Heima er bezt - 01.04.1985, Blaðsíða 40
Þorsteinn G. Húnfjörö, bakarameistari á
Blönduósi, og Kristín Húnfjörð kona hans,
hafa komið upp sérstæðum en lítt þekktum
lystigarði bak við heimili sitt í Gamla spítal-
anum, sem stendur gegnt Hótelinu á
Blönduósi. Ibúðarhúsið og atvinnuhúsnæði
þeirra, Brauðgerðin Krútt, skýla garðinum
ásamt háum skíðgarði. Hann er neyðarráð-
stöfun í baráttunni við sífelldan strekkinginn,
sem ætlar allan garðagróður þarna sunnan
Blöndu að drepa.
/ gróðurhúsinu er ég bara með fegurð,"
segir Kristín, og ræktar fyrst og fremst rósir.
Hún heldur nákvæma gróðurhúsbók yfir
umhirðu, rósaklippingar, húsþvottinn í
febrúar-mars, og svo framvegis. Og það er
harðbannað að bölva í gróðurhúsinu hennar
Kristínar Húnfjörð. Kristín telur garðinn
„sálarbjörg" og fer um hann mörgum sinn-
um á dag til að komast í og úr vinnu í brauð-
gerðinni. ,,Það getur ekkert komið ístaðinn
fyrir garð. þar er ekkert sem kvartar við þig,
en brosir alltaf ef þú gerir vel. “
Affallsvatn hitaveitunnar í íbúðarhúsinu er
leitt um 40° heitt í gróðurhúsið og þaðan í
gosbrunninn og heita pottinn, hæfilega
baðvatnsheitt, enda mikið notað. Potturinn
var steyptur með súrheysturnamótum úr
sveitinni. Spíran er 12 tommu frárennslisrör.
Þau flísalögðu svo allt saman sjálf, enda
hafa þau leyst flestöll verkefni í garðinum
upp á eigin spýtur. Stytturnar steypti þó
Örnólfur Örnólfsson í Reykjavík. Grjóthell-
urnar sem mynda stétt milli íbúðarhúss og
gróðurhúss fluttu þau m.a. norðan af Skaga.
Læknishjónin Björg og Páll V. G. Kolka
komu þarna á sínum tíma upp ágætum garði
sem Þorsteinn minnist glöggt, enda var
móðir hans ráðskona á sjúkrahúsinu hjá
Mörg dæmi eru um það á Blönduósi, og líka í
garði Húnfjörðhjóna, að það klippist á trén, ef
þau gægjast upp fyrir girðingar eða húsþök.
Sérkennilegasta dæmið er þó eflaust birkitréð
fræga við kirkjuna. Það hjúfrar sig upp að
kórnum í skjóli fyrir næðingnum sem æðir af
Húnaflóa og klippir miskunnarlaust alla sprota
sem dirfast að kíkja upp fyrir þakið.
MYNDIR OG TEXTI: ÓHT
þeim. En þegar Þorsteinn og Kristín eign-
uðust Gamla spítalann 1950, er nýja sjúkra-
húsið var tekið í notkun, var aðeins eitt tré á
lífi, — allir ribsberjarunnar, mannhæðar hátt
birki og reynir útdauð meðöllu. Garðurinn er
á annað þúsund fermetrar að stærð og hluti
hans var á sínum tíma fjórskiptur kartöflu-
garður. Þorsteinn hefur barist nær vonlausri
baráttu við náttúruöflin i birkirækt, hent
jafnmörgum hríslum árlega og hann setur
niður. En nú hefur brekkuvíðirinn sannað
ágæti sitt og Alaskavíðirinn spratt um hálfan
annan metra sumarið 1984. Hjónin rækta
engin blóm að ráði, en kaupa sumarblóm og
setja niður nokkra lauka.
Þorsteinn G. Húnfjörð er fæddur í Ólafs-
firði, en ólst upp á Blönduósi. Hann rak
Blönduósbakarí 1950-65, var þá 3 ár á
Akureyri, en stofnaði Brauðgerðina Krútt á
Blönduósi að því loknu. Nafnið er svona til
komið: Þegar hann var eitt sinn sem oftar að
puða í jarðvinnslu við grunn í garðinum
snemma á sunnudagsmorgni var Kristínu
nóg boðið og sagði: ,,Það mætti halda að
eina krúttið þitt væri þarna úti. “ Og þar með
var nafnið fræga fundið. Nú hefur Þorsteinn
15 manns í vinnu og selur mikið um Vestur-
land, Norðurland og til Reykjavíkur. Fyrir-
tækið byrjaði í 60 m2 húsnæði, en er nú í um
500 m2. Fyrrum líkhús spítalans er skrif-
stofa Þorsteins og skurðstofan er eldhús
Húnfjörð hjónanna.
Kristín er fædd á Dagverðareyri, en bjó
víða í æsku. Hún er dóttir Jóa norska, sem
kallaður var. Jóhann Daníel Bjarni var þó
rammíslenskur, en bjó nógu lengi í Noregi til
að fá viðurnefnið og koma heim með norska
eiginkonu.
Kristín er búin að vinna í bakaríinu í 30 ár
ásamt manni sínum, og þar er byrjað klukk-
an hálf fjögur að morgni virka daga, en um
helgar er bakað frá því kl. 8 á sunnudags-
kvöldi til 6 um morguninn, fyrir sendingarnar
út um land á mánudagsmorgni. Veturinn
1984-85 er sá fyrsti sem aldrei hefur verið
felld niður ferð vegna færðar frá því 1950.
Þorsteinn og Kristín eiga 5 börn: Kára,
Óskar, Soffíu, Hafdísi og Ebbu, en barna-
börnin eru að nálgast tuginn.