Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Page 35

Heima er bezt - 01.03.1988, Page 35
Bókahillan Steindór Steindórsson frá Hlödum Einar Laxness: ÍSLANDSSAGA A - K. 2. útg. Reykjavík 1987. Menningarsj óður. Fyrir rúmum áratug gaf Menningarsjóður út uppsláttarrit um íslandssögu í safninu Alfræði Menningarsjóðs. Hefir hún nú verið uppseld um nokkur ár, svo að efnt er til nýrrar útgáfu. Höfundur Einar Laxness hefir endurskoðað fyrri útgáfuna, bæði tekið hin eldri uppflettiorð til nýrrar um- fjöllunar og bætt mörgum við, auk þess sem myndaefni er aukið, er bindið því um 90 bls. stærra en fyrri útgáfan. Má því segja, að hér sé að nokkru leyti um nýtt rit að ræða. Hversu fljótt fyrri útgáfan seldist upp sýnir ótvírætt, að bæði hefir verið þörf á slíku riti, og menn kunnað að meta hvilíkt hagræði það er að hafa slíkt uppsláttarrit, ef þeir vilja fræðast um einstök atriði sögu vorrar. Höfundur hefir verið furðu fundvís á uppflettiorðin um þau atriði, sem ætla má að oftast verði spurt um, og menn þurfi helst að finna í fljótu bragði. Hitt er ekki síður lofsvert hve höfundur fær gert málun- um skil í stuttu máli á skýran og læsilegan hátt, því að ég býst við að mörgum fari svo, að þeir grípi beinlínis í bókina sér til gamans, til að fræðast um einstök atriði. Hefi ég góða reynslu af því, að sjaldan fer maður bónleiður til búðar, ef leitað er til þessarar sögu, og er það þó býsna oft, sem ég hefi leitað fanga þangað, og sparað með því marga útúrkróka. í einu orði sagt þetta er góð bók og fróðleg. Árni Johnsen: FLEIRI KVISTIR Rvík 1987. Örn og Örlygur. Samtalsbækur gerast nú algengar í bóka- heiminum íslenska, og æ fleiri blaðamenn leggja nú fyrir sig þá list að taka stutt við- töl við menn úr sem flestum störfum og stéttum, og ræða þá stundum um yfirlit æfi viðmælandans eða einstök atvik og æfin- týri. Eru slík viðtöl orðin býsan stór þáttur í efni blaðanna. Einn ötulli blaðamanna í þessum efnum er Árni Johnsen. Gaf hann áður út bók er nefndist Kvistir í lífstrénu, og nú eru það Fleiri kvistir eða 25 samtals- þættir alls. Flestir eru þeir stuttir, enda fer löngum best á því um slíka þætti, en höf- undur kemur víða við og ræðir við hina ólík- ustu menn úr fjölmörgum stéttum þjóðfé- lagsins, og sum samtölin eru gamansögur úr lifi viðmælandanna, sem kunna vel að segja frá. En þar er líka slegið á alvarlega tóna, svo sem um sundgarpinn mikla í Vestmannaeyjum og fleiri afreksmenn í mannraunum þaðan. Þættirnir eru fjörlega skráðir og skemmtilegir aflestrar, en þó þykja mér inngangsorð höfundar sumra þeirra óþarflega íburðarmikil, því að raunar verða samtalsþættir svo bestir, að skrásetj- arinn dragi sig sem mest í hlé. Hlýlegur þótti mér þátturinn um grænlensku hjónin, þótt aðrir séu lengri. Vel má Ámi halda áfram samtalsþáttum sínum, þeir verða lesnir og eiga það skilið. Inge Scholl: HVÍTA RÓSIN Rvík 1987. Menningarsjóður. Saga þessi segir frá fámennum andspymu- hópi gegn nasismanum í ríki Hitlers. Tvö systkini Hans og Sophie Scholl, sem í fyrstu létu glepjast af áróðri nasismans, sjá í gegnum allan blekkingavefinn og grimmd- aræði nasistanna. Þau safna að sér dálitl- um hópi friðsamra skoðanabræðra, sem með dreifibréfum og öðrum hógvæmm að- gerðum reyna að vekja samvisku þjóðar- innar, svo að hún fái skilið ógnir nasism- ans. Samtökin nefndust Hvíta rósin. Systkinin féllu í hendur Gestapo og vom liflátin umsvifalaust. Systir þeirra hefir síð- an skrifað sögu þeirra og samtakanna, og er hún sögð í þessari bók. Á látlausan, hóg- væran hátt lýsir höfundur andrúmsloftinu og ógnunum undir valdi nasismans, og hygg ég enginn verði ósnortinn af þeim lestri. Alltaf vakna upp hreyfingar, sem em afsprengi nasismans og hugsunarfræði hans. Þessi litla bók á þvi erindi til vor allra til að varast óvininn áður en of seint er orðið. Bókin er fagur vitnisburður um djarfa fórnarlund og mannúðarhugsjónir. Þess- vegna á hún erindi. Guðjón Albertsson: UNDIR FJARÐARHYRNU Rvík 1987. Skákprent. Höfundur hefir áður sent frá sér þrjú smá- sagnasöfn úr Reykjavíkurlífinu, athygl- isverð um margt, og sýna þau í senn athug- unargáfu höf. á umhverfi sínu og góðan frásagnarhæfileika. Hér bregður hann á það ráð að skrifa skáldsögu, sem gerist bæði í sveit og í sjávarþorpi. Aðalpersónur sögunnar stúlka úr sveit og piltur úr sjávar- þorpi em um flest ólík, en leiðir þeirra liggja saman til fulls að lokum. Margt er vel athugað hjá höfundi t.d. þar sem segir frá uppvaxtarámm og uppeldi söguhetj- anna, og hvemig það markar örlög þeirra og atferli. Sumt í sögunni kann að orka tvi- mælis um raunvemleika, en á öðmm stöð- um nær hann sér betur niðri. Þannig er mjög vel lýst árekstrunum milli móður piltsins og stúlkunnar eftir að þau tala saman. Þá er og strandi bátsins vel lýst og viðbrögðum fólksins. En yfirleitt virðist mér höfundur hafa betri tök á persónum sínum í smásögum en skáldsögunni. Stíll höf. er góður og sagan heldur spennu frá upphafi til enda. Kristmundur Bjamason: SÝSLUNEFNDAR- SAGA SKAGFIRÐIN G A Akureyri 1987. Sýslunefnd Skagfirðinga. Ekki láta þeir Skagfirðingarnir deigan síga í útgáfu rita um sögu héraðs síns. Skjóta þeir þar öðmm landsmönnum ref fyrir rass, þótt ýmsir að visu taki til höndum. Er líkast sem arfurinn frá Espólín og Gísla Konráðs- syni endist furðuvel. Margir munu reka upp stór augu við að sjá nafn bókarinnar Sýslunefndarsaga, og hugsa sem svo, að sýslunefndir geti varla átt mikla sögu, þótt starfað hafi í meira en heila öld. En sýslu- nefndir koma víða við, og sennilega hefh sýslunefnd Skagfirðinga fjallað um fleiri mál en margar aðrar slíkar nefndir, enda er svo að rit þetta er í rauninni héraðssaga svo margt kemur hér fram. Og fleira kemur fram þar en snertir Skagfirðinga eina. Hér er t.d. sagt allrækilega frá stofnun og byrj- unarstarfi Hólaskóla, og ýmsum umbrotum um stofnun kvennaskóla, þótt saga hans í Skagafirði yrði skammvinn. Efnisyfirhtið gefur besta hugmynd um hve víða er kom- ið við, en kaflamir heita: Samgöngur, menntir, heilbrigðismál, iðnir, sjávarútveg- ur og búshagir, og eru þessi mál rakin fram um 1930, og lokið verður þeim í framhalds- bindi. Margt er þarna skemmtilegt, og kemur nýstárlega fyrir sjónir t.d. sam- göngumálin, og þá einkum sagan af ferjun- um. Mörgum mun þykja gaman að lesa um Drangeyjarútveg, svo að einhvers sé getið. Þótt margt sé smálegt til tínt hefir Krist- mundur lag á að gera læsilega sögu úr því öllu. Sýslunefndarsaga Skagfirðinga er drjúgt framlag til menningarsögu fjölmenns, söguríks héraðs og mættu fleiri taka Skagfirðinga sér til fyrirmyndar og láta rita sögu þeirra málefna, sem sýslu- nefndir þeirra hafa fjallað um. En fæst hér- uð eiga nokkurn Kristmund til að sinna sögu þeirra. Heimaerbezt 107

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.