Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Page 15

Heima er bezt - 01.03.1988, Page 15
tárin. Eins og af óskeikulli eðlisávísun eða innsæi vissi hún að móðir hennar, sem sat teinrétt og stíf með sofandi ung- barnið í kjöltunni, var með hugann í órafjarlægð, hafði útilokað sig frá þeim öllum og horfið inn í sinn beiska hugarheim. Ljóðrænar taugar föður hennar, sem auðveld- uðu honum sveiflurnar milli sorgar og gleði, ollu því að með einu olnbogaskoti mátti fá hann til að skynja ein- manaleik hennar. Ef bara pabbi segði nú eitthvað sinni mjúku, þægilegu röddu gæti allt orðið í lagi og jafnvel þessi endalausa ferð yfir sléttuna öðlast einhvern tilgang. Pabbi gat alltaf fengið einhvern botn í hið óskiljanlega — jafnvel mamma viðurkenndi það. En það var þvinguð og mjó rödd móður hennar sem rauf þögnina eins og svipa. „Getum við ekki farið hraðar Lars? Það er brátt komið svartamyrkur.“ „Við erum að komast á leiðarenda,“ svaraði faðir hennar ljúfmannlega og smelþi taumunum. „Kapp er best með forsjá, mín kæra.“ „Ekki kærir þú þig víst um að Ericsonhjónin bíði okkar langt fram eftir nóttu,“ hreytti móðir mín út úr sér og greip andann á lofti, því allt í einu fylltist nóttin af undarlegum hljóðum, háum, skerandi og óþolandi gjammandi hljóðum sem æddu um dökkan sjóndeildarhringinn eins og loftið sjálft hefði framleitt þúsundir radda til þess að rjúfa þögn- ina. Hestarnir tóku viðbragð í slóðinni, hringuðu makkana, og frísandi af hræðslu fóru þeir á stökk. Snöggur slinkurinn henti barninu upp að hlífðarskerminum, en hönd föðurins skaust út úr myrkrinu og dró hana aftur að hnjám sér. Titrandi þrýsti hún sér að þessum hnjám of hrædd til þess að gráta. Auk þess skildi hún nú hvers vegna mamma sat svona bein og kyrr. Þessi hræðilegu hljóð voru ógnvaldur- inn sem ásóttu hana dag og nótt. Það voru úlfarnir! Hún hafði heyrt í þeim fyrr en aldrei svona hátt og hræðilega nálægt, og hún minntist fölnandi andlits móður sinnar og napurra orða sem voru ætluð pabba. „Ég afber þetta ekki lengur,“ hafði hún sagt kuldalega af óbifanlegri festu. Hún sagði fleira sem barnið átti ekki að skilja, en nú rann upp fyrir því að þetta kapphlaup í nótt- inni var til þess gert að komast frá því sem móðirin gat ekki afborið. Og einhvern veginn vissi hún að það var ekki bara í úlfunum sem móðir hennar heyrði mitt í þessari háreisti heldur einnig villimannlegar tungur þessa dimma lands. Það voru raddir óbyggðanna sem móðirin bar engar til- finningar til og barðist gegn af köldum staðföstum ásetn- ingi. „Þarna hefurðu það!“ hrópaði móðirin biturt. „Við verðum etin! Góður endir á áhættusömu ævintýri.“ Faðir- inn hló, en þó ekki glaðlega. „Það yrði saga til næsta bæj- ar,“ sagði hann. „Hjörð af sléttuúlfum sem ræðst á eyki á harða stökki. Beittu skynseminni mín kæra — hún er nú einu sinni stolt þitt. Ég hef sagt þér það margsinnis að núorðið eru engir úlfar eftir í þessum hluta landsins.“ „Þú sagðir mér í síðustu viku að lömbin væru óhult. Þú veist hvað gerðist.“ „Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan við vorum unglömb, mín kæra. Það ætti að vera til huggunar,“ svaraði hann á móti og hló góðlátlega, sem dró úr spennunni hjá litlu stúlkunni. En móðir hennar lét ekki huggast. „Ef skynsemi þín væri jafn mikil og leiftrandi fyndnin þá værum við ekki hér niður komin,“ sagði hún. Því svaraði hann á þann veg: „Jæja, við verðum hér ekki lengi úr þessu, Borga. Og fyndnin deyr á vörum manns í þrældómnum á verkstæðum borgarinnar.“ Hróp aftan frá úr vagninum, þar sem bróðir hennar sat hátt ofan á pinkl- um og kössum, batt enda á deilurnar. „Sjáið! Þarna er ljós!“ hrópaði hann. „Okkur er borgið, mamma. Þetta er húsið.“ Það reyndist rétt. Framundan í fjarlægð, mitt í hafsjó myrkurs, leiftruðu tvær litlar ljósrákir eins og kertaljós sem ögruðu nóttinni. Hvernig það gerðist veit ég ekki, en þessir flöktandi gulu ljósgeislar mörkuðu tímamót í lífi litlu stúlkunnar sem stóð við fætur föður síns. Frá þvi augna- bliki fengu hennar eigin litlu hugsanir og leiftrandi hugboð sín sérstöku einkenni og hún sjálf var ekki lengur einungis litla stúlkan sem lifði og hrærðist sem örlítið hlýðið fram- hald af móðurinni. Hún baksaði við að standa í dofna fæturna, hallaði sér að hnjám föðurins og starði í þögulli aðdáun á ljósdeplana sem færðust sífellt nær. Allt í einu, mitt í þessu, fékk hún yndislega og syndsamlega hugmynd. „Jafnvel þó þetta sé tröllabústaður SKAL ég samt ekki borða EGG.“ Þess strengdi hún heit. Og í þessu mikla tilfinningauppnámi fæddist hinn ófor- betranlegi uppreisnarmaður — uppreisnarmaðurinn ég sjálf. Löngu siðar komst ég að því að Ericsonhjónin þóttu undarleg. Á þessum gömlu góðu viktoríönsku dögum nægði hið minnsta hliðarspor frá viðteknum venjum til þess að vekja tortryggni á mannorðinu. Að efast um Heilaga þrenningu, viðra ekki föt á mánudagsmorgni eða hafa bók eftir Thomas Ingersoll í húsakynnum sínum, hvert þessara atriða nægði til þess að vekja gagnrýni hinna réttlátu. Eftir því sem ég komst næst voru Ericsonhjónin saklaus af svo óheyrilegum yfirsjónum, en þau áttu „heiðið kvikindi“ (nánar um það síðar) og þau áttu ekki börn. Það í sjálfu sér var grunsamlegt á tímum þegar börn fæddust koll af kolli í fjölskyldum og var litið á það annað hvort sem refsingu Guðs eða vísvitandi hindrun í sköpunarverkinu. Heima er bezt 87

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.