Alþýðublaðið - 31.03.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.03.1923, Blaðsíða 1
GefiO Ht wti .Al^ýöttfloUtexuiiii 1923 Laugardagino 31. marz. 72. tölublar1. Gyðiupniii í Hafnarfii ði. Steinn Emilsson, sá, er getið var uni hér í biaðinu um d^g- inn, hélt fyrirlesturinn um Gyð- iuga í Hafnnrfirði á mánu'dags- kvöldið. Hifði fyrst verið aug- lýst að frjálsar umræður yrðu á eftir, en síðar að eins að fyrir- spurnir yrðu leyfðar, og var á því auðséð að Björn gamli treysti því ekki að þessi Steinn hans yrði ekki molaðúr, ef jaínaðar- menn fengju tækitæri til þess að hamra á hann. Var von að Bjöm gamli hé'di þetta, því hann hafði oiðið herfiiega undir sjálf- ur í umræðum þeim, sem áttu sér sttð um daginn á eftir svo kölluðum fyrirlestri hans um jafn- áðarstefnuna. Flýði Björn loks af þeim fundi áður en umræðum var lokið, en gat „þó ekki borið við að sér lægi á að komast af stað, því ekki fór hann úr Hafn- arfirði fyrr en næsta dag. Aður en Steinn byrjaði fyrir- festur sinn, gerði einn Hafnfirð- firðingur (Agúst Jóh.) fyrirspurn um það hvort umræður væru leyfðar eða ekki ieyfðar, og yar endirinn eftir nokkurt þras, að Steinn sagði að umræður'yrðu leyfðar. Hélt Steinn þá fyrirlesturinn, það er að segja las hann upp úr stílabók, og tók það liðugan klukkutíma. Stóð þá upp Ólafur Fxiðriks- son og spurði hvort ekki ætti að kjósa tundarstjóra. Anzaði þá Steinn og bað fyr- irgefningar á því að hann hefði gleymt að tilnefna fundarstjóra,* sagði hann að það væri gott þegíir sér eldri og reyndari menn gætu bent á það sem á- bótavant væri. Tilnefndi hann sem fundarstjóra Magnús Jdhann- esson (Hafnfirðing) og tók hann við fundarstjórn. ADúðai*þakk!r fyrír .auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfail og jarðarför Aðalheiðar Rdgnu Karlsdóttur. Aðstandendur. Hér með tilkynnist ættingjum og vinum að sonur okkar Jónas andaðist á Landakotsspítala 30. marz- þorbjörg Þorbjarnardóttíri Steinn Jónsson. Þrátt fyrir það, þó klukkan væri að eins liðlega níu og enginn hetði beðið um orðið nema Ólafur Friðriksson, þá setti fuudarstjóri þær reglur að eigi mætti tala nema í xo mín- útur í senn, og voru það vitan- lega ráð Björns gamla, og varð þetta til þess að þeir' sem á fundinum töluðu móti Steini, þeir Ólafur Friðriksson og Hendrik Ottósson, þurftu að taka fjórum sinnum til máls hvor, og munu þeir hafa komið áð ö!lu sem þeir vildu segja, en leikurinn vár vitanlega til þess gerður, að setjá tíu mínútna tímano, að reyna að hindra það að mótmæli ættu að geta notið sín. ' Stein tók nokkrum siunum til máls aftur ettir >tyrirlesturinn< og munu þeii áhangendur aúð- valdsins, sem þarna voru við- staddir, fljótt hafa fundið að Steinn átti í vök að verjast. Hér verður ekki sagt frá hyerri einstakri 1 æðu, heldur gefið 'dálítið yfirlit yfir helzju vitleys- ur Steius, þær sem hraktar voru á íundinum, en hVergi nærri allar, því til þess er Alþýðu- blaðið langt um of lítið. Aðaiinnihaldið í fyrirlestrinum var þetta: Það eru Gyðingar sem hafa komið af stað bolsi- víkastefnunni og stjórna henni, og stefna íslenzkra jafnaðarmanna er hrein bolsivikastefna. Ekki fengust neinar skýiingar á því hvers vegna bolsivikaátefn- an væri ómöguleg fyrir það, áð það stæðu Gyðingar fyrir henhi, og sannanirnar fyrir því að Gyð- ingar stæðu fyrir bólíivíkastefn- unni voru nú æði-hjákátlegar. Vitnaði Steinn í blöð sem Gyð- ingar gæfu át á hebresku, en vitanlega kann Steinn ekkert í því máli. Enn fremur vitnaði hann í blað sem héti Hebreinn og kæmi út í Ameiíku, og ann- a'ð blað sem héti Kommúnistinn, sem kæmi út Kharkov (á Rúss- landi). Las hann klausur upp úr báðum þessum blöðum, en ját- sði að hann heíði hvorugt blaðið séð. Sagði hann að það hvíldi vsá skylda á andmælendum sín- um að þeir skrifuðu eftir þessum blöðum og sönnuðu að hann færi ekki raeð rétt mál. Er það nýtt í röksemdafærslu, að menn eiyi ekki að sanna mál sitt, heldur eigi aðrir að afsanna það! (Frh.) .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.