Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.03.1988, Blaðsíða 7
Já. Þetta er meginstefið í a.m.k. tveimur bókum sem heita: „Síðasta kvöld í hafi“ og „Bréf til afa“. Fyrri bókina hef ég kallað trúarjátningu mína. Áttu eftirlætislesendur? Já. Hinn lestrarfúsa almenning sem nýtur þess að liggja vfir bókum og fúlsar ekki við neinu. Jú, raunar væri gaman að hann fúlsaði við metsöluhöfundum eins og Alistair Mc Lean. Þessi fasti kjarni sem les ævisögur, sagnfræði og skáldskap, allt jafnt, hann stendur undir bókmenningu okkar. Hann nýtur þess að lesa og hirðir ekkert um hvað páfinn segir. Hvaða páfi. Páfinn suður í Vatikani? Eiga ekki allir páfar sitt Vatikan? Syðra og nyrðra, i austri og vestri? Nú hefur þú sameinað tvennt í „1919 — Árinu eftir spönsku veikina“, skrifað ævisögu í skáldsöguformi. En eru þetta ekki tvær ævisögur? Saga Valgerðar annars vegar og heimilisfólksins á Brunnum hins vegar? Já. Og þó sagan af Brunnafjölskyldu nái á yfirborðinu einungis yfir eitt ár á hörmungartímum, þá er litið aftur og sagt frá ferli Brunnahjóna allt frá aldamótum. Sagan af Valgerði byrjar sömuleiðis um aldamótin síðustu og nær fram á árið 1920. En kjarninn í frásögunni er árið 1919. Halldóra Elíasdóttir á yngri áriun. III Þetta er skáldsaga, en ekki sagnfræði Já, árið eftir að spanska veikin geisaði. Hún var mikill vágestur? Árið 1919 var mesta harðinda- og hamfaraár sem yfir þjóðina hefur gengið á þessari öld: Frosthörkurnar í janúar og febrúar, Kötlugosið í október og síðast spánska veikin í nóvember og desember. Hún barst hingað með skipi frá Danmörku og fór eins og bál um Reykjavík. Talið er að þrír fjórðu hlutar bæjarbúa hafi legið í einu. I Árbók fslands segir: „Um tíma sást varla maður á ferli og flestum búðum og stofnunum var lokað.. .. Mestur var manndauðinn um miðjan nóvember. — Var mánuður þessi og fyrri hluti desembermánaðar hinn erfiðasti og dapurlegasti tími, sem dunið hefur yfir Reykjavík. — Veikin barst suður um Reykjanesskaga, víða um Árnessýslu og Rangárþing og um Akranes og neðri hluta Borgarfjarðar . . . Ekki komst veikin í Skaftafellssýslur, enda gerði Gísli sýslumaður Sveinsson öflugar ráðstafanir til sóttvarna. Víða kom sóttin á Vest- fjörðum, en varð stöðvuð . . . Hvergi var hún jafnskæð sem í Reykjavík.“ í heilbrigðsskýrslum 1918 segir: „Flestir af læknum bæjarins sýktust. 1.-7. nóv. má heita að allur þorri bæjarbúa hafi lagst í einni svipan, þar á meðal annar héraðslæknirinn. Þ. 6. nóv. var talið að 5000 manns lægju, en þó aðeins fáir með lungnabólgu. Óhætt er að fullyrða að 10.000 hafi sýkst þó ekki færu þeir allir í rúmið.“ „1919 — Árið eftir spönsku veikina" hefst þegar spönsku veikinni linnir. Aðalpersónan í „1919 ...“ er ein af þeim sem veikist og fær lungnabólgu. En í janúar 1919 er hún orðin það hress að hún lætur tilleiðast að taka að sér heimili suður með sjó. Ástæðurnar, sem knýja hana út í svo vafasamt athæfi, eru tíundaðar i bókinni. Já, við lesum um það í sögunni. En henni lýkur í dálítilli óvissu? Er það? Valgerður leggur af stað út í heiminn um alda- mótin síðustu til að leita að „elskusemd“. En af síðustu setningunum í sögunni má sjá að hún finnur þessa elsku- semd, sem er ekkert annað en ást. En „ást“ er orðið sem hún þorði aidrei að bera sér í munn. Þar með er sagan lokuð. í fyrstu málsgrein sögunnar fer stúlka að leita, í siðustu málsgrein finnur hún. Ég átti við annað. Hvernig komast þau af, stúlkan og drengurinn? Þau komast af. Með Guðs og góðra manna hjálp. Og stöðugu basli. Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Drengurinn leið aldrei nauð. Hann hlaut „elskusemd" í Heimaerbezt 79

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.