Heima er bezt - 01.04.1985, Blaðsíða 38
Svona er þjóðar-
búskapurinn
ÍSLENSK HAGLÝSING.
Ritstjóri Þórður Friðjónsson.
Rvík 1985. Almenna bókafélagið.
I ritiþessueru 12 ritgerðir eftir 11 höfunda
um hagsögu íslands. Koma þar á vettvang
margir þeirra, sem mest kveður að í
fræðilegum umræðum um þessi mál, sem
nú eru í allra munni í þeirri efnahags-
kreppu, sem á oss dynur. Greinarnar eru
allar skýrar og hverjum manni auðlæsi-
legar, og ætti bókin í raun réttri að vera
handhæg leiðarvísan í öllu því moldviðri,
sem á oss hvín um efnahagsmálin bæði í
ræðu og riti. Þessar ritgerðir, sem allar eru
hreint fræðilegar, þótt vitanlega megi sjá
skoðanir höfundanna, ættu að geta gert
oss léttara að átta okkur á og skapa okkur
hugmyndir um þessi málefni. En þær eru
engin létt lesning og því síður skemmti-
lestur alls ófróðum mönnum, enda er
bókin ætluð til kennslu í Háskóla íslands,
en ritgerðirnar þó ekki skrifaðar í þeim
tilgangi í upphafi. Ritstjórinn segir í for-
mála að í ritinu sé að finna „sumt af því
besta, sem skrifað hefir verið um þjóðar-
búskap íslendinga“. Slík ummæli mundi
ábyrgur háskólakennari ekki hafa að
ástæðulausu. f viðauka er yfirlit um
heildarráðstafanir í efnahagsmálum síðan
1956, einnig töflur um þróun nokkurra
hagstærða. Er það hvorttveggja forvitni-
legt og handhægt öllum, sem vilja fylgjast
með þessum roálum.
Heima er bezt. ofl
Þjóðlegt heimilisrit. Stofnað árið 1951.
Kemur út mánaðarlega.
Útg.: Bókaforlag Odds Björnssonar.
Ritstj.: Steindór Steindórsson frá
Hlöðum.
Ábyrgðarmaður: Geir S. Björnsson.
Blaðamaður: Ólafur H. Torfason.
Heimilisfang: Tryggvabraut 18-20, póst-
hólf 558, 602 Akureyri. Sími 96-22500.
Áskriftargjald kr. 600.00. í Ameríku USD
25.00. Verð stakra hefta kr. 60.00.
Prentverk Odds Björnssonar hf.
Skemmtileg
málfærsla
í Njálumálinu
Hermann Pálsson:
UPPRUNI NJÁLU OG HUGMYNDIR.
Rvík 1984. Menningarsjóður.
Alltaf spreyta fræðimennirnir sig á Njálu,
efni hennar, efnismeðferð og leit að höf-
undi hennar. Hér tekur Hermann Pálsson
sig til við að rekja ýmsa efnisþætti hennar
og leit að höfundinum og einkum þó
tengsl hennar við erlend og innlend rit. Er
það gert af miklum lærdómi, enda mun
enginn íslendingur vera honum lærðari í
miðaldabókmenntum, og ekki skýst hon-
um skýrleiki í framsetningu og hugsun.
Annað mál er, að mér finnst ekki mikið
koma til þeirrar áráttu fræðimanna, að
vera sífellt að leitast við að sýna fram á,
hvaðan þetta eða hitt sé fundið eða fengið.
Enda þótt orð og setningar séu lík í
tveimur eða fleiri ritum, þá vita menn
ekkert um, hvað hinir fornu höfundar
hafa lesið, og því verða þetta alleinasta
tilgátur. Það liggur við, að manni þyki sem
ritskýrendurnir séu að reyna að fá mann
til að trúa, að íslenskum höfundum hafi
aldrei dottið neitt frumlegt í hug nema að
raða saman brotum úr ýmsum áttum, og
vér hljótum að spyrja, hefir tveimur
mönnum aldrei dottið hið sama í hug, þótt
hvorugur hafi vitað af hinum? Vitanlega
eru Islendinga sögur ekki eintómur bðk-
staflegur sannleikur, enda þótt hin
munnlega geymd í þeim sé áreiðanlega
miklu meiri en hinir vísu, nýtísku fræði-
menn vilja vera láta. Með því að úrskurða
þær að mestu eða öllu skáldskap fara þeir
út í miklu meiri öfgar en hinir, sem á sín-
um tíma trúðu hverju orði þeirra sem
heilögum sannleika. Og satt að segja eru
þessir menn smám saman að draga sög-
urnar niður á flatneskju meðalmennsk-
unnar með því að gera þær að skáldsögum
og síðan að leitast við að færa rök að því
að setningar og hugsun sé fengið að láni
sunnan úr löndum. Hermann stingur
upp á því að Árni biskup Þorláksson sé
höfundur Njálu, rök hans eru álitleg, og
Ámi biskup vissulega líklegri en margir
aðrir sem hafa verið tilnefndir. En er ekki
öll þessi höfundarleit álíka frjótt við-
fangsefni og að leita að saumnál í sátu, og
þó vonlausari að því leyti, að ekki er
óhugsandi að nálin finnist. en aldrei
verður sannað hver sé höfundur mörg
hundruð ára gamalla rita. Brynjólfur
biskup eignaði Sæmundi fróða Eddu.
Allir eru nú sammála um að það sé skrök
eitt, enda engin rök til frá hans hendi. En
verður ekki eitthvað líkt að lokum um alla
þessa höfundarleit að Njálu og öðrum
fornsögum? Ritskýrendurnir færa allir rök
að máli sínu og lesandinn er á sama máli
og síðasti ræðumaður, þangað til annar
nýr kemur til sögunnar, og ég er hræddur
um að svo fari enn, allt um skemmtilega
málfærslu Hermanns. En hvað sem því
líður er gaman og fróðlegt að lesa rit hans
eins og annað, sem frá hans hendi kemur.
Gamninu
fylgir alvara
Gísli J. Ástþórsson:
HVAÐ ER EIN MILUÓN MILLI
VINA?
Rvík 1984. Menningarsjóður.
Þetta er gamansöm skáldsaga eins og fleiri
sögur höfundar. En „öllu gamni fylgir
nokkur alvara" eins og máltækið segir, og
á það einnig við hér. Enda þótt höfundur
bregði blæju gamanseminnar yfir frásögn
sína er alvaran að baki. Lesandinn fær
skyggnst um í hugarheimi sögupersón-
anna, kjör þeirra og vandamál. Það er
býsna margt, sem sagan vekur til um-
hugsunar þegar grannt er að gáð, og ósköp
kannast maður vel við margar persónurn-
ar úr umhverfi sínu, þó að Gísli setji á þær
ofurlítinn skopmyndablæ, þ.e. ýkir
myndina ögn en þó ekki meira en svo að
rétti svipurinn sést í gegn. En vafalaust er
það sterkasti þátturinn í sögum hans,
þessari jafnt sem öðrum, hve vel hann
kann að blanda saman gamni og alvöru,
og satt að segja á hann þann „humör“,
sem fágætur er meðal íslendinga og ekki
síst rithöfunda vorra. St. Std.
150 Heima erbezt