Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1932, Blaðsíða 5

Æskan - 01.09.1932, Blaðsíða 5
ÆSKAN 77 STYRKTARMENN „ÆSKUNNAR“ Kristján Porláksson. Jóhannes Óli. Garðar Víborg. Porlákur Jónsson. Óðinn Geirdal. Guðfinna Björnsdóttir. Stefán G. Sigurðsson. Ólöf Jónsdóttir. JEXristj&n I*orlólísisoii, vitavörður á Skoruvík á Langanesi. Hann er fæddur 12. nóvember 1872 í Lækjardal i Axarfirði. Vitavörður við Langanesvita hefir hann verið siðan vitinn var byggður. Útsölumaður »Æskunnar« hefir hann verið i fjölda mörg ár og reynzt henni hinn hollasti vinur í hvívetna. t*orlííUnr Jónsson, útsölumaður »Æskunnar« í Súgandafirði. Hann er fæddur að Suðureyri 23. desember 1907. Hann tók við útsölu blaðsins 1924 og hefir rækt það starf með mestu prýði. Nú er hann við rafurmagsnám í Reykjavík, og mun vera í þann veginn að skila af sér útsölu blaðsins í hendur Kristjönu systur sinnar, enda mun hún hafa annazt blaðið að mestu nú upp á síðkastið. »Æskan« sendir Poriáki þakkir sinarog óskar honum gæfu og gengis á námsbrautinni. Um leið býður hún nýja útsölumanninn í Súgandafirði velkominn í hópinn, og væntir hins bezta af starfi hans. Guðíinna Björnisdóttir, Ijósmóðir á Strönd í Mýrdal, er fædd 24. nóvember 1879 að Grímsstöðum í Meðal- landi. Guðfinna selur rúm 20 eint. af »Æskunni«, og er það mikið i ekki fjölmennara byggðarlagi en Leiðvallahreppur er. Henni er annt um blaðið og hefir reynzt því dyggur förunautur í fjölda mörg ár. Olöf Jónwdóttir á Stokkseyri er ein af elztu útsölukonum »Æskunnar«, því að hún mun hafa byrjað að selja blaðið 1903. Selur hún um 30 eint. og eru þó 3 aðrir útsölumenn á Stokkseyri. Ólöf er fædd í Suður-Nýjabæ í Rangárvallasýslu hinn 14. október 1862, og þó aldur hennar sé orðinn þetta hár, þá horfir hún enn þá fram til starfa, þvi að siðast í fyrra fjölgaði kaupendum hennar allmikið, og verulega ánægð er hún ekki, nema hún geti sent gjaldið fyrir blaðið í maí. JólianneH Óli keunari og útsölum. »Æskunnar« á Árskógarströnd. Hann lætur sér mjög annt um blaðið og hefir unnið mikið fyrir það í byggðarlagi sinu. Fyrir nokkru síðan stofnaði hann félag meðal hinna ungu nemenaa sinna. Félagið hefir hann skírt i höfuðið á »Æskunni« og nefnir »Barnafélagið Æskan«. Félag þetta annast útsölu á 40 eint, af blaðinu. Ennfremur er það að koma upp bókasafni fyrir barnaskólann, þá hefir félag þetta beitt sér fyrir skemmti- ferðalögum á sumrin, og var frásögn af einu slíku ferðalagi í síðasta júlíblaði »Æskunnar«. Jóhannes Óli er fæddur 10. júlí 1906 að Stærri-Árskógi á Árskógarströnd. Óðlnn Greirdal, útsölum. »Æskunnar« i Grímsey, er fæddur á Húsavík 24. april 1907. Byrjaði á útsölu blað- sins 10 ára gamall og hefir starfaö trúlega fyrir það i sam- fleytt 15 ár. Vinsældir »Æskunnar« í Grímsey má marka á því, að á sumum býlunum þar, eru keypt 2 og 3 eint. af blaðinu. 8teíán G. Bigurðisson, Höfn Hornafirði, er einn af eldri vinum »Æskunnar«, og þótt hann sér fyrir löngu siðan búinn að slíta barnsskónum, þá er viljinn og áhuginn óbilandi að vinna blaðinu allt það gagn, er hann má, sem marka má af þvi, að enn er Stefán að fjölga kaupendum sínum í Hornafirðinum, þrátt fyrir hina erfiðu tima. Garðar H. Víborgr, útsölumaður »Æskunnar« á Flateyri. Hann er áhugasamur um útbreiðslu blaðsins og skyldurækinn i viðskiptum sinum við það. Kaupendum hans fer árlega fjölgandi. Á Flateyri starfar barnastúkan »Harpa«, og er Garðar einn af starfsmönnum hennar. Vel er það farið, þegar ungir drengir finna hvöt hjá sér til að starfa fyrir bindindismálið og gefa öðrum ungum leik-og félagsbræðrum sinum hið góða fordæmi, að forðast nautn áfengra drykkja. Garðar Viborg er fæddur á Flateyri 29. janúar 1917.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.