Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Síða 31

Heima er bezt - 01.04.1985, Síða 31
JÓN KR. GUÐMUNDSSON, frá Skáldsstöðum í Reykhólasveit Álög eða óhöpp? Útsýn til suðurs frá Vaðalfjöllum. Berufjörður er til hægri, en Gilsfjörður framundan Torfaslægjur heita graslænur austan Vaðalfjalla. Áður fyrr voru þær eitt- hvað nytjaðar til slægna, en það er nú fyrir löngu aflagt svo að grös þeirra verða hvorki mönnum eða skepnum til meins héðan af. Til meins? Já, það urðu sumum óheillastrá, sem þar fengust. Gömul einsetukona bjó í húsmennsku á Skáldsstöðum seint á 19. öld, Guðrún Guðmundsdóttir að nafni, móðir Sumarliða Guðmunds- sonar pósts í Borg. Hún bjó ein í litl- um bæ, hafði fáeinar kindur og einn hest. Bærinn er nú fyrir löngu fallinn til grunna en ennþá sér fyrir hleðslu hans í hlaðvarpanum á Skáldsstöðum. Stefán Jónsson bjó þá í Berufirði og átti báðar jarðirnar Skáldsstaði og Berufjörð var Guðrún í skjóli hans á Skáldsstöðum og léði hann henni slægjur eftir þörfum. Eitt sinn léði hann henni slægjur fram í Torfaslægjum. Það er sagt að gamla konan hafi staðið við slátt með lélegt eggjárn, oddbrotinn Ijá, svo dögum skipti, bundið stráin í sátur, reitt þær heim á hestinum sínum og gengið með. Hefur það verið ærið erfiði fyrir manneskju, sem komin var að fótum fram og ekki fær um að ganga marga kílómetra leið oft á dag En Guðrún fékkst ekki um það, því hagur blessaðra skepnanna var fyrir öllu; ef þær höfðu nóg, þá var allt fengið. Stráin úr Torfaslægjunum voru kjarnmikil háfjallagrös sem kindurnar mundu þrífast vel á og ekki mundi hann Blakkur fúlsa við moð- inu frá þeim. Eitthvað á þessa leið mun gamla konan hafa hugsað. En margt fer á annan veg en ætlað er. Vetur lagðist snemma að þetta haust. Skömmu eftir veturnæturnar gerði áhlaupsbyl, setti niður mikinn snjó, svo að öll skjól fyllti og fennti víða skepnur. Þegar bylinn gerði var hestur Guðrúnar staddur úti í Hákonarvík, en svo nefnist smávík er gengur norðvestur úr Berufirði á landamerkjum Berufjarðar og Hyrn- ingsstaða. 1 víkina rennur smálækur, að honum eru háir sandbakkar er fyllast af snjó í fyrstu byljum. Hestur Guðrúnar leitaði sér skjóls undir lækjarbökkunum og fennti þar í kaf. Fannst hann þar dauður í skaflinum er hríðina birti upp. Það mun vera frekar fátítt að hesta fenni. Var því kennt um að heysát- urnar úr Torfaslægjunum hefðu ekki verið hollir baggar. Ekki skal dómur lagður á það hér hvort þetta hefur verið rétt tilgáta eða ekki. En það hafa fleiri hestar borið bein sín í Hákonar- víkinni en hesturinn hennar Guðrún- ar gömlu. Veturinn 1948-49 var mikill fannavetur. Þá safnaðist mikil hengja í bakkana að læknum, sprakk hún í sundur við bakkaröndina og varð sú sprunga bæði djúp og breið, lagði yfir hana lausasnjó. Varð hún mjög vara- söm yfirferðar. Svo bar til seint í janúar eða snemma í febrúar að 2 hestar Michaels bónda í Berufirði náðust ekki í hús og fannst annar þeirra hálsbrotinn í sprungunni. Ekki lagði Guðrún oftar í það að slá fram í Torfaslægjum. Næstur heyjaði þar Guðmundur Jónsson bóndi í Beru- firði frá 1905-1921. En ekki varð mikið úr heyskapnum hans þar, því hann varð fyrir því óhappi að týna öllum ljáum sínum þar. Fann hann þá ekki aftur fyrr en eftir mörg ár alla kolryðgaða. Við þetta óhapp rifjuðust upp fyrir honum gömul munnmæli um, að einhverju sinni hefði bóndinn í Berufirði slegið Torfaslægjurnar og gefið heyið lömbum sínum um vetur- inn. Einhver vanþrif voru í lömbum um veturinn en ekki svo að skaði hlytist af. Um vorið stakk bóndi út taðið úr lambhúsinu, bar kvenmaður taðið til dyra. Varð henni þá allt í einu svo illt að hún dó skömmu síðar. Varð sem sagt bráðkvödd. Ekki veit ég um fleiri slys eða óhöpp í sambandi við heyjaöflun í Torfaslægjum. En faðir minn, Guðmundur Helgason, er bjó á Skáldsstöðum frá 1916-1942 sló þar einu sinni og sagðist hann ekki hafa orðið fyrir neinu slysi hvorki á mönn- um eða skepnum í sambandi við hey- skap sinn þar. Kannske að álögin hafi þá verið úr gildi numin. Hver kann skil á því? Heimaerbezt 143

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.