Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 33
Engin angist jarðlífsins, hversu mikil sem hún er, jafnast á við þá kvöl, sem andi þjáist af, þegar hann gerir sér fyrst fulla grein fyrir því tjaldi, sem dauðinn dregur á milli hans og heims lifenda. Er það þá furðulegt, þó að andar reyni allar leiðir til þess að hjálpa ástvinum, bæði lifandi og látnum, bæði í heimi anda og á jörðunni, í þeim tilgangi að brjóta niður múra og opna á gátt dyrnar, svo að jarðar- búar og framliðnir geti dvalist saman og talast við um atburði liðins lífs og jarðlífsins? Ef margt virðist þá hversdagslegt, kjánalegt og hlægilegt, jafnvel kyn- legt eða hræðilegt við sum andafyrir- bæri vegna þess að svikulir miðlar, auðtrúa flón og eigingjamar sálir eru í hringnum, er því þá ekki þannig farið um allan sannleika, sem hefir ekki hlotið viðurkenningu en berst fyrir því? Væri þá ekki unnt að fyrirgefa öll slík mistök vegna þeirrar staðreynd- ar, að það eru tilraunir, þó að klaufa- legar virðist, til þess að opna dyrnar og veita birtu að ofan yfir sorgmædd jarðarbörn? Þið getið gagnrýnt ýmsar þessar leiðir, ef þið viljið, en leitið þá betri leiða til hjálpar þeim, sem reyna að klifra upp á við, og reynið ekki að hæða þá né kúga, heldur viðurkennið þá, eins og þeir eru, en í því felst til- raun hins ósýnilega heims, sem lokar ykkur leiðum, eins og tjald, sem að- skilur lifandi elskendur frá dauðum. 11. kafli. Mér var alltaf fylgt til þessara lík- amningafunda af tígulega andanum, sem ég hefi lýst áður, en nú vissi ég nafn hans, sem var Ahrinziman, „leiðtogi Austurlanda.“ Þar sem ég fór að kynnast honum nánar, langar mig til þess að lýsa honum betur fyrir ykkur. Hann var hár vexti og tignarlegur, klæddur hvítum klæðum, brydduð- um gulum litum og girtur gullnum mittislinda. Andlitsfall hans og hörundslitur var einkennandi fyrir austurlanda- búa. Andlitið var frítt og reglubundið eins og af styttu Appollos, þó nokk- uð frábrugðið hinu fullkomnaða gríska. Augun voru stór og dökk, mild og viðkvæm eins og konuaugu. I þeim var falinn eldur og djúp ástríða, og þó að þær kenndir væru duldar og undir algjörri stjórn vilj- ans, streymdi frá þeim ylur, kraftur og háttvísi. Eg þóttist þá ráða, að hann hefði í jarðlífinu þekkt bæði ákafar ástríður og hatur. Nú voru all- ar ástríður hans hreinsaðar af saur jarðarinnar og hann vann eingöngu að því að skapa samúðarbönd milli sín og þeirra, sem voru líkir mér að eðlisfari og enn börðust þrotlaust til þess að sigrast á lágum eðlishvötum sínum. Hann var alskeggjaður, hár hans svart og silkimjúkt. Hárið var langt og ögn liðað og náði niður fyrir axlir. Þó að líkamsvöxtur hans væri hár og sterklegur, hafði hann þó öll ein- kenni hins austurlenska kynstofns, bæði óvenjulega mýkt og þokka, en séreinkenni hvers kynstofns eru svo sterk að þau fylgja andanum. Þó að hundruð ára væru liðin, síð- an Ahrinziman lifði á jörðinni, hafði hann þó enn öll þau séreinkenni, sem aðskilja austur- og vesturlendinga. Andinn var óvenju líkur dauðleg- um manni og þó svo óvenjulegur vegna hinnar miklu birtu, sem geisl- aði frá andliti og líkama hans. Það verður aldrei skýrt eða fellt á bókfell. Aðeins þeir, sem séð hafa anda frá æðri sviðum, geta skynjað þá dásam- legu ljósvakaskynjun og um leið áþreifanleikann. I jarðlífinu var hann djúphygginn nemandi dulrænna fyrirbrigða, og eftir komu hans til andaheims hafði hann þróað þekkingu sína, svo að mér fannst valdi hans engin takmörk sett. Hann var líkt og ég gæddur heitu, ástríðufullu eðli, en honum hafði tekist við margra ára dvöl í anda- heimi að sigrast á öllum ástríðum sínum og bæla þær niður, þar til hann stóð nú á tindi valds og áhrifa, en þaðan sveif hann óaflátanlega niður til þess að hjálpa upp á við mönnum eins og mér, sem vegna samúðar hans og sérstæðs skilnings á veikleika okkar, þáðum hjálp hans. Andavera, sem hefði aldrei fallið í synd í jarðnesku lífi, hefði talað ár- angurslaust við okkur. Mildi hans og hjálpandi samúð var svo rík, að með sterkum viljakrafti, sem hann gat beitt, var okkur ómögulegt að berjast á móti, og ég hefi oft séð ástríðufullar sálir, sem hann vann á meðal, stöðvast í fyrir- ætlunum, sem gátu skaðað þær sjálf- ar eða aðra. Þær urðu venjulega töfrum slegnar og ófærar til athafna, þó að hann snerti þær ekki. Það var eingöngu vegna vilja hans, sem var þeim lang- um máttugari, að þeir lömuðust um tíma. Því næst ræddi hann málin við þá vinalega og opinskátt og sýndi þeim fram á afleiðingar þess, sem þeir höfðu í huga að framkvæma. Að því loknu lyfti hann töfra- hjúpnum af þeim, sem hann hafði hvolft yfir þá, og gaf þeim tækifæri til þess að starfa áfram frjálsir og óháðir, frjálsir til þess að drýgja nýj- ar syndir, sem þeir höfðu áformað, því að nú vissu þeir afleiðingar þeirra. Sjaldan hefi ég séð nokkum, sem eftir svo hátíðlega aðvörun hélt fyrra striki. Eg var alltaf álitinn viljasterkur maður, sem lét ekki undan, en við hlið þessa anda fannst mér ég vera viljalaust barn, og ég hefi oft beygt mig fyrir öflugum vilja hans. Lofið mér að ítreka hér, að sálin er fullkomlega frjáls til athafna í anda- heimi, frjáls sem fuglinn í loftinu til þess að fylgja eigin hvötum og ósk- um, ef hún óskar þess og hafnar boð- inni hjálp. Framhald í nœsta blaði. Heima er bezt 213

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.