Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1932, Blaðsíða 1

Æskan - 01.05.1932, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Reykjavík, maí 1932 6. bla𠩦v^f l3 i-»-MS Mynd þessi er af börnum á Eskiíirði. Þau léku í vetur opinberlega leikritið »Ása«, er »Æskan« flutti lesendum sínum um jólin. Myndin er tekin af börnunum í leikbúningunum, og eru þeir fallegir og börnin efnileg, eins og myndin ber með sér. í sambandi við leiksýningu þessa var »Æskunni« skrifað frá Eskifirði það, sem hér fer á eftir: »Barnaskólinn efndi til skemmtunar í vetur, í því skyni að koma á fót bókasafni í skólanum, til afnota fyrir börnin, og er til þess ætlast, að börnin afli safninu tekna, á þann hátt að halda opinbera skemmtun á hverjum vetri, sem þau annast sjálf. — Þessi fyrsta skemmtun tókst vel. Það var sungið og dansaðir vikivakar, en leikurinn var þó bezta »númerið« á skemmtiskránni. Álfarnir voru prýðilega btinir, og var þó ekki miklu til kostað. Leikendur eru einum færri en leikurinn segir til, vegna þess, að stúlkan, sem lék húsfreyju, lék einnig eina álfameyna. — Við þyrftum að eiga fleiri slíka leiki, til þess að sýna við svipuð tækifæri. — »Æskan« vill bæta því við, að hún hefir fengið fregnir af þvi, að leikur þessi hefir víðar verið leikinn af börnum opinberlega, við góðan orðstir, t. d. i Hafnarfirði, og er gott til þess að vita. »Æskan« vildi geta flutt sem mest af lesefni, sem getur verið börnunum bæði til gagns og gleði.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.