Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1932, Blaðsíða 6

Æskan - 01.06.1932, Blaðsíða 6
54 ÆSKAN náð. Og það tókst. Von bráðar vorum við komrn'r þangað, sem ferðinni var heitið. Þá settumst við niður, þurkuðum af okkur svit- ann, blésum mæðinni og hvíldum okkur. Brosandi litum við hver á annan og horfðum síðan niður fjallið, yfir veginn, sem við höfðum farið, og okk- ur sýndist nú miklu styttri en hann hafði reynzl. Sumarblærinn hreinn og þýður lék um vanga okk- ar, og sólin stráði geislum sínum yfir allt dautt og lifandi, lífgaði það og hressti, og gaf umhverfinu svip og fegurð. En ekki mátti sitja þarna lengi, því að verkinu var enn ólokið. Við stóðum því upp og svipuðumst um, hvort ekki væri hægt að ganga þangað, sem kindin var, en það reyndist ófært. Eina leiðin var því að síga niður bjargið. Því næst var öðrum endanum á kaðli þeim, er við höfðum með okkur, bundið um einn félagann. Gekk hann fram á brúnina, þar uppi yfir, sem kindin var, með djörf- um hug, einbeittum vilja og óbilandi trausti á afl sitt og öryggi til framkvæmda. En við hinir sett- umst á gilbarminn og héldum í kaðalinn. Sigmaðurinn seig nú hægt og hægt niður með bjarginu og var eftir lítinn tíma kominn niður í skúta þann, er kindin hafðist við í, og hann náði henni þar. Maðurinn batt síðan kaðli yfir kindina, og þannig drógum við hana upp á gilbarminn og svo hann sjálfan á eftir. Þetta var ung ær, svart- bíldótt, og bar hún þess vott, að hún hafði þegar verið þarna nokkuð lengi, alveg skort frjálsræði og ekki haft nóg sér til næringar. Hún var bæði svöng og fremur mögur. Við fundum það nú glöggt, hvað mikil þörf hafði verið að losa vesalings Bíldu við það ófrelsi og þau hörðu kjör, sem hún hafði átt við að búa. Okkur gekk það mjög vel, og urðum þvi ekki fyrir neinum vonbrigðum, en vorum miklu fremur stoltir og glaðir yfir staðinni raun. Við höfð- um nú lokið því verki, er við ætluðum að vinna í þetta sinn, og fórum því að hugsa til heimferðar. Leið okkar lá niður í sama stað og við höfð- um gengið upp áður. En munurinn var sá, að nú gengum við niður fjallshlíðina, í stað þess að þurfa áður að sækja móti brekkunni, og reynd- ist okkur því ferðin auðveldari, gangan léttari en áður. Við höfðum Bíldu með okkur dálítið niður í fjallið, en slepptum henni þar, svo að nú gat hún óhindrað notið frjálsræðisins og nærst hinum ilm- andi jurtum jarðarinnar. Er við komum nokkuð niður í fjallið, námum við enn staðar um stund og horfðum »yfir landið fríða«. Það var bjart yfir þeirri stundu í minum augum. Aldrei fyrr hafði mér orðið auðið að sjá eins viða um landið eða langt út á hafið og þá. Himininn var heiður og } VORIÐ ER KOMIÐ $ Nú vorið er komið, og vorgyðjan blíð allt vefur í fegursta skrúða, og landið mitt fagra, um ljúfustu tíð, nú ljórnar í bládaggai’ úða. Og nú vaxa blómin í brekkunum frið, og berglindin hjalar við steina, en heiðlóan syngur í sólgylltri hlíð, og svanur á vatninu hreina. Við bæinn minn heyri eg sólskrikjusöng, hjá sóley og fjólunni bláu, hún syngur um vermandi vordægur löng hjá vinunum, ungunum smáu. Nú unir sér hjörðin í algrænum dal, og unglömbin hoppa um geira. Hve indælt að dvelja i sólhlýjum sal og söngfuglaljóðin að heyra. I hlíðinni grænu við eyglóar yl og ilmandi háfjalla rósir er sælast, þvi árstími enginn er til eins indæll og vordagar ljósir. Eg elska þig, vorið mitt, blómin þín blá, og brekkurnar grænar og fríðar, og lindir og fossa og logntæra á, og ljómandi grundir og hlíðar. Er náttúran hljómar af unaði æ og ylríku geislarnir skína, þá syng eg með fuglunum sólskins í blæ um sælu og dýrðina þína. m. II. o«*oo**oo**oo*«oo**oo**oo**oo**oo**oo*»o blikandi sólskin yfir grundir, engi og ár. Um jörð- ina breiddi sig grænt grasið og gullvoð blómanna, sem tók litbrigðum við minnsta andblæ. Eftir að við höfðum staðið þarna lítinn tíma og virt fyrir okkur umhverfið, héldum við ferðinni áfram, og gekk það mjög vel. Þegar við komum heim, var liðið mjög á daginn, og er eg hafði sagt ferðasöguna og fengið mér nær- ingu, fór eg strax að hátta. Eg lagðist fyrir þreytt- ur, en mjög glaður, eftir mína fyrstu fjallgöngu og sofnaði værum blundi. Mitt fyrsta verk næstu daga á eftir var að segja kunningjum mínum ferðasöguna — En af Bíldu er það að segja, að hún lifði lengi eftir þetta, varð mjög arðsöm og komst aldrei aftur í slíkar ógöng- ur sem þær, er áður greinir. Sveiiapillur.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.