Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1932, Blaðsíða 5

Æskan - 01.06.1932, Blaðsíða 5
Æ S KA N 53 var rekstrinum stefnt. Innan skamms var fjárhóp- urinn kominn til okkar, og samstundis var hann rekinn í réttina. Við horfðum nú á kindurnar með mestu ánægju, einkum skoðuðum við litlu lömbin með mikilli atbygli, því að þau komu nú í réttina í fyrsta sinn. Mörg þeirra voru hvít, en þó nokk- ur svört, mórauð, grá og flekkótt. Þvi næst voru ærnar rúnar og lömbin mörkuð, eins og venja er, og gekk það mjög vel. — En göngumennirnir höfða líka ýmsar fréttir að segja af ferð sinni um fjöllin. Meðal annars sögðu þeir frá þvi, að í gili nokkru ofarlega í fjallinu væri ær, sem komin væri í þær ógöngur, að hún kæmist ekki úr þeim aftur. Öllum var það Ijóst, að vesalings skepnan hlaut bráðlega að deyja þarna úr hungri, ef ekki yrði að gert. Því var ákveðið, að nokkrir menn færu þangað næsta dag og reyndu að ná henni úr gilinu, þó að það væri enginn hægðarleikur, því að kunnugir menn gerðu ráð fyrir, að í skúta þann, sem ærin var i, kæmist eng- inn maður, nema með því að síga í kaðli niður bergið. Mennirnir fóru nú að búa sig undir ferðina upp á fjallið næsta dag, því að nauðsynlegt var að vera vel útbúinn með nesti og nýja skó, og kaðal. Þegar eg vissi, hvert ferðinni var heitið, og hvað gera átti uppi á fjallinu, vaknaði hjá mér löngun til að fara líka. Nærri því ósjálfrátt fylltist eg sterkri æfintýraþrá. Eg hafði aldrei komið svona hátt upp á fjallið, og gerði mér miklar vonir um, að það yrði skemmtileg ferð. Það var eins og fullorðna fólkið hefði séð, hvað eg hugsaði. Um kvöldið var mér sagt, að eg mætti fara með upp í fjallið, ef eg treysti mér til að ganga þangað. Gleði minni við að heyra þetta þarf ekki að lýsa. Eg hljóp og hopp- aði af fjöri, og ýmsar hugsanir kviknuðu hjá mér. ó, hvað það var ánægjulegi að fá ósk sína upp- fyllta, fá nú í fyrsta sinn að koma svona hátt upp á fjallið, geta séð kindina, þar sem hún var, sjá manninn, sem hlaut að verða að fara þangað í bandi. Og svo mundi sjást svo afarvíða, þegar kom- ið væri hátt upp á fjallið, miklu víðar en hægt var að sjá frá bænum. Um þrótl minn til að ganga þangað upp, efaðist eg alls ekki. En svo datt mér allt í einu í hug, að eg yrði að fara að búa mig til ferðarinnar, eg þyrfti þó líklega að vera eins útbúinn, að öllu leyti, og hinir ferðamennirnir. Eg hljóp nú sem fætur toguðu inn í bæ, en komst þá að raun um, að fullorðna fólkið hafði séð fyrir því, er ég þurfti að hafa til ferðarinnar, svo að það var allt tilbúið. En nú var farið að liða á kvöldið, þó að birtan væri nóg, og var mér því sagt, að fara að hátta. — Snemma næsta morgun var eg vakinn. Eg klæddi mig í snatri og varð innan skamms ítalskur pjóðdans. • O •aoooðððúédöS666e066ðí6t)6óó6ióóóóáútttééé6ðóOMOo O • ferðbúinn. Litlu seinna lögðum við af stað, fimm saman. Neðan við fjallið rennur dálítil á, sem við þurftum að fara yfir. Á einum stað i ánni voru klettar tveir, nærri því samfastir. Þar voru gangnamenn vanir að fara yfir ána, og ætluðum við einnig að fylgja þeirri venju. En þegar þangað kom, vildu samferðamennirnir ekki láta mig ganga einan þar yfir, enda þótt eg hræddist það ekkert, leiddu þeir mig á milli sín, og gekk það ágætlega. Er við komum yfir ána, námum við staðar um stund og horfðum upp til fjallsins, sem við áttum eftir að ganga. Mér sýnd- ist það nú, þegar eg var kominn svona nærri, hærra og brattara en nokkru sinni fyrr. Eftir litla stund lögðum við af stað upp fjallið. Ferðin gekk frem- ur seint, en þó vel. Leið okkar lá ýmist upp bratt- ar grasbrekkur eða skriðudrög. Sæmilega greiðfær- ir grasvegir og grýtt klungur skiptust á. Veðrið var mjög hlýlt og gott, svo hitinn og þreytan lögðust bæði á okkur i senn, og gerðu okkur gönguna erf- iðari, eftir því sem lengra leið. Mestar voru þó tálmanirnar á leiðinni, þegar göngunni var nærri lokið, svo að nærri lá, að eg yrði að hætta ferð- inni. En »hugurinn bar mig hálfa leið«. Eg hugs- aði um það eitt, að hopa ekki, þegar á hólminn var komið, heldur leggja fram alla mína orku, unz göngunni upp fjallið væri lokið, takmarkinu væri

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.