Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.03.1988, Qupperneq 2
„Nú hef ég gleymt hver fyrst mér frá því sagði, og fráleitt hef ég verið gam- all þá“, kvað Þorsteinn Erlingsson um huldufólkið á sínum tíma. Eitthvað líkt gæti ég sagt um Þjóðminjasafnið. Ég var ekki hár í loftinu, þegar ég heyrði þess fyrst getið, það var þá raunar alltaf kallað Forngripasafn, og þá þótti mér það æfintýri líkast að til skyldu vera þar munir, ef til vill jafn- gamlir Agli og Gunnari á Hlíðarenda, þótt þar væri því miður hvorki atgeir- inn Gunnars né öxin Skarphéðins, en fátt þótti strákum á þeim aldri merki- legra en vopn slíkra fornkappa. Fólkið lifði þá enn að nokkru leyti í heimi íslendinga sagna. Eitthvað heyrði maður talað um að þar væri kápa Jóns biskups Arasonar, sem í hugum manna nálgaðist fornhetjurnar. Og annars mátti hamingjan vita, hvað kynni að vera geymt á þessu merkilega safni. Börn og unglingar þess tíma voru alin upp við að elska og virða sögu landsins, og heyra fornsögur lesnar á kvöldvökum eða kveðnar rímur. Engan dreymdi þá um fjöl- miðlahávaða nútímans. Árin liðu, og er að því kom, að ég legði leið mína í skóla suður til Reykjavíkur, var ekkert, sem ég hlakkaði meira til að sjá en Þjóð- minjasafnið, og ég varð ekki fyrir von- brigðum, enda þótt þröngt væri um það uppi í risi Safnahússins. Þar var óendanlega margt nýstárlegt að sjá og skoða. Síðan eru liðin 65 ár. Þjóðminja- safnið býr nú við ólíkt rýmri húsa- kynni en þá, og nú hefir það nýlega haldið hátíðlegt 125 ára afmæli sitt. Ekki veit ég hve mikinn áhuga það hefir vakið meðal þjóðarinnar, né hvort menn almennt gera sér ljóst, hvílíkan dýrgrip þjóðin á, þar sem Þjóðminjasafnið er. Ef vér lítum yfir sögu safnsins, þá vill svo til, að í henni speglast að Þjóðminjasafnið 125 ára nokkru leyti saga þjóðarinnar á sama tíma. Upphaf safnsins er að norður í Mývatnssveit fundust furðu margir og merkilegir munir í fornmannskumli. Sigurður Guðmundsson málari skrif- aði grein um nauðsyn þess að koma upp forngripasafni, og síra Helgi Sigurðsson gaf allmarga muni, til að slíkt safn mætti verða til. Ráðamenn tóku við þessum gripum, og gerðar voru kompur uppi á Dómkirkjulofti til að geyma þá og sýna. Fátækleg húsakynni safnsins var í rauninni ímynd þeirrar fátæktar, sem þjóðin bjó þá við. I allsnægtum vel- ferðar þjóðfélags nútímans gerum vér oss naumast grein þess, hversu ásigkomulagið var bágt, vonleysið mikið og getan lítil. En allt um það var þjóðin að vakna. Hugsjónamenn og skörungar þess tíma sáu og trúðu á betri framtíð og vaxandi menningu, og þeim varð að trú sinni. Þessir menn trúðu á gildi sögunnar fyrir samtíð sina og framtíð þjóðarinnar, og sumir sáu, að þar var ekki einungis um þá sögu að ræða, sem rituð var á blöð og bókfell, heldur einnig skráð í minnum og minjum, tækjum og búnaði, sem nýtt var jafnt við dagleg störf og hátíðleg tækifæri, handleikin af ein- staklingunum frá vöggu til grafar. Þessir munir og tæki voru líka saga. Sennilega sá Sigurður málari þetta fyrstur manna, og grein sú, sem fyrr var getið, og hann reit 1862 í tilefni kumlfundarins í Baldursheimi í Mý- vatnssveit, var fyrsta kveikjan, og grein Sigurðar kallið til þjóðarinnar allrar. Og Þjóðminjasafnið eins og vér sjáum það í dag er sá meiður, er óx upp af því fræi, er þá var sáð. Hér er ekki ætlan að rekja sögu Þjóðminjasafnsins. Saga þess hefir verið samhliða sögu þjóðarinnar, skipst hafa á sigrar og ósigrar, fram- fara- og stöðnunarskeið, en samt hefir heildarsagan verið vöxtur og þróun. Ef vér hugsum til klefanna á Dómkirkju- loftinu og þeirra fátæklegu muna, er þar voru geymdir og berum það sam- an við húsakynni safnsins og eign þess í dag, öll þau dýrmæti, sem þar eru saman komin, sjáum vér í raun sögu safnsins og þjóðarinnar í hnotskurn. En þótt vel hafi verið unnið er margt ógert, og það sjáum vér æ betur með hverju ári sem líður, ef vér aðeins viljum horfast í augu við staðreynd- irnar. Safninu er þörf á meiri húsakosti og fjölmennara starfsliði, svo að það fái gegnt hlutverki sínu. Þegar vér göngum um sali Þjóð- minjasafns verður oss að vonum star- sýnast á þá muni, sem geymdir eru frá liðnum öldum. Jafnvel ryðbrunnið sverð úr fornu kumli eða viðvanings- lega gerð helgimynd úr horfinni kirkju fá á sig ljóma í forvitnum augum vor- um. Vér látum oss færra finnast til um nýlega muni daglegs lífs þjóðarinnar. En hvað verður eftir nokkra áratugi? Þegar safnið verður tveggja alda gam- alt að 75 árum liðnum, skyldi þá ekki unga fólkið líta með jafnmiklum for- vitnisaugum á muni samtíðar vorrar, og vér lítum á tæki liðinnar aldar, eða þegar safnið var stofnað. En hlutir týnast og gleymast furðufljótt, þegar hætt er að nota þá, og þvi er safninu nauðsyn að líta vel eftir þeim meðan þá er að fá og taka þá í varðveislu. En til þess svo megi verða eins og þörfin býður skortir bæði hús og fé. Ef vér berum oss saman við önnur Evrópulönd, hvað þá ef lengra er farið, sjáum vér að Island er snautt af forn- um minjum. Hér eru engar minjar fornra mannvirkja, engar halla- eða kastalarústir að ekki sé talað um smærri hluti. En þótt svo sýnist, vitum vér vel, að margt geymir moldin fróð- legt og forvitnilegt. Margt fornra minja hefir fundist af hendingu við vegagerð eða húsa, og uppblásturinn, 74 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.