Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Side 19

Heima er bezt - 01.03.1988, Side 19
Úr skrínu Theodórs Gunnlaugssonar frá Bjarmalandi - VII ,,Gamla heyið“ (Bernskuminning) i Það nóvemberkvöld — niðamyrkur. Ég kúri ofan við bræður mína, er sitja á sama rúminu. Ég er á þeim aldri, að mér er um og ó að láta fæturna hanga niður fyrir rúm- bríkina. Draugasagan var líka svo mögnuð, að ég svitnaði frá hvirfli til ilja. Samt langaði mig í aðra sögu, enn kröft- ugri. En — nú á að kveikja. Og víst léttir mér. Hugfanginn horfi ég á ljósið á olíulampanum, sem er á hangi í miðri baðstofunni. Nú varð myrkrið og allt, sem því fylgir, að víkja. Það snarast undir rúmin og út í hornin, og hniprar sig á bak við alla hluti. Hvað stormurinn úti er hræðilegur. Hann ýlfrar og hvæsir og öskrar og stynur. Og — öðru hverju þrífur hann í þekjuna, svo hriktir í sperrunum. Það er blind-ösku-þreif- andi stórhríð. í kvöld á eitt systkina minna að lesa í sögunum hans Guðmundar á Sandi. Þær eru nýkomnar. Fyrir valinu verður „Gamla heyið“. Og — Halldóra systir mín les. — Ég hlusta og reyni að fylgjast með atburðum. Þeir gróp- ast í vitund mína. Ég sé þá marga ljóslifandi. Ég sé Brand gamla á Hóli, þar sem hann stendur við heyið sitt. Og ég sé Jón, tengdason hans, á heimleið, þar sem hann hleypir hestinum eftir hjarnbreiðunni móti brunaeimingnum, svo hvítt belti myndast yfir slóðinni. Og — ég sé Guðrúnu, þar sem hún kveður föður sinn á rúminu — hinztu kveðju. — Þegar sögunni er lokið, er farið að tala um efni hennar. Og nú ber eitthvað nýrra við. Það er eins og hún hafi snortið ótal viðkvæma strengi, sem titra óvenjulengi og sárt. Og ómar þeirra eru mér ókunnir, fjarlægir og — tor- ráðnir. — Það er farið að tala um sögurnar hans Guðmundar á Sandi og ljóðin. Það er talað um „Ekkjuna við ána“ og „Bréf til vinar míns“. Svo er allt í einu farið að minnast á Ameríku- ferðir. Það var skrýtið. Með klökkva, sem snertir mig djúpt, minnast foreldrar mínir á ættingja og æskuvini, sem fóru eitthvað langt í burtu — til Ameríku. Þangað var víst óra- vegur. Og það fylgdi með, að þeir kæmu aldrei aftur. En bréfin, sem oft berast frá þeim, eru þrungin af þakklæti, höfgum bænum og hjartans óskum til þeirra, sem eftir urðu heima, til æskustöðvanna og alls þess, sem þeir eiga þar og þeir aldrei fá að sjá og aldrei fara höndum um — framar. Hvað veldur þessu? Allt þetta virðist flæða upp úr venjulegum farvegi, vegna sögunnar. Það er furðulegur máttur, sem henni fylgir. Óvenjuleg leysing hefur brotizt fram. Einhver stífla hefur brostið. Einhver hulinn máttur hefur sprengt af sér hversdagsfjötrana. í svona veðra- brigðum botna ég ekkert. Öll listaverk hafa þá eiginleika, að því oftar og lengur, sem þeim er snúið og veit fyrir sér — þau skoðuð og rakin, því furðulegri myndir og litbrigði leiftra fyrir augum. En mannsaugun hafa marga og ólíka fieti. Það, sem heillar sum og töfrar, sjá ekki önnur. En dómar okkar byggjast á því, hvað við teljum fémætt á fjörunum þeim. Áratugir hafa liðið. Stormar hafa geisað. Gamla bað- stofan heima og gamla fólkið er horfið. Og Ameríkufar- arnir, sem mamma og pabbi þekktu bezt og unnu mest, eru Hka horfnir. En hann Brandur gamli á Hóli lifir enn. Hann er í fullu fjöri. Hann hefur staðið af sér alla storma. Og þess vegna, já, einmitt þess vegna, kom mér til hugar að heilsa nú aftur upp á karlinn og hlusta á hann. Hver veit nema eitthvað kunni enn að leynast undir stirðnuðum, kulda- hvítum andlitsdráttum hans, þar sem hann styður hönd á heyið sitt. Og í huganum sér hann það standa óhagganlegt og óskeikult og öruggt til að brjóta allar hömlur á leið hans inn í dýrðarlönd vors og gróanda. Og eins og kólgugrá ský yfir gljáfægðri fannbreiðunni eða ísaþoka yfir nábleikri strönd getur hjaðnað og horfið fyrir geislum hækkandi sólar, eins getur mannshjartað brotið af sér allar hömlur, hve rammlega sem þær eru saman reknar. II Brandur á Hóli situr á rúmi sínu og rær í gráðið. Hann er óvenju þögull. Skyndilega rís hann í sætinu, varpar önd, stynur þungan. Svo hallar hann sér afturábak, upp að þil- inu. í hinni djúpu kyrrð berst að eyrum hans gamalkunnur sláttur. Það er tifið í gömlu klukkunni ofan við rúmið hans. En í huganum birtast óvenju skýrar myndir. Nú er sjónin horfin, en minningarnar sækja því fastar á. Og þær eru ekki bjartar og brosandi. Nei. Þær eru allar þögular og þung- búnar. Þær skotra til hans illum augum um leið og þær skálma fram hjá. Og — úr sumum þeirra brennur glóð heiftar og haturs. Þeim fylgir kuldagustur, norðannepja — m'standi brimsúgur. Þær hafa löngum sótt að honum þessar myndir, þessir brotsjóar. En aldrei eins og nú. Ef til vill er það hann, sem er að bila. Ef til vill. Sjálfsagt verða allir að gefast upp, að lokum? Heima er bezt 91

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.