Heima er bezt - 01.04.1985, Blaðsíða 29
landi sínu, Félagsgarði. Á því hvíldi skuld til Thor Jensen,
sem fallin var í gjalddaga. Hann skrifaði henni samúðar-
bréf og bað hana að hafa ekki áhyggjur af skuldinni, hún
gæti beðið betri tima. Ég vil benda á, að þetta gjörðist
tæpum þremur árum eftir að Thor Jensen varð gjaldþrota
og skuldir hans frá þrotabúinu lágu þungt á herðum hans,
því hann greiddi þær að fullu.
Móðir mín skuldaði einnig séra Skúla Skúlasyni í Odda
og sendi hann einnig vinsamlegar samúðarkveðjur og til-
kynningu um það að skuldin gæti beðið. Móðir mín sagði
okkur frá þessum mönnum og bað okkur um að gleyma
aldrei vinsemd þeirra. Það var henni líkt að segja okkur frá
því sem okkur var vel gert, en þegja um alla þá sem
reyndust okkur illa. Sennilega hefðum við ekki fengið að
heyra um framkomu rektors, ef þetta hefði ekki skeð á
heimili okkar. Sjálfsagt hefir rektor haft einhverja laga-
bókstafi að styðjast við, en hann var vel efnum búinn, á
þeirra tíma vísu og átti bókstaflega tilveru sína sem rektor
föður mínum að þakka.
Auk allra erfiðleikanna sem steðjuðu að móður minni
við lát föður míns, var sorg hennar svo þung að henni lá við
að yfirbugast. En henni varð það til bjargar að vinir hennar,
séra Haraldur Níelsson og Einar Kvaran rithöfundur voru
þá að gjöra tilraunir sínar með sálarrannsóknir. Hún tók
þátt í þeim frá upphafi, og gjörbreytti það smátt og smátt
viðhorfi hennar, og tók hún þá aftur gleði sína.
Þótt móðir min hafi mestan hluta ævi sinnar haft meira
en nóg að starfa, hafði hún ávallt tíma til þess að sinna
okkur, börnum hennar. Hún hafði glæsilega söngrödd og
yndi af að syngja. Var það arfur frá feðgunum, séra Snorra
og föður hans, séra Sæmundi Einarssyni, sem báðir voru
þekktir sem afbragðs söngmenn, og ótrúlega margir af
beztu söngmönnum landsins eru komnir af.
Eftir að við fórum að ganga í skóla, skemmti hún bæði
sér og okkur með því að skipta okkur í hópa eftir raddblæ
og lét okkur syngja þríraddað þá söngva sem við höfðum
lært í skólanum. Hún kenndi okkur einnig að dansa og
ýmist söng undir eða taldi taktinn. Þótt okkur leiddist að fá
ekki að fara með kunningjum okkar í dansskóla, þá held ég
að það hafi ekki komið að sök. Hún gaf sig dansinum á
vald, þótt dansfélagar hennar hafi verið nokkuð smávaxnir,
því eins og mörgu söngelsku fólki, voru henni bæði hljóm-
fall og tónar mikið yndi. Sennilega hafði hún aldrei dansað
síðan hún var ung stúlka, því faðir minn var haltur, eins og
ég hefi þegar sagt og þau sóttu aldrei slíkar skemmtanir.
Hún gleymdi sér alveg við söng. Hún var mjög kirkju-
rækin og vildi að við færum einnig. Þá var siður að safn-
aðarfólkið söng hvert með sínu nefi og það gjörði hún af
hjartans lyst. Við börnin vorum dálítið feimin, því fólkið
sem næst okkur sat hætti að syngja til þess að hlusta á hana.
Hugur hennar snerist um tóna oftar en við vissum. Áður en
faðir minn lést, kom hún oft þjótandi frá verkum sínum og
greip gítarinn sinn. Henni hafði þá dottið í hug einhver
laglína, sem hún varð að prófa, áður en hún gleymdi henni.
Það voru þó nokkur smálög sem hún samdi og söng síðan,
sér og okkur til gamans. Þvi miður eru þau flest fallin mér í
gleymsku, því þau voru flest samin rétt fyrir og eftir alda-
mótin. Fjögur þeirra þykist ég þó muna, og hef ég skrifað
þau niður af lítilli kunnáttu.
Móðir mín sá um að við systkinin fengjum kennslu í
tungumálum hjá beztu kennurum, en þungt þótti henni að
þurfa að taka einkasoninn úr skóla, þegar hann var ný-
sestur í hann. Fjórum árum síðar, þegar verstu erfiðleik-
amir voru um garð gengnir, stóð mér það til boða og gerði
ég það. Því miður guggnaði ég á því að vera innan um
eintóma stráka og hætti.
Ég hefi áður minnst á einn af draumum móður minnar.
Annan draum man ég, sem var mjög merkilegur. Ein systir
mín var á tímabili mjög óþekkur og óviðráðanlegur krakki.
Enginn vissi hvernig á því stóð, en sálfræðingar nútímans
segðu e.t.v. að um afbrýðissemi hafi verið að ræða. Hún var
lengi yngst af okkur, en fékk svo keppinaut fjórum árum
yngri. En hver sem ástæðan var, hafði móðir mín engin ráð.
Hún var mjög bænheit og bað Guð um hjálp. Um nóttina
sá hún í draumi bjaría veru sem breiddi út faðminn og
sagði: „Þetta er leiðin.“ Það varð til þess að mamma breytti
alveg um aðferð. 1 stað umvöndunar sýndi hún henni alla
sína ástúð. Þetta bar strax árangur og urðu þessi vandræði
ekki lengri.
Eftir því sem við börnin uxum úr grasi, fór líf mömmu að
verða rólegra. Hún hugsaði þó alltaf sjálf um sitt stóra
heimili, en hafði alltaf einhverja hjálp. Við fórum öll út að
vinna og bætti það fjárhaginn.
Árið 1918 gekk hér skæð drepsótt, sem kölluð var inflú-
ensa. Eins og allir vita varð hún hundruðum manna að
bana í Reykjavík og í næstum hverju húsi lá allt heimilis-
fólkið samtímis. Þá var mikil kuldatíð og vegna stríðsins var
engu til að brenna nema mó og jók það mjög á vandræðin.
Heima hjá mömmu lagðist allt fólkið í einu, aðeins hún og
amma mín, þá 83ja ára, stóðu uppi. En það var ekki aðeins
hennar heimilisfólk sem veiktist í senn. Á miðhæð hússins
bjó systir mín og fjölskylda hennar, og á neðstu hæð bjó
leigjandi sem einnig var rúmliggjandi. Móðir mín þurfti því
að sjá öllu þessu fólki fyrir mat og hjúkrun. Amma mín, þó
gömul væri, fór og liðsinnti minni fjölskyldu og fjölskyldu
Ólafar systur minnar. Þetta virtist allt blessast ágætlega og
enginn af okkar fólki lét lífið. Eitt fórnarlambið tók aldrei
veikina. Það var móðir mín. Allt þetta strit og stigagangur
með þungar byrðar af eldiviði og öðrum nauðsynjum varð
henni ofviða. Hún lagðist banaleguna fyrir jól, með bilað
hjarta og nýru. Hún lézt 2. júní 1919, tæpu hálfu ári eftir
þetta. Líkami hennar var svo fullur af bjúg að hún gat lítið
hreyft sig í rúminu. Síðustu dagana varð hún einnig blind.
Hún hafði alltaf fulla rænu og vissi auðvitað hvað í vænd-
um var. Því tók hún með fögnuði.
Þegar enginn var til að sinna móður minni, var afþreying
hennar aðeins ein — að syngja. Hún söng sálma og var
einkennilegt að heyra konu, eins langt leidda eins og hún
var, syngja eins og ung væri.
Móðir mín lézt um fjögur-leytið að nóttu. Viggó bróðir
minn var þá staddur á heimili mínu, hann kom til Reykja-
víkur til að kveðja mömmu. Kl. 4, nóttina sem hún lézt,
vaknaði hann við það að hann heyrði mömmu segja:
„Drengurinn minn, þá er þessu lokið.“ Því miður gátum við
Heima er bezt 141