Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 6
Grisjun birkiskógarins var frá upphafi snar þáttur í starfsemi Skógræktar ríkisins á Vöglum. Hefur skógarhögg verið stundað árlega frá 1909. Ekkert birkiskóglendi á Islandi hefur verið hirt svo mark- visst og án afláts. Arangur af því er sá, að þar stend- ur nú jafnbeinvaxnasti birkiskógur á landinu. Afurð- ir af skógarhöggi eru nú einkum reykinga- og arin- viður, en áður var það eldiviður og girðingarstaurar, og um skeið var gert þar til kola. Gróðursetning erlendra trjátegunda var dálítil á ár- unum 1909-1917, einkum fjallafuru og svo aftur lerkis 1917-1922. Mest var gróðursett í og við svo- nefndan Furuhól, en þar hefur nú einmitt verið kom- ið upp vísi að trjásafni. Árið 1942 hófst aftur gróðursetning erlendra trjá- plantna, sem þekja nú um 75 ha á öllu svæðinu. Ýmsar tegundir hafa verið reyndar, eða alls 26, en sem vænta má að gefist misjafnlega. Einna bestur árangur hefur náðst með norsku rauðgreni, stafa- furu, hvítgreni og mýralerki, tvær síðasttöldu teg- undirnar frá Alaska. Alls hafa 511 þús. plöntur verið gróðursettar í þetta land á árabilinu 1909 -1992. Eftir 1980 má segja, að gróðursetningu erlendra trjátegunda hafí verið hætt í birkiskóginum, en þeim mun meiri áhersla lögð á hirðingu hans. Hæstu tré í Vaglaskógi töldust vera 13 m að hæð árið 1993, og voru þau af tegundunum náttúrlegt birki, rússalerki og alaska- ösp. Gróðrarstöðin tók til starfa 1909 og hefír starfað nær óslitið síðan, af litlum krafti að vísu 1916-1945, en þá tók starfsemin snöggan kipp og síðan hefur stöðin verið ein af fjórum aðalgróðrarstöðvum Skógræktar ríkisins. Afgreiddar eru árlega um 200 þús. skógarplöntur frá henni og um 35 þús. garð- og skjólbeltaplöntur. Nú eru þar hafnar kynbætur og frærækt á lerki eftir nýjustu aðferðum frá Norður- Ameríku. Átta fastir starfsmenn eru í skógræktar- stöðinni á Vöglum, en 11-12 ársverk eru unnin þar, þegar sumarfólk er meðtalið. Starfsemi þessi er því stærsti einstaki vinnuveitandinn í byggðarlaginu, Hálshreppi, og raunar ómetanleg kjölfesta í því að viðhalda búsetu þar, en byggð hefur dregist mjög saman síðustu áratugi. Eins og sagði hér á undan, kom skógarvörður að Vöglum árið 1909. Frá því ári hafa níu menn gegnt starfinu. Lengstan starfsaldur af þeim á Isleifur Sumariiðason, 38 ár frá 1949 til 1987. Ætlun okkar er að kynnast nokkru nánar eftirmanni hans og nú- verandi skógarverði, Sigurði Skúlasyni. Fer hér á eftir frásögn hans af ætt, uppvexti og störfum. r g er fæddur 20. september 1947 á býlinu Snælandi í Kópavogi, einu af þeim nýbýlum, sem reist voru í landi bæjarins fyrr á árum og gáfu götunni Ný- býlavegur nafn. Reyndar stendur sjálft húsið, Snæland, nú við götuna Grenigrund, og við þá götu á ég hús, þó ekki fæðingarstað minn. í Snælandi vom foreldrar mínir, Elísabet Sveinsdóttir og Skúli Ingvarsson, sín fyrstu bú- skaparár til heimilis hjá afa mínum og ömmu, Sveini Olafssyni, bónda að Snælandi, og Guðnýju Pétursdóttur, ljósmóður. Sveinn var fæddur að Sandprýði á Eyrar- bakka, en sem ungbarn var hann sendur til fósturs austur í Geitavík í Borgarfirði eystra, á sama heimili og til sömu fjölskyldu og ól upp Jóhannes S. Kjarval, listmálara. Guðný er fædd að Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaðaþinghá og ólst þar upp og að Geirastöðum í Hróarstungu með foreldrum sínum. Hún lauk ljósmóðurprófi 1923 og árin 1924-1926 stundaði hún hjúkrunarnám á Akureyri. Eftir að ég kom til starfa í Vaglaskógi, finnst mér það ofurlítið skrítin tilviljun, að í þessu hjúkrunarnámi vann hún um tíma í Skógarseli í Vaglaskógi, eins konar útibúi frá berklahælinu í Kristnesi. Föðurforeldrar mínir voru Ingvar Björnsson, trésmiður, Hafnafirði, fæddur að Bollastaðakoti í Hraungerðis- hreppi, Árnessýslu, og Valgerður Brynjólfsdóttir, fædd í Vopnafirði. Sveinn Olafsson og Guðný Pétursdóttir gengu í hjóna- band 1928 og bjuggu í Geitavík til ársins 1943, að þau fluttu að Snælandi. Búskapur þeirra í Snælandi stóð til ársins 1973, en þá var erfðafestuland jarðarinnar tekið undir viðlagasjóðshús vegna Vestmannaeyjagossins. Ein- hvern veginn atvikaðist það svo, að ég varð eftir hjá þeim gömlu hjónunum, þegar foreldrar mínir fluttu í sitt eigið húsnæði. Eg ólst því upp við bústörfin í Snælandi, og skólaganga mín í barna- og unglingaskóla var í Kópa- vogi. Að henni lokinni stundaði ég nám veturna 1962-63 og 1963-64 í 3. og 4. bekk verknáms í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Hann var þá til húsa vestur á Hringbraut, í húsi Jóns Loftssonar, og því var það umtalsvert ferðalag að komast þangað úr austanverðum Kópavogi. Ég þurfti að taka strætisvagn um kl. 7 að morgni til þess að komast á Lækjartorg og ná þar öðrum vagni, sem ók vestur í skólann. Sumarið 1963 hóf ég einmitt störf við skógrækt í Foss- vogi, þar sem Skógræktarfélag Reykjavrkur, Land- græðslusjóður og Skógrækt ríkisins voru með starfsemi. Vann ég þar um sumarið og tók svo aftur til vorið 1964 að lokinni skólagöngu og var óslitið til 1973. Þá breytti ég til, fór að starfa sem lagermaður á bílaverkstæði og var þar í eitt og hálft ár. Að því loknu hvarf ég aftur að fyrri störfum og vann sem verkstjóri hjá Skógrækt ríkis- ins undir stjórn Kristins Skæringssonar, skógarvarðar á 186 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.