Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 8
Eftir á minnist ég einkum skemmtilegra stunda úr stússi þessu og fjárragi og kynna af mörgum eftirminnilegum mönnum. Það var með ólíkindum, hvemig dagfarsprúð- ustu menn umhverfðust og urðu sem óðir, þegar þeir komu að þessum verkum. Auk þessara árvissu verka fjármannsins sinnti ég fé- lagsstörfum tengdum búskapnum, var kosinn gjaldkeri í Fjáreigendafélagi Kópavogs og innheimti auk félags- gjaldanna sérstakt framlag til uppgræðslu á afréttinum. Hún hafði þegar tímar liðu fram í för með sér breytingu á hegðun fjárins. Heimaféð leitaði ekki lengur burtu, en fé austan úr Ölfusi og Grafningi gerði sig heimakomið í ný- græðingnum. Enn má nefna að ég var markavörður í Kópavogi, og 1985 eða 1986 skipaði þáverandi landbún- aðarráðherra, Jón Helgason, mig í yfirmarkanefnd. Mér er ekki grunlaust um, að einhverjir ráðuneytismanna hafi síðar brosað út í annað, þegar þeir sáu, að skógarvörður átti sæti í nefndinni. Nú fylgist ég sem áhorfandi, búsettur í einu helsta sauðfjárræktarhéraði landsins, með þeim hremmingum sem ganga yfir búgreinina. Minnkandi kvóti og kjötsala skerðir sífellt tekjur bænda. Til þess að lifa af þurfa þeir að leita eftir viðbótartekjum af öðrum störfum. Það tekst í einhverjum mæli, og m.a. má marka það af því, að ný- lega uppfyllti enginn hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu skilyrði Byggðastofnunar um hlutdeild sauðfjárræktar í heildartekjum fólks, þegar stofnunin ætlaði að úthluta 70 millj. kr. aðstoð til búgreinarinnar. Þessar þrengingar koma einnig fram í breyttu viðhorfi bænda til beitarálags og á þann hátt, að framboð á landi til skógræktar hefur aukist. Ég sé það sem eina leið til að gefa bændum kost á aukn- um tekjum og viðhalda byggð á svæðum, þar sem hefðbundinn búskapur stendur ekki lengur undir framfærslu fólks, ef hægt væri að veita til þeirra auknu fjármagni til skógræktar. Þá mundu koma inn lönd, sem teljast jaðarsvæði varðandi nytjaskógrækt, svo sem Suður-Þingeyjarsýsla og hlutar af Norður-Þingeyjarsýslu, Austur-Húnavatns- sýslu og Skagafirði. Þarna yrði því einkum um að ræða skógrækt til landbóta og upp- græðslu, og fyrst minnst er á uppgræðslu, vil ég lýsa því áliti mínu á þeirri umdeildu plöntu, lúpínunni, að ég veit ekki aðrar jurtir betur fallnar til að vinna gróðrinum ný lönd. Fjölskyldumynd tekin við stúdentspróf Jónu Kristínar 1993. Taliðfrá vinstri: Birgir, Sigurður, Margrét, Jóna Kristín og Trausti. Svo að uppgræðsla megi heppnast, þarf líka að koma til beitarstjórn. Sauðkindinni er það vel kunnugt, að nýgræðingur hvers konar er besta fóðrið og lætur hann ekki Frá fjárbúskapnum. Hjónin marka lamb en dóttirinn horfir á. Myndin er tekin 1982. 188 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.