Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 32
stigi til annars. En þeir voru því mið- ur alltof margir, sem þörfnuðust allr- ar hjálpar og vonar, sem hægt var að veita þeim til þess að halda uppi þreki þeirra og örva þá í andstreym- inu. Það var einmitt eitt hlutskipti þeirra, sem áttu rrka von, að hjálpa öðrum, sem ekki áttu þrek í jafn rík- um mæli, að veita þeim samúð og ástúð þá, sem streymdi að mér frá ástvinu minni á jörðinni og örvaði mig til átaka í von um gleði og frið að lokum. * * * Nú gafst mér ný uppspretta ham- ingju, en það var, að mér var leyft að dvelja um stund á jörðinni með ást- vinu minni, eða þegar hún gat skynj- að nærveru mína. Eg hafði oft heimsótt hana áður, án þess að hún yrði mín vör. A öllum vegferðum mínum hafði mér ávallt unnist tóm til stuttra, ham- ingjusamra heimsókna til hennar. Nú gat hún, þrátt fyrir að ég væri henni nær og ósýnilegur, samt sagt að ég væri nærstaddur. Hún gat fundið snertingu mína, þegar ég lagði hönd mína á hennar, hún gat sett stól handa mér við hlið sér, svo að við gætum setið nær hvort öðru eins og forðum. Hún var vön að ávarpa mig og heyrði svör mín ógreinilega og gat jafnvel greint líkama minn óljóst. Hve furðulegir, tregablandnir en jafnframt ástúðlegir voru ekki þessir endurfundir á milli anda og lifandi veru. Ég var vanur að heimsækja hana með hjartað fullt af kvölum og sam- viskubiti vegna fortíðar minnar. Tilfinning mín yfir skömm og auð- mýkt vegna fyrra lífemis var að jafn- aði svo sterk, að það virtist óhugs- andi fyrir veru af mínu tagi að lyfta sér til háleitari hugsana, en myndin af ástríku andliti hennar ásamt viss- unni um að hún elskaði mig þrátt fyrir allt, róaði hjarta mitt að jafnaði, gaf mér nýja von og styrk til frekari baráttu. I einveru lífs okkar óx framtíðar- vonin við þessa furðulegu en yndis- legu endurfundi meira en orð fá lýst. Mér var tjáð, að hún hefði þroskað þessa hæfileika og um leið hefði hún lært, hvernig hún gæti notið þeirra dásamlegu hæfileika, sem hún bjó yfir, en höfðu áður verið henni ókunnir. Hún var mjög ánægð, þegar hún skynjaði, hversu vel henni tókst og hvemig tjaldið, sem hafði aðskilið okkur svo lengi, var dregið til hliðar. Samtímis öðluðumst við annað stórt hnoss. Astvina mín hafði komist í samband við miðil, en vegna sér- stæðra hæfileika hans gat andi klæðst fyrri mynd, sem vinir, er hann hafði átt í jarðlífinu, þekktu aftur. Mér var nú unnt að líkamna hönd mína, þá sem ég gat snert hana með. Við þessa framför varð hamingja okkar beggja mikil, en þó var mér enn ókleift að birtast henni allur. Mér var sagt að það gæti ég ekki án þess að hið líkamnaða andlit mitt mundi bera þjáningardrætti sína, en það hefði aðeins hryggt hana. Síðar þeg- ar ég hefði náð æðri þroska, gæti ég birst henni greinilega. Því miður er sá andahópur mjög stór, sem sækir slíka fundi í þeirri von að geta birst og þekkst eða sjá einhvern, sem gleddist yfir vitneskj- unni, að þeir lifðu enn og gætu aftur komið til jarðarinnar. Hve margir voru þeir ekki, sem urðu að hverfa brott leiðir og vonsviknir, þar eð aðsókn anda á fundinum var svo mikil, en aðeins viss kraftur og þeir, sem stóðu næst og voru kærastir lifendum, höfðu yf- irburðina. Andaheimur er fullur af einmana sálum, sem allar þrá að hverfa aftur og sanna, að þær lifi ennþá og hugsi enn til þeirra, sem þær hafa kvatt. Þær fylgjast enn með baráttu manna í lífinu og eru ennþá reiðubúnar og oft til þess færastar að veita hjálp og ráð, færari en þær voru í jarðlífinu, ef þær aðeins væru ekki útilokaðar af sviði holdsins. Ég hefi séð svo ótal marga anda svífa yfir jarðheimi, þó að þeir gætu hafa fyrir löngu komist á æðri svið, en vildu það ekki vegna ástar til ein- hverra, sem enn börðust við freist- ingar og reynslu jarðlífsins og syrgðu ættingja biturlega. Þannig flögruðu þessar verur um í þeirri von, að tækifæri gæfist til þess að sanna ástvinum nærveru sína og ævarandi kærleika. Ef þær hefðu að- eins samband eins og milli vina, sem búa fjarri hver öðrum, væri ekki eins mikið af vonlausri sorg og ég hefi séð. Þó að árin og aðstoð huggandi engla mýki saknaðarsár flestra lif- enda, væri það mjög heillavænlegt báðum aðilum, að þeir gætu fram- vegis sem áður haft samband hvor við annan. Ég þekki móður, en sonur hennar trúði því, að nú væri hún engill á himnum. Mér er kunnugt um, að hún hefir fylgt syni sínum í mörg ár og árangurslaust reynt að komast í sam- band við hann, til þess að vara hann við og leiða frá villu vegar hans. Ég hefi séð annan aðila, sem var elskandi, þegar einhver misskilning- ur hafði aðskilið hann frá hinum og dauðinn að lokum reist óyfirstígan- legan múr. Andinn fylgdist stöðugt með lífi hinnar elskuðu, sem lifði enn, og reyndi með öllu móti að gera henni ljóst hið raunverulega ástand, þ.e. að hjörtu beggja hefðu alltaf ver- ið trygg og sönn hvort öðru, þrátt fyrir að hið gagnstæða virtist hafa náð yfirhöndinni. Ég hefi kynnst öndum í djúpri sorg og angist vegna þess að þeir reyndu árangurslaust að gera vart við sig og gera sig skiljanlega. Ég hefi séð þá varpa sér angistar- fulla fyrir fætur jarðneskra ástvina og reyna að taka í hönd þeirra, klæði eða eitthvað annað. Smám saman urðu þeir að gefast upp, því að eyru hinna lifandi voru heyrnarlaus fyrir andaröddum þeirra. Stundum kom það fyrir, að sorg lifenda og þrá eftir endurfundum var mikil, en þeir höfðu enga hugmynd um, að hinir Iátnu stóðu við hlið þeirra. 212 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.