Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Page 28

Heima er bezt - 01.04.1985, Page 28
og ekkert var frárennslið. Engir skápar voru í eldhúsinu, svo að það sem ekki var hægt að hengja upp á nagla var geymt á hillum. Það rykféll auðvitað af reyk frá kolavél- inni. Ég man líka eftir þeim fjölda olíulampa sem mamma þurfti að snyrta á hverjum morgni, því hvergi mátti vera nein ójafna á kveiknum, því þá ósaði lampinn. Þetta voru allt 8 línu lampar og hljóta þeir að hafa verið notaðir í þágu skólans, því eftir að við fluttum í Aðalstræti 12 hurfu þeir af sjónarsviðinu. Móðir mín reyndi einnig, eftir megni, að hafa eftirlit með störfum húsvarðarins, sem átti að sjá um allar hreingern- ingar í skólanum. Á því tímabili sem ég man eftir voru tveir húsverðir, hvor á eftir öðrum. Hvorugur þessara manna höfðu kunnáttu til að gegna sínu starfi, og var því langt frá því að þvi væri sinnt sem skyldi. Það var líka mikið starf og lítið til þess lagt. Umgengni pilta var oft ekki góð, sérstak- lega eftir að rektor missti tökin á piltum, þá gerðu þeir honum allt til ama. Eitt af því sem hún reyndi að bæta, voru vorhreingerningar skólans. Þá var fengið aðkomufólk til hjálpar. Einu sinni man ég eftir því að allt var komið í gang. Skólinn átti nauðsynlegustu hluti sem til þess þurfti, svo sem stiga, planka og hitt og annað sem nauðsynlegt var í svo stóru húsi. Þá komu boð frá amtmannsfrúnni, að hún þyrfti á öllum þessum tækjum að halda. Amtmaðurinn var yfirmaður skólans og meinleysismaður. Hann var kvæntur danskri konu af þekktri herforingjaætt, og var stórmennska henni í blóð borin. Hún leit á íslendinga sem undirþjóð og var amtmaðurinn ekkert öfundsverður af henni. Þetta var þá öllum kunnugt og því var ekkert sagt. Hún fékk tækin. Þó mamma hefði í mörgu að snúast, hafði hún mikinn áhuga á líknarmálum. Hún var ein af stofnendum Hvíta- bandsins, sem þá reyndi aðallega að aðstoða sængurkonur, sem höfðu þröngan kost. Mest var lagt upp úr því að gefa þeim mjólk eða annað hollmeti. Fundir voru haldnir og málin rædd. Einu sinni man ég að mamma kom heim af slíkum fundi og var hún venju fremur þreytt. Á fundinum var rætt um stúlku, sem hafði eignast barn og vildi mamma að henni væri hjálpað eins og öðrum, en hún lenti þá í orðasennu við eina mjög háttsetta frú, sem taldi að var- hugavert væri að lokka ungar stúlkur út í lauslæti, ef það spyrðist að þeim væri veittur slíkur styrkur. Hjónaband foreldra minna var í alla staði gott. Þegar störfin fóru að hlaðast á þau, höfðu þau lítinn tíma til þess að tala saman í ró og næði, nema við matborðið. Þá töluðu þau alltaf um starfið. Þau töluðu sem vinir, starfsfélagar, sem höfðu skyldum að gegna við sömu stofnunina og Iilustuðu á ráð og gagnrýni hvors annars. Ég man að einu sinni var einum af beztu kennurum skólans vikið úr starfi og umræðurnar urðu heitar. Þó þetta heyrði ekki undir föður minn, bað mamma hann að beita sér fyrir því að honum væri gefinn úrslitakostur. Hann gæti þá ef til vill bætt ráð sitt. Faðir minn svaraði því til að slíkt hafi oft verið reynt og að þó unnt væri að afsaka óreglu, væri ekki unnt að afsaka það að kennarar leiddu lærisveina sína út í drykkjuskap. Því miður hélt þessi maður upp- teknum hætti áfram. Hann safnaði um sig hirð aðdáenda og leiddi margan út í óreglu. Það var móður minni ávallt sorgardagur, þegar stúdent- amir útskrifuðust og hún horfði á eftir þeim yfirgefa skól- ann. Hún hafði þekkt þá flesta í 6 ár og horfði nú á eftir þeim út í lífið sem hún vissi, af reynslu, að myndi reynast þeim mörgum örðugur hjalli. Og það var mikill gleðidagur hjá henni þegar hún flutti úr skólanum og fékk, með aðstoð ömmu minnar, ágæta íbúð í Aðalstræti 12. Þar leið for- eldrum mínum vel og móðir mín hafði ekkert að hugsa um nema sitt eigið heimili. En sú paradís varð ekki löng. Strax haustið 1903 versnaði heilsa föður míns svo, að hann gat lítið sinnt kennslu og lézt hann 19. febrúar 1904. Móðir mín var óhuggandi þegar faðir minn lézt. Hún var aðeins 44ra ára og stóð þá uppi með allan barnahópinn sinn, 6 stúlkur og 1 dreng, á aldrinum 3ja til 16 ára að aldri, alveg snauð. Ekkjur voru illa settar í þá daga og faðir minn hafði enn ekki lokið skuldagreiðslum vegna menntunar sinnar. Það stóð nú heldur ekki á að skuldareigendurnir létu til sín heyra. Faðir minn var ekki kominn í gröfina áður en kröfurnar fóru að hrúgast upp. Allir vildu vera fyrstir til, á meðan eitthvað var fáanlegt. Eins og ég hefi áður sagt, brást henni þá ekki frekar en áður, sú mikla kempa, móðir hennar. Hún tók að sér skuldirnar, þó komin væri á 70. árið og tókst þeim, með mikilli sjálfsafneitun, að greiða skuldirnar á fáum árum. Það sem nútímafólki væri ef til vill erfiðast að skilja, var framkoma rektors. Hann kom til hennar og lagði reikning á borðið fyrir hana. Þar var henni gert að greiða kaup þeirra kennara, sem vegna sjúkleika föður mins um haustið, þurftu að hlaupa í skarðið fyrir hann. Móðir mín spurði hvort maður hennar hafi verið skólanum svona lítils virði, og spyr rektor þá: „En hver á þá að greiða þetta?“ Hún sagðist vita að ef öðruvísi hefði skipast og hann hefði látist og faðir minn staðið í rektors stað, hefði hann séð ráð. Sú skuld var aldrei greidd. Ég sagði að allir hefðu keppst við að leggja reikninga sína á borðið. Það voru þó tveir menn sem komu öðruvísi fram. Faðir minn hafði látið reisa lítið timburhús á erfðafestu- Heimili fjölskyldunnar var um árabil Menntaskólinn í Reykjavík. Þessi mynd er frá sama ári og hún fluttist þangað, 1886. (Mynd: Sigfús Eymundsson. - Þjms.). 140 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.