Heima er bezt - 01.03.1988, Síða 21
bóga. Spyrnst við, kippt í, hnykkt og rykkt og slakað á til
skiptis. Loksins lygndi.
Jæja, Gunna mín, — blessuð Gunna mín. Þú ætlaðir að
gleðja gamla karlinn. Hressa hann ofurlítið. Það var nú
fallega gert. Eða — hélztu kannske, að það gæti brætt
skelina, sprengt múrinn, sem alltaf hefur þykknað og
harðnað, alltaf hlaðizt á og aldrei bilað? Nei. Þar reiknaðir
þú skakkt. Það gat blessaður sopinn ekki. Það var honum
ofraun. En því reyndir þú ekki að komast inn í múrinn
sjálf? Enginn hefði þó átt að rata það fremur. Enginn hefði
verið fundvísari á dyrnar, þó lágar séu og — þröngar. En
fyrst það brást, fyrst þú vildir það ekki, fyrst þú skildir hann
föður þinn eftir einan í myrkrinu, — aleinan í myrkrinu,
um hábjartan daginn, — þá eru bara tvær leiðir til, — bara
tvœr.
Önnur er að ganga út að gamla heyinu, halla sér upp að
því í skjólið, og — sofna. Það er sem ég sjái upplitið á þeim
þá. Og — heyra umtalið og hávaðann, orðaleppana og —
hláturinn. Þá yrði nú handagangur i öskjunni. Þá hefði
þeim loksins orðið að ósk sinni. Og þá þyrfti ekki lengur
vitnanna við. „Þarna vildi hann drepast.“ Það höfðu þeir
líka alltaf sagt. Og vafalaust mundu þeir steintroða í kist-
una, — gamla heyinu, — utan um skrokkinn. Þá yrði ekki
dregið af sér, og — ekki heldur þagað. Ætli það ekki.
Ha-ha-ha-ha-ha. —
Það gæti orðið bara talsvert fjölmenn jarðarförin. Já,
bara talsvert fjölmenn. Þeir væru þá vottar að því, að búið
væri að hola honum niður í jörðiina — með — gamla
heyinu. „Ég fer svo sem nærri um það hver ætti uppá-
stunguna.“ Og nú hló Brandur aftur, hvellum, nístandi
kuldahlátri. Ha-ha-ha-ha-ha-ha-ha.
„Jæja. Ég verð víst sjálfur að opna múrinn, draga slag-
brandinn frá. Þá sérð þú, Gunna mín, að alltaf hefur glóðin
búið þar inni, alltaf brunnið og logað og snarkað í henni,
þótt ég hefði ekki skap til að skilja hana eftir til — sýnis. En
nú geri ég það. Nú geri ég það fyrir okkur bæði, Gunna
mín, fyrir okkur og börnin þín. Ekki fyrir hina. Ne-hei, og
aftur nei. Nú er mér sama um þá. Alveg sama hvað þeir
segja, hátt og í hljóði. Sama hvað þeir halda og trúa og
ímynda sér. Sama hvernig sveitungarnir glotta og stara og
gaspra og benda og — flykkjast í kringum mig. Þeir um
það. Þakkirnar verða svo sem eftir því. Og borgunin. Ó-já,
borgunin. Við henni skyldi ég aldrei snerta. Ekki ég, nei,
aldrei, — aldrei.
„Allt þetta er mér nú einskis vert. Bara að hún Gunna
mín haldi ekki að pabba gamla hafi alltaf verið sama um
hana og börnin hennar, sama um allt, nema heyið og pen-
ingana. Ég verð sjálfur að tala við hana og — kveðja hana.
Þó það yrði þá í síðasta sinn.“
Og enn kom fjörkippur í fæturna. Brandur gamli snarast
að baðstofudyrunum og kallar, fram í göngin. Það er ein-
hver annarlegur hreimur í röddinni og hún er óvenju styrk.
Það leynir sér ekki að nú liggur mikið við:
„Hvar eruð þið? Ég þarf að tala við ykkur — strax. “
IV
Hér hef ég brugðið upp nokkrum myndum, sem flögrað
hafa um hug minn í hálfa öld. Og allar eiga þær rætur í
hinni áhrifaríku og ógleymanlegu bernskuminningu um
hann Brand á Hóli.
Mér virðist fátt sýna betur en þetta listaverk Guðmundar
á Sandi, hvernig manneðlið bregst við aðförum. Þegar valdi
er beitt, rís það á móti og neytir allrar orku. Sé á hina hlið
sótt að slíku vígi af skilningi og samúð, getur það fallið
saman, eins og snjókerling í asahláku. Og jafnvel undir
hrjúfu yfirborði, hörðum og kuldahvítum andlitsdráttum,
getur fyrr en varir stirnt í glóðina — innst inni. En —
meðan stormar æða og blindöskubylur glepur okkur sýn —
verður þessi sama glóð oft á vegi okkar í umbúðum, „eins
og steinn í götuskorningi, — mosavaxinn, grasgróinn —
hnöllungur."
1956.
- Bamakennsla og kuldaskór . . .
Framhald af bls. 84.
Uppúr sumarmálum hófust svo prófin. Skiptust börnin
niður á þrjá daga, eftir aldri. Ekkert lestrarfrí var gefið.
Prófað í öllum fögum á einum degi. Þar varð hver að fljúga
sem hann var fiðraður. Hæsta gjöf var átta og svo niður í
núll. Fyrir kom, að þeir, sem best gekk, fengu átta í öllu
því bóklega og reikningi, síður í lestri og skrift, og ekki í
réttritun. Nokkuð bar á flámæli, sem sumir áttu erfitt með,
en þágufalls-sýki heyrði ég aldrei í barnaskóla. Prófdómari
var oftast einhver prestur. Voru svo prófeinkunnir sóttar til
kennarans nokkrum dögum síðar, og með því lauk skóla-
árinu.
Sárafátt af skólasystkinum mínum fór í framhaldsnám.
Það þekktist lítið fyrr en alþýðuskólarnir tóku til starfa.
Hvað varð svo um þennan ágæta kennara okkar, sem gat
hnoðað einhverri þekkingu í alla, jafnvel þó þeir hvorki
gætu né vildu læra nokkurn skapaðan hlut? Hún var flæmd
í burtu, eins og siður var í þessum stað. Og aðalsökin var
ekki léleg kennsla, því það gat ekki staðist. Hún hafði svo
ljóta skó á fótum, að nægði til burtvikningar úr starfi.
f skólahúsinu var einfalt timburgólf. Undir því var loft-
súgur, og gnauðuðu þar vindar á öllum áttum. Gerði það
mikinn gólfkulda. Því til varnaðar bjó kennslukonan sér til
skó. prjónaða úr sauðsvörtu ullarbandi, með lambsskinni
svörtu yfir rist, sem náði upp til ökkla. Satt var það, að ekki
voru skórnir beint fagrir, en þeir nægðu til þess að verja
eigandann kveljandi fótakulda. Líklegt er, að þó skórnir
hefðu ekki komið til, hefði vel mátt leita að öðru í þeirra
stað.
Kennslukonan fluttist til Reykjavíkur, giftist þar, og
stundaði kennslu í mörg ár. Ekki veit ég hvort hún hafði þar
á fótum sér prjónaskóna, sem ekki þóttu hæfa farskóla-
kennara í sunnlensku sveitarfélagi á því herrans ári 1923.
Heimaer bezt 93