Heima er bezt - 01.03.1988, Side 30
hennar einnig við sögu. Grána var
orðin gömul. Og í þeim tilgangi að
yngja hana upp var fenginn til hennar
forystuhrútur, sem nágranni átti.
Grána varð tvílembd. Svartur hrútur
og grá gimbur litu dagsins ljós. Um
haustið var sláturfé sundlagt í
Grímsá. Grána sá um forystuna sem
áður. En nú var hún ekki send beint til
baka, að því hlutverki loknu. Hún og
dóttirin voru settar í hús á Ketilsstöð-
um, en syninum ætluð ferð til Reyð-
arfjarðar. Surtur Ieitaði um stund að
móður sinni í hópnum, en rann síðan
á undan honum til Reyðarfjarðar, og
þar inn í fjárrétt. En árla morguns
daginn eftir var Surtur horfinn. Sama
dag var hann kominn til móður sinnar
upp á Vallanes. Sögu hans kann ég
ekki lengri. Lífi fékk hann að halda
um sinn. Til lífs var hann keyptur af
föðureiganda. Næstu árin fylgdi litla
Grána móður sinni svo fast, að hnífs-
blað hefði varla haft rúm milli þeirra.
Nú voru Gránurnar tvær. gamla
Grána og litla Grána. Þegar litla
Grána var gemlingur, flæddi ^
yfir mikinn hluta Vallaness. Talið
var að allt fé vestan Keldu væri komið
úr flæðihættu, þegar ég var sendur til
að sækja hópa, sem stóðu á þurru hér
og þar, austan á nesinu. Til þess að
komast fyrir Kelduna og vatn í lænum
milli tjarna, hugðist ég koma fénu
austur á Grímsárbakka, og eftir þeim
inn nesið. Forystuféð okkar var með
fénu, sem ég var að safna. En þegar ég
var að fara fyrir einn hópinn, lagði
Grána leið sína í stefnu á fjárbrú, sem
á Keldunni var. Ég vissi að flætt hafði
yfir brúna, og reyndi að hlaupa fyrir
kindurnar, en varð of seinn. En þá
skeði undrið. Gamla Grána hóf sig á
loft og stökk þar yfir sem brúin var
undir, án þess að væta klauf. Litla
Grána stökk næst og kom niður
framarlega við hlið móður sinnar.
Hún sýndist reyndar yfir þeirri gömlu
við landtökuna. Léttræku dæturnar,
sem ekki áttu forystuhrúta að feðrum,
stukku líka, en vættu afturfætur, er
þær lentu. Ég hef alltaf undrast þetta
stökk. Og á liðnu sumri fór ég á vett-
vang útbúinn til að mæla lengd
stökksins, ef aðstæður leyfðu. Ekki gat
sú mæling orðið nákvæm, en víst er,
að stökkið hefur verið yfir 8 metra.
Þetta hlýtur að hafa verið snemma
vors, a.m.k. fyrir sauðburð, því að
lömb fylgdu ekki ánum.
Á sauðburði þetta vor eignaðist
gamla Grána sitt síðasta lamb, gráan
hrút, albróður litlu Gránu. Þessi
hrútur var gerður ófrjór nýfæddur.
Þegar gamla Grána var fallin, tók litla
Grána við forystunni, en Gráni, svo
nefndist sauðurinn, fylgdi henni fast
eftir. Þegar Gráni var á öðrum vetri,
voru foreldrar mínir fluttir frá Valla-
nesi að Víkingsstöðum. Þar er stutt á
milli. Fénaðurinn var hagvanur í
Vallanesi og gekk þar, meðan ekki var
hýst. En væri honum hleypt út úr húsi
á Víkingsstöðum, var rásað stanslaust
að Vallanesi. Þá kom í minn hlut, að
fylgja hópnum í haga og standa yfir,
þar sem hagar voru taldir bestir.
Yfirstaðan reyndist mjög fóðurspar-
andi.
Vaxtarlag systkinanna, Gránu og
Grána, var mjög ólíkt. Hún var frem-
ur lítil, en afar þybbin. Hann hins
vegar háfættur og mjósleginn. Svo bar
við, er ég sat yfir fénu austur á milli
Sauðabana og Uxalækjar, að á skall
norðvestan stórhríð. Ég dreif féð
saman, svo fljótt sem ég gat og beindi
því heimleiðis. Grána rann vel á und-
an og Gráni fylgdi henni fast eftir,
eins og venjulega. Veðrið var nokkuð
skáhallt á móti og snjódýpt að kviði.
Vindinn herti, og Grána sló lítið eitt
undan, svo stefnan varð á snið við
bæjarhólinn. En í því fór Gráni framúr
áveðurs og kafaði svo rösklega, að
fljótlega var allur hópurinn kominn í
sporaslóð. Heima bjuggust menn til
aðstoðar og mættu þeir Grána í tún-
hliðinu.
Gráni á síðasta þátt þessarar frá-
sagnar. Hann hélt forystunni, eftir að
hann tók við henni í veðrinu. En
Grána fylgdi honum nú, sem móður-
inni áður. Og nú hefst saga um hátt-
erni, sem Gráni er einn um þeirra
forystukinda, sem ég hef numið
sagnir af.
Þegar í haga var komið, gekk Gráni
í kringum hjörðina, meðan hún
stöðvaðist í haganum. Ef til vill hefur
hann lært þetta af mér. En væri
krafstursjörð, gerði hann betur. Þá
byrjaði hann að krafsa, og færði sig til,
án þess að grípa niður. í kringum
hópinn fór hann krafsandi, og víkkaði
hringinn. Á þann hátt afmarkaði
hann beitarsvæðið, uns hann tók til
matar síns, og það hraustlega.
Nú hef ég lokið að segja frá kynn-
um mínum af forystufé. En bæti hér
við fréttum af Grána. Þegar foreldrar
mínir hættu búskap, fékk gamall
bóndi, Sigurður Sigurðsson á Strönd,
Grána, vegna óskar um að eignast
kind útaf Gránu, sem var frá honum
komin. Seinna hafði pabbi það eftir
Sigurði, að Gráni hefði sparað honum
mörg sporin. Hann hefði farið með
kindurnar i haga að morgni og skilað
þeim að kveldi.
Vera má að ég hafi síðastur manna
staðið yfir beitarfé á fslandi. Tildrög
þess var strokfýsn, en ekki venja. Þetta
var á Fljótsdalshéraði, veturinn
1926-1927. Og Gráni er ef ti! vill síð-
asti forystusauðurinn, sem yfirstöðu-
maður segir frá.
102 Heima er bezt