Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Side 27

Heima er bezt - 01.03.1988, Side 27
SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Eyvindarstöðum: Kynlegur kvistur Endurminning um gamlan nágranna og æskuvin Mig hefur lengi langað til að skrifa nokkrar línur um mann sem bjó á Vindfelli í Vopnafirði, en Vindfell er næsti bær við Eyvindarstaði, æsku- heimili mitt. Hann hét Gísli Gíslason og var Þingeyingur að ætt. Fæddist á Höfn í Bakkafirði og ólst þar upp, en fluttist ungur að aldri til Vopnafjarðar og giftist þar vopnfirskri konu, sem hét Elísabet Jósefsdóttir. Þá lá jarð- næði hvergi á lausu fyrir þau hjónin, en bróðir Elísabetar átti Vindfell. Hafði það í fyrstu verið ætlun hans að búa þar sjálfur, en einhverra orsaka vegna hætti hann við það og flutti í kauptúnið í Vopnafirði og bjó þar til dauðadags. Leigði hann þá mági sín- um jörðina. Það var lífstíðar ábúð. Fluttu svo ungu hjónin þangað. Gísli var eins og ég hef sagt Þing- eyingur að ætt, að minnsta kosti var móðir hans þingeysk, hún hét Guð- björg Gísladóttir en vafi þótti leika á með faðernið. Hann var af flestum talinn vera franskur í föðurætt, og þó oft sé lítið að marka slíkar kjaftasögur býst ég samt við að einhverju hafi verið meira logið. Benti margt til þess. Ekki var það þó eingöngu útlitið, sem benti til þess. Gísli var fríður maður, fremur brúnn á hörundslit, með tinnusvart hár og svartbrún augu. en slíkt útlit hafa svo margir sem vitað er um að alls ekki eigi kyn að rekja til útlendinga. Fremur var það að lund- arfar hans væri líkt því sem sagt er algengt hjá suðrænum þjóðum. Hann var mjög hrifnæmur og fljótur að skipta um skoðun. Þó gat hann verið Gisli Gíslason, Vindfelli í Vopnafirði. tryggur vinur, og svo reyndist hann okkur. Hann var mjög barngóður. greiðugur og afar gestrisinn, í einu orði sagt — svo góður nágranni sem hugsast gat. Elísabetu konu sína missti Gísli eftir fárra ára sambúð frá þremur ungum dætrum þeirra. Þá tók hann ráðskonu, sem var ættuð úr Austur- Skaftafellssýslu. Þau eignuðust saman einn dreng, en giftust aldrei. Hún var svo hjá honum meðan hann lifði og reyndist dætrum hans vel. Þær dætur Gísla voru allar óvenju gáfaðar stúlkur, sú elsta þeirra, Mar- grét, þótti bera af þeim öllum. Hún dó úr heilabólgu 17 ára gömul. Sagði Gísli stundum er hann minntist á Möggu sína að þá hefði hann misst allt, er hann missti hana. Er þá mikið sagt, því miðsystirin, Ingunn, gekk á Kennaraskólann og var það haft eftir séra Magnúsi Helgasyni, sem þá var skólastjóri Kennaraskól- ans, að þvílíkan nemanda sem Ing- unni hefði hann aldrei haft. Guð- björg, yngsta systirin, var að vísu talin ekki alveg jafn gáfuð og hinar syst- umar, en þó mjög vel gefin mann- eskja. Sonurinn, Ragnar, var einnig mjög vel gefinn. En segja máttu um þau systkinin, að sitt er hvað, gæfa og gjörvuleiki. Ingunn missti heilsuna á besta aldri og náðu henni aldrei aftur, varð þó gömil kona. Guðbjörg fékk berkla á ungum aldri og varð að vera á Vífilsstaðahælinu í mörg ár, og náði aldrei fullri heilsu, dó á miðjum aldri og sonurinn, Ragnar, dó úr lungna- krabba 47 ára. Sjálfur var Gísli afburða gáfumað- ur og það svo að Ingólfur Gíslason, sem þá var héraðslæknir í Vopnafirði, sagði að Gísli væri sá gáfaðasti maður sem hann hefði nokkurn tíma þekkt. Sama sögðu allir, sem kynntust honum. Skilningurinn var afar skarp- ur og minnið svo frábært að segja mátti að hann gleymdi aldrei neinu sem hann hafði einu sinni heyrt. En hann var jafnframt mjög sérkennileg- ur að ýmsu leyti og var oft hlegið að honum, þótt gáfaður væri. Hann var óskaplega spurull. Spurði auðvitað fyrst og fremst um allt sem hann hélt að hann gæti eitthvað fræðst af, en Heima er bezt 99

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.