Heima er bezt - 01.03.1988, Side 31
Rut var nýkomin heim úr vinnunni, þegar dyrabjallan
hringdi. Hún opnaði og flaug í fangið á komumanni, sem
var enginn annar en Hlynur.
„Sæl, ástin mín,“ sagði hann og kyssti hana blíðlega.
„Ó, hve ég hef saknað þín hvíslaði Rut. „Hvað verðurðu
lengi núna?“
„Því miður fer ég aftur annað kvöld,“ svaraði hann. „En
ég get komið og kvatt þig áður. Ertu þá ánægð?“
„Já, ég verð að vera það,“ sagði Rut og lokaði hurðinni.
Síðan bætti hún við í hálfum hljóðum: „Er þér ekki sama
þótt við verðum hér? Lilja er eitthvað lasin og ég vil helst
ekki fara frá henni ef ég kemst hjá því.“
„Jú, það er í lagi mín vegna.“
Rut gekk inn til Lilju sem lá í rúminu og bar sig aumlega.
„Hver var að koma?“ spurði hún.
„Hlynur.“
„Farið þið þá út?“
„Nei, við verðum hér. Mér er illa við að skilja þig eina
eftir.“
„Það er allt í lagi,“ sagði Lilja veiklulega. „Ég vil ekki
eyðileggja fyrir ykkur kvöldið.“
Hlynur kom í dyrnar og heilsaði kurteislega. Rut hlúði
að Lilju og sagði henni að reyna að sofna. Síðan leiddi hún
Hlyn inn í sitt herbergi og íokaði á eftir þeim. Þau nutu
samvistanna í ríkum mæli.
Morguninn eftir ók Hlynur Rut í vinnuna. Hann kyssti
hana að skilnaði og sagðist koma um sexleytið. Hún
hlakkaði til allan daginn og hugsaði með gleði til þess að
eftir þessa sjóferð tæki Hlynur fríið umtalaða. Hún var
alsæl og óraði ekki fyrir þeim ósköpum, sem áttu eftir að
ske þegar hún kæmi heim. Hún var því glöð og kát þegar
hún kom heim um fimmleytið. Hún leit inn til Lilju og
spurði hvernig henni liði.
„Mér líður sæmilega,“ sagði Lilja og þóttist reyna að
brosa glaðlega. „Ég hef lítið farið framúr.“
„Hefurðu ekkert borðað?“ spurði Rut undrandi.
„Nei, ég hef enga lyst á mat.“
„Þú verður að reyna að borða eitthvað.“
Rut klæddi sig úr kápunni og hengdi hana upp. Því næst
hélt hún inn í herbergi sitt til þess að skipta um föt. Hún var
rétt að ljúka við að klæða sig þegar hún kom auga á
myndina undir rúminu. Hún tók hana upp og horfði
undrandi á hana. Hún þekkti ekki konuna og barnið, og gat
ómögulega skilið hvernig hún hafði komist undir rúmið.
Hún horfði nokkra stund á myndina, en sneri henni svo við.
Henni fannst sem ísköld hönd gripi um hjarta sitt þegar
hún las áletrunina aftan á myndinni. Hún hneig niður á
rúmið og byrgði andlitið í höndum sér. Tárin byrjuðu að
renna niður kinnarnar og hún barðist við grátinn. Hlynur
var þá giftur eftir allt saman. Hann hafði aðeins verið að
leika sér að henni. Myndin sannaði það. Hún hafði senni-
lega dottið upp úr jakkavasanum hjá honum, án þess að
hann tæki eftir því.
Rut gat ekki haldið aftur af grátinum lengur. Lilja kom
inn og spurði hvað væri að. Hún settist hjá Rut og tók utan
um hana. Rut svaraði engu en grét og grét. Henni fannst
hjarta sitt ætla að springa.
Lilja tók myndina og þóttist skoða hana. Því næst þóttist
hún lesa aftan á hana.
„Bölvaður auminginn,“ sagði hún í reiðitón og strauk
yfir hár Rutar.
„Ó, Lilja,“ sagði Rut grátandi. „Ég elska hann svo mikið.
Hvernig gat hann gert mér þetta?“
„Þú skalt ekki gráta hann. Hann er ekki þess virði. Það
var þó gott að hann týndi myndinni hér, annars hefðir þú
ekki komist að þessu strax.“
Rut gat ekki svarað neinu. Henni fannst hún vera að
kafna.
„Guð minn góður, ég vildi að ég væri dauð. Af hverju
þurfti þetta að koma fyrir mig?“
„Spurðu hann um þetta þegar hann kemur að kveðja þig
í kvöld,“ sagði Lilja blíðlega. „Þú átt heimtingu á skýr-
ingu.“
„Nei, ég vil aldrei sjá hann aftur,“ sagði Rut grátandi.
„Hann kemur rétt bráðum og þú segir að ég sé ekki heima.“
„Hvað á ég að segja honum. Það verður að segja honum
að allt sé búið á milli ykkar.“
Heimaerbezt 103