Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 13
Þess má til gamans geta hér að umræddar verslunarferðir voru hreinar vöruskiptaferðir, bóndi lagði inn afurðir og fékk út vörur. Um peningagreiðslur var ekki að ræða. Ýmsar sögur heyrði maður um samskipti bænda og kaupmanna. Oftar en ekki munu kaupmenn hafa neitað fátækum bændum um eitt og annað, sem beðið var um, vegna slæmrar fjárhagsstöðu þeirra, en aldrei man ég eftir að hafa heyrt þess getið að neitað væri um úttekt á kaffi, kaffibæti, kandís, rjóli (tóbaki) né tári á blessaðan kútinn, en ég var nú líka úr fremur vel stæðri sveit. Hins vegar vildi það henda einn og einn að grípa of fljótt til kútsins og verða fyrir því óhappi að týna öðrum farangri sínum en oftast mun nú allt hafa fundist um síðir. Þegar hellt var upp á könnuna var sjálft kaffið sparað svo sem tök voru á en kaffibætir, sem einnig gekk undir nöfnunum rót eða export, því meira notaður. Frá orðinu rót í þessu tilfelli, er setninging „rótsterkt kaffi“ eflaust komið. Ég tel víst að allir jafnaldrar mínir og reyndar mikið yngra fólk muni eftir litlu kringlóttu svörtu plötunum í þykka hárauða pappírnum, sem geymdar voru í háa, mjóa, kringlótta boxinu með áletruninni „O. Johnson & Kaaber kaffibætir.“ Og vísunni sem allir kunnu í „den tid:“ „Kaffisopinn indæll er, eykur fjör og skapið bætir. Langbest jafnan líkar mér Lúðvíks Davíðs kaffibætir.“ Það má líka segja frá því hér, svona til gamans, að allar gjafvaxta ungmeyjar sóttu mjög í rauða bréfið til litunar á kinnum sínum og vörum. Sá galli fylgdi hér „gjöf Njarðar" að sá sveinninn sem var svo óforsjáll að kyssa hinar rauðu lostafullu varir, varð auðvitað alrauður upp um allt andlit sitt og auðvitað vildi drifhvítt hálslín þessara herramanna verða all göngu var til þeirra nota. Hann var síðan settur á hlóðir eða á eldavél sem hæfilega margir hringir höfðu verið teknir af, svo að botn pottsins næði vel niður í eldholið. Eldiviður til kaffibrennslu var í upphafi mó- eða taðflögur, hrís og auðvitað surtarbrandur, þar sem slíkt var til staðar. Síðar komu kol, koks, olía og að lokum lafmagnið. Með tilkomu eldavéla, sem höfðu bökunarofn, var svo farið að brenna baunirnar í bökunarskúffum. En hvaða aðferð sem notuð var við hitun baunanna, þurfti alltaf að hræra í þeim og fylgjast vel með brennslunni, svo að hún yrði sem jöfnust. Hversu mikið baunir voru brenndar fór auðvitað alfarið eftir þeirri bústýru, sem stjórnaði brennslunni hverju sinni. Sumar vildu mikið, aðrar lítið brennt. Að hræra í kaffibaununum var eins og annað, gert á ýmsa vegu. Sjálfur man ég helst eftir því að hrært væri með sleif. Sums staðar var sérstakur búnaður í pottinum sem notaður var til þessara verka, oft býsna flókinn og vandaður og því um leið léttari í meðförum. Þversnið af kaffibrennslupotti fyrr á tíð. Heima er bezt 193

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.