Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 36
Erlingur Dai/íðsson: Nói bátasmiður Á þessa bók hefur höfundur skráð endurminningar Kristjáns Nóa Kristjánssonar, sem í daglegu tali gekk undir nafninu Nói bátasmiður. Hann fæddist í Innri-Lambadal við Dýrafjörð 30. nóvember árið 1896, en síðari hluta ævinnar hefur hann átt heima á Akureyri og þar hefur hann smíðað bátana sína landskunnu, allt til sumarsins 1977. Nói bátasmiður hefur smíðað fleytur af mörgum stærðum og gerðum, allt frá jullum og skektum, árabátum, trillum og mótorbátum, upp í 140 tonna fiskiskip. Þessir bátar og skip bera höfundi sínum það vitni, að hann hafi verið dverghagur smiður og að honum hafi verið sú gáfa gefin við smíði báta, sem hvorki verðurað fullu kennd né heldur lærð, en listagyðjan ein gefur eftirlætisbörnum sínum í vöggugjöf. Nói bátasmiður var mjög sérstakur persónuleiki sem gaman er að kynnast og hefur Erlingi Davíðssyni tekist einkar vel að skrásetja endurminningar hans og gera þær Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum lesandans. Hér segir Nói bátasmiður frá ýmsum atvikum liðinnar ævi, hefir sérstök orðatiltæki á hraðbergi og kallar ekki allt ömmu sína. Olðfur Jónsson 1 Stripl í Paradís ajintunar- Endurminningar Knstjáns Nóa Kristjanssonar SseöMfyl9ir ^inu ~ ......' ........' - ~ Þrjár hispurstausar oa skemmtiteaar Ótafur Jónsson: Stript i Paradís Það hefur lengi verið á vitorði æði margra að Ólafur Jónsson ættí í fórum sínum handrit af smellnum sögum. Þetta vissu þeir sem heyrt höfðu Ólaf lesa eina og eina þeirra upp á mannamótum; kannski á slægjuhátíð í sveit, kannski á austfirðingamóti í norðlenskum bæ. Og hver sá sem hlustað hafði á þessar sögur sannfærðist um það, að náttúruskoðarinn, tilraunamaðurinn og fræðagrúskarinn, Ólafur Jónsson, átti fleira á sinni könnu e,n Ódáðahraun, belgjurtirog berghlaup. Úr handraða hans komu þær spgur, sem nú hafa verið færðar innan þessara spjalda. í þeim er sagt frá þeirri óræðu mey Stefaníu, koppnum hennar Sæunnar, drykkjarkönnunni sem aldrei var á sínum stað, frá Sigmundi og vinnukonu bankastjórans og mörgu fleiru, að ógleymdu stripli í Paradís. Stíll þessara sagna er sígildur íslenskur frásagnarstíll og sögurnar eru hér birtar eins og þær fyrst voru sagðar, nánast af munni fram og á blöð færðar. Friðrik Hattgrímsson: Marejslungið manntíf SjátfsœOisaga í þessari bók rekur Friðrik Hallgrímsson frá Úlfsstaðakoti í Blönduhlíð í Skagafirði, æviminningar sínar. Hann fæddist í lítilli baðstofukytru að Úlfsstaðakoti þann 14. janúar 1895 og er því kominn á níræðisaldur þegar hann skráir ævisögu sína og hefur eignast 80 afkomendur. Friðrik er stálminnugur, frásögn hans er leikandi létt og hann fer aldrei dult með skoðanir sínar á mönnum og málefnum sinnar samtíðar. Hann er óvenjulega bersögull og hispurslaus, segirfrá hverju atviki eins og það blasir við af eigin sjónarhóli og lætur sér hvergi bregða þótt skoðanir hans kunni á stundum að stangast á við skoðanir annarra. En gegnum frásögnina skín ást bóndans á landinu og gróðurmætti íslenskrar moldar. jSkjaldborg ARMULA 23 SÍMI 588-2400 FAX 588-8994 AFGREIÐSLA A AKUREYRI: FURUVELLIR 13 * SÍMI 462-4024

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.