Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Side 13

Heima er bezt - 01.03.1988, Side 13
LAURA GOODMAN SALVERSON %gp. Játningar landnemadóttur Um höfundinn Formáli og þýðing: Margrét Björgvinsdóttir. ,,Eirmig ég ætla að skrifa bók sem standa skal í hillu á stað sem þessum — og ég ætla að skrifa hana á ensku, því það er fegursta tungumál í öllum heiminum. “ Þetta segir kanadíska skáldkonan, Laura Goodman Salverson, á einum stað í sjálfsævisögu sinni Játningar landnemadóttur, sem ber enska titilinn Confessions of an Immigrant’s Daughter. Og hún stóð svo sannarlega við orð sín þessi vestur-íslenska landnemastúlka, sem mælti svo er hún kom í fyrsta sinn á bókasafn. Þá var hún ung að árum og vafalaust hefur bókakostur verið tilkomumeiri á bókasafninu í smábænum Duluth en á fátæku heimili foreldra hennar. Salverson varð ein af kunnustu rithöfundum Kanada á fyrri hluta þessarar aldar en mér vitanlega hafa verk hennar ekki verið þýdd á íslensku. Væri þó ærin ástæða til að kynnast þeim, enda fjalla flest þeirra um íslensku landnemana, líf þeirra og kjör, sorgir og gleði. Stærstu verk hennar eru skáldsagan Viking Heart, sem kom samtímis út árið 1923 í London, New York og Toronto, og Játningar landnemadóttur sem kom út árið 1939 í Kanada og fyrir þá bók hlaut hún æðstu bók- menntaverðlaun sem veitt eru þar í landi. Bókin haföi verið ófáanleg um árabil, en á því var ráðin bót snemma á þessum áratug og var það háskólinn ÍToronto sem sá um útgáfuna. Játningar landnemadóttur er merkileg bók fyrir margra hluta sakir. Þar er ekki aðeins um að ræða viðkvæmt bókmenntaverk, sögu ungrar innflytj- endastúlku sem elst uþþ við mjög erfiðar kringum- stæður, heldur er bókin merk lýsing á þjóðfélagshátt- um og sögu fólksins í landinu á árunum frá lokum síð- ustu aldar og fram um 1920, nánar tiltekið fram til ársins 1923 er bókin Viking Heart leit dagsins Ijós. Foreldrar Lauru Salverson voru Lárus Guðmunds- son frá Ferjukoti og Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Kollsá í Strandasýslu, og eru þau í bókinni nefnd Lars og Borga Goodman. Þau komu til Manitoba árið 1887. Tvö börn þeirra dóu á leiðinni vestur um haf. Þegnrétt- urinn í nýju landi varð þeim því dýrkeyptur. Laura fæddist árið 1890 í Winnipeg. Fyrstu ár ævinnar þjáðist hún af veikindum og var á stundum vart hugað líf. Hún gat af þeim sökum lítið tekið þátt í leik barna sem voru á hennar reki, og skólagangan varð fyrir bragðið stopul í fyrstu. En ímyndunarafl hennar var ríkt og næm var hún á umhverfi sitt. Og kemur það glöggt fram í fyrsta kafla bókarinnar sem fylgir í ís- lenskri þýðingu hér á eftir. Einnig er henni ákaflega létt um að lýsa því fólki sem varð á vegi hennar á þessum árum, og í bókinni er urmull af sögum af nágrönnum, venslamönnum og vinum Goodmanfjölskyldunnar. Þau Lars og Borga voru alla tíð trú sínum menningararfi og ólst Laura upp við íslenskar þjóðsögur og ævintýri. Þó ekki sé það sagt berum orðum má lesa á milli línanna Heima er bezt 85

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.