmis fyrirbrigði þar til viðbótar upplýsingum í þætti II. (3. tbl. bls.93). IV Bústaðir huldufólks á Akureyri. Frásagnir, 1 jósmyndir og kort sem veita yfirlit um þessi fyrirbæri í höfuðstað Norð- urlandsfyrrognú. (5. tbl. bls. 161). V Sitt sýnist hverjum um huldufólkið. Bornar saman skýr- ingartilgáturúrýmsum áttum. (11.-12. tbl. bls. 324). Unnt er að panta einstök tölublöð af Heima er bezt og kostar hverteintakkr. 60. Við viljum líka benda á, að nýir áskrifendur að Heima er bezt fá ókeypis einn eldri árgang í kaupbœti. HULDULJÓSIÐ í HAMARKOTSKLÖPPUNUM í grein minni um bústaði huidufóiks á Akureyri í HEB, nr. 5, 1984, bls. 165, er þess getið, að til muni vera sögn um litla stúlku, sem var að sækja mjólk í útibú KEA efst í Brekkugötu, og sá þá ljós í klettinum, sem vísaði henni veginn, því bærinn var myrkvaður. Þessi frásögn hefur ný- lega komið í leitirnar. Er hún f fjölrituðu blaði sem heitir ,,Líney“ og var gefið út af Kvenfélagi Ljósvetninga í Ljósavatnshreppi, S.-Þing., árið 1980. Höfundur er Saga Jónsdóttir húsfreyja á Rauðá, og segir hún hér frá eigin reynslu. Sagan nefnist ,,Hulduljós“ og er á þessa leið: Atburður sá er ég segi hér frá gerðist á Akureyri í vetrarbyrjun fyrir þrjátíu og tveimur árum. Eg var þá tíu ára gömul. Klukkan tæplega sex þennan umrædda dag kallaði móðir mín til mín inn í herbergi þar sem ég var að passa þrjá yngri bræður mína. Hún bað mig að fara og kaupa fyrir sig mjólk. Þar sem klukkan var orðin svona margt, sagði hún mér að fara í þá mjólkurbúð sem næst væri, en hún var á horni Brekkugötu og Helgamagrastrætis. Til þess að fara þessa leið þurfti ég að fara upp klappirnar sem liggja norðan við nýja íþróttasvæðið. Sjálf bjó ég á Oddeyrinni. Var þetta svæði að mestu óbyggt fyrir utan nokkra bragga, en á þeim voru Ijós sem lýstu upp svæðið, þang- að til Ijósin í Brekkugötunni tóku við. Eg flýtti mér sem mest ég mátti með sinn mjólkurbrúsann í hvorri hendi og náði fyrir lokun. Nú var ég komin með átta lítra af mjólk að bera og var það talsvert fyrir litla stúlku. Þegar ég kom niður í klappirnar slokknuðu öll ljós í bænum svo ég sá ekki handa minna skil. Ég var bæði náttblind og myrk- fælin og greip mig ofsahræðsla. Mér fannst ég ekki treysta mér til þess að ganga niður klappirnar í þessu myrkri. Ég reyndi samt að fikra mig niður, því ég vissi að þörf var á mjólkinni heima. Allt í einu birti allt í kringum mig og ég sá götuslóðann alveg niður á jafnsléttu. Mitt fyrsta verk var að gá hvaðan ljósið kæmi. Brá mér í brún, því það kom úr kletti sem var rétt ofan við mig. Mín fyrsta hugsun var að þarna væri krakkar á ferð með vasa- Ijós, og kallaði ég hver væri þar. En mér var ekki svarað. Hélt ég þá áfram niður á jafnsléttu og slokknaði þá mitt leiðarljós. Ég komst heim með mjólkina, en Ijósin kviknuðu ekki í bæn- um fyrr en klukkan níu um kvöldið. Síðan hef ég alltaf trúað því að þarna hafi huldufólk lýst mér. Eftir frásögn Sögu að dæma hefur hún farið niður stíginn eða götuna, sem liggur austan í „Helgaklöpp", og ljósið þvíverið þeim megin í klöppinni. 136 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.