Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1994, Page 5

Heima er bezt - 01.12.1994, Page 5
Breiðaf j ör ð Þó að ég sé fæddur árið 1921, er það svo að jóla- minningar mínar virðast tengjast mest árunum 1930 til 1935 og veru minni að Hvalgröfum (Gröfum) á Skarðsströnd, sem á þeim tímum var afar afskekkt sveit við innanverðan Breiðafjörð. Eg tel mig ekki muna nein einstök jól heldur rennur þetta allt saman í eina heild, svo að úr verður sam- ræmd minning og það er þessi minning sem mig langar til að koma hér fyrir augu ykkar. Þó að einhverjir telji að það geti varla hafa orðið miklar breytingar á jólahaldi hérlendis á tæpum sex- tíu árum, þá er veruleikinn sá að það er slíkur munur á þeim jólum sem haldin voru hátíðleg í afskekktri sveit þess tíma og þeim sem nú eru haldin hér og auðvitað á það mest við um þéttbýli nútímans, að erfitt er að koma þessum mun vel til skila án umtals- verðra skýringa. Því miður verður að segja það eins og það er, að unga fólkið þekkir ekki lífskjör þess fólks sem lifði hér fyrir 55-60 árum úti á landsbyggðinni. Þetta segi ég ekki til þess að kasta rýrð á unga fólkið, heldur sem staðreynd þess að það hafi ekki haft tækifæri til þess að kynnast sögu þessa fólks, meðal annars vegna samvistaslita við eldra fólkið, því miður. Þessi formálsorð læt ég nægja pistli mínum og hef hér frásögn mína. Heima er best 397

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.