Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.04.1985, Qupperneq 30
aldrei fengið áreiðanlega vitneskju um það hvort þessi viðburður átti sér stað á dauðastund mömmu eða rétt fyrir eða eftir hana. Enginn hafði hugsun á því að taka tímann svo nákvæmlega. Það er ekki vegna þessa að hún var móðir mín, að ég tel hana hafa verið hjúkrunarkonu af guðs náð. Hún heimsótti oft sjúka og öllum bar saman um hve gott var að hafa hana við sjúkrabeð sinn. Hún kom til þess að hjálpa og var aldrei með neitt umstang. Hún vann það sem gjöra þurfti, róleg og hress í bragði og einhvern veginn virtist hún alltaf vita hvað bezt var hverju sinni. ÁGÚSTA B. THORS Ágústa B. Thors, höfundur þessarar greinar, var næst- elsta barn Henriette Louise Svendsen og Björns Jens- sonar, yfirkennara við Menntaskólann í Reykjavík. Ágústa giftist Kjartani Thors og börn þeirra eru Mar- grét, Bjöm, Hrafnhildur og Sigríður. ÁGÚSTA SNÆLAND Ágústa Snæland í Reykjavík, systurdóttir Ágústu B. Thors, átti afrit þessara minninga nöfnu sinnar, enda var mjög kært með þeim frænkum. Sendi hún Heima er bezt þær til birtingar með samþykki barna Ágústu B. Thors. Kann blaðið þeim bestu þakkir fyrir handritið og lán á Ijósmyndum. Foreldrar Ágústu Snæland voru Ólöf Björnsdóttir (dóttir Henriette Louise og Björns Jenssonar) og Pét- ur Halldórsson, sem átti Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar og varð síðar borgarstjóri Reykjavíkur. Börn Ólafar og Péturs voru: Björn, bóksali, Ágústa, Halldór, listmálari og Kristjana, húsmóðir. LEIÐRÉTTING OG ÁSKORUN TIL LESENDA Lítið skiiur okkur að... Heiðrekur Guðmundsson frá Sandi orti vísuna, sem eignuð er Agli Jónassyni á Húsavík á bls. 63 í 2. tbl. Heima er bezt 1985. Mörg vitni voru að því þegar Heiðrekur mælti þessa fleygu stöku af munni fram fyrir 23 árum, en svo ein- kennilega hefur viljað til, án þess Egill hafi fengið við ráðið, að hún hefur ítrekað verið kennd honum, jafnvel í útvarpi. Þó er hættulegast, ef rangfærslur af þessu tagi komast á prent. Um leið og við beiðumst afsökunar hjá Heiðreki viljum við skora á lesendur að skrifa strax leiðréttingu inn í eintök sín, og fara síðan með vísuna rétt fyrir sem flesta á næst- unni, svo bæði rétt orðalag og réttur höfundur fái notið sannmælis. TILEFNIÐ OG VÍSAN RÉTT MEÐ FARIN: Heiðrekur segir Heima er bezt svo frá: ,,Ég gerði þessa vísu á árshátíð Húnvetningafélagsins á Akureyri 1962. Þar voru líka nokkrir ættingjar mínir og vinir úr Þingeyjarsýslu og glatt á hjalla. Rætt var um, hvort og hvaða munur væri á Húnvetningum og Þingeyingum. í hópi gesta voru kunnir hagyrðingar eins og Rósberg G. Snædal, Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli, Kristján frá Djúpalæk og Bjarni Jónsson frá Gröf í Viðidal. Vísurnar flugu því á víxl, þótt Akureyringarnir væru hlutlausir að kalla. Ég vildi leggja mitt lóð á vogarskálarnar eins og góðum Þingeyingi sæmdi ogorti af munnifram: Lítið skilurokkurað annað í raun og veru: En Húnvetningar þykjast það sem Þingeyingareru. Visan hefur síðan breyst í meðförum og algengt að heyra hana nú i þeirri útgáfu sem var í Heima er bezt. Ekki finnst mér þær breytingar til bóta, því fyrri gerðin er lúmskari og meiri ,,húmor“ í henni. Hin er of afdráttarlaus og snubbótt. Ekki lætur það heldur vel í brageyra mínu að notasömu orð- in tvisvar í sömu ferskeytlu, eins og í ,,endurbættu“ útgáf- unni: ,,Það-það“, ,,sem-sem“, ,,er-er“. Það er ekki Egils sök, að vísan hefur stundum ranglega verið eignuð honum, og þótt mörgum kveðlingum hafi verið stolið frá mér, skal ég viðurkenna, að mér er sárast um þennan.“ 142 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.