Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1932, Blaðsíða 6

Æskan - 01.09.1932, Blaðsíða 6
78 ÆSKAN »Æskan« hefir oft látið það áðar uppi, hversu mikils virði hún teldi pað fyrir sig, að eiga hina mörgu, ötulu og tryggu útsölumenn út um byggðir landsins, en sjaldan hefir hún þó fundið þetta jafn vel og einmitt nú í sumar, þar sem margir kvarta undan, og það sjálfsagt ekki að ástæðu- lausu, að peningar séu ekki til nema fyrir brýnustu nauð- synjum, þess vegna segjum vér við ykkur öll, kæru styrktarmenn, bæði hér talda og ótalda. Hafið hjartans þakkir fyrir allt ykkar starf i þágu blaösins, þvi að undir dugnaði ykkar og skilvísi kaupendanna yfirleitt, er framtíð þess komin. J. O. O. oooooooooooœooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo SMALADRENGURINN | i. Sólin var að koma upp. Allir fögnuðu komu hennar, nema Halli i Dal. Hann vaknaði og geispaði ólundarlega um leið og hann fór fram úr rúminu og horfði út um gluggann. »Nú, nú«, tautaði hann. »Hún er þá komin upp. »Ekki hefir hún sofið yfir sig, fremur en vant er«. Með þessum orðum þreif hann fötin sín og fór að klæða sig. Pegar því var lokið, kallaði hann á Fálka, fjárhundinn sinn, og þrammaði af stað, inn túnið og að réttinni. Hann tók með hægð úr dyrunum og gekk inn í réttina. Ærnar flýttu sér út, hver sem betur gat. Halli rak þær upp i Hóla. Par breiddu þær úr sér og fóru í ákafa að bíta. Halli settist á stein og raulaði lag fyrir munni sér. Loks var kominn mjaltatimi. Halli hóaði saman ánum ogtaidiþær. Svo rak hann þær heim á kvíabói i hægðum sinum og hjálpaði mjalta- konunni til þess að kvía. Pví næst labbaði hann heim, til þess að fá sér eitthvaö i svanginn. »Gættu þess nú, góði minn, að týna engu af ánum, svo að eg þurfi ekki að taka menn frá orfunum. Á morgun er sunnudagur, og þá verða ærnar hafðar í »Skollagröf«. Pá þarft þú ekki að sitja yfir þeim«, kallaði pabbi hans til hans. Hann stóð á nærskyrtunni og var að brýna Ijáinn sinn. »Eg skal gefa þér skauta, ef þú tapar engu af ánum i sumar«, kallaöi Guð- mundur kaupamaður. »Og eg skal gefa þér lamb í haust, ef til vill hana Svart- buxu litlu, sem þú varst að dást að um daginn«, sagði Einar vinnumaður um leið og hann reiddi ljáinn og skáraði. »Eg skal gefa þér folald, undan henni Stjörnu minni, ef þú stendur vel i stöðu þinni. Pað verður eflaust bezti hestur, þegar það stækkar, og pabbi fóðrar það«, sagði Ragnar, bróðir hans. »Petta er nú ekkert smáræði« sagði pabbi hans. »Pú verður nú að reyna að vinna til þess. Eg skal fóðra lambið og folaídið fyrir þig, en skautarnir þurfa nú varla fóður«. Halli labbaði þegjandi fram lijá þeim með matpokann sinn á bakinu. Hann langaði ósköp til þess að eignast fol- aldið, lambið og skautana, en hann efaðist um að sér tækist það. Pegar hann kom á kvíarnar, var búið að mjólka ærnar. Hann hleypti ánum út og lét þær renna á undan sér inn í dalinn. Hann hugsaöi um verðlaunin, sem honum voru lieitin. Pegar inn í dalinn kom, settist hann niður. Daginn áður hafði hann misst 10 ær. Ragnar hafði verið að leita þeirra um nóttina, og hann langaði víst ekki í slíka ferð, aftur. — »En eg sofnaði nú í gær«, hugsaði Halli »og það getur svo sem komið fyrir aftur, en það má ekki verða«, sagði hann og lagði þó augun aftur um leið. Hann hefir ef til vill ætlað að skoða í huga sér gripi þá, sem hans biðu að launum, ef hann stæði vel í stöðu sinni. En það sem hlauzt af því, var það, að hann steinsofnaöi og fór að hrjóta. Pá dreymdi hann, að til hans kom kona og ljómaði af henni. »Pú sefur hér, en hétzt þó að vaka, svo að þú gætir fengiö gripi þá, sem þér var lofað. En það er hætt við, að þú fáir ekki gripina með þessu hátta- lagi. Taktu þig nú á og gættu vel ánna. Vertu vongóður, þvi að þér mun takast það. Hafðu það hugfast, og einnig, að það er skömm fyrir þig að gæta ekki þess, sem þér er trúað til. Pú verður aldrei mikill maður með því móti. — Og ekki skaltu lasta mig, eins og þú gerðir í morgun, þó að eg sé stundvís. Pað mega allir fagna mér, því að án mín mundi ekkert lif vera á jörðunni«. Nú hvarf konan og hann vaknaði. Hann mundi glöggt allt, sem hún hafði sagt við hann. »Eg skal ætíð hafa orð hennar i huga«, hugsaöi hann með sér, stóð upp og fór að lita eftir ánum. Hann kastaði á þær tölu, átta- tíu og fimm — þær áttu þó að vera hundrað. Nú var hann búinn að tapa 15 ám. Hann taldi tvisvar aftur. Pað var dálagiegt. Hann var liklega búinn að missa gripina undir eins. Hann hljóp upp á Dvergahól og litaðist um. Parna voru þær, til allrar hamingju niðri hjá Höfðalæk. Hann hljóp eftir þeim og rak þær til hinna ánna. Nú voru þær áreiðanlega allar. Dagur leið að kvöldi, og tími kom til að halda heim. Halli hóaði ánum saman. »Fálki, Fálki! Sæktu þær.« Og grái rakkinn hans hljóp upp í hlíðarnar og smalaði þeim saman. Pær voru allar, þegar Halli taldi þær. »Jæja, eg kem þá með þær allar heim i kvöld,« sagði Halli við sjálfan sig »og á morgun verða þær hafðar í Skollagröf, þá sleppa þær ekki«. Pað er frá Skollagröf að segja, að það er nokkuð stórt svæði umgirt hömrum á alla vegu, svo að ekki er hægt að komast þangað, nema á einum stað um dálitla gjótu, eða einskonar hlið. Parna voru ærnar alltaf hafðar á sunnudögum og vel búið um hliðið, svo að þær komust alls ekki burt. En beit var ekki nóg þarna, til þess að hafa þær þar alla daga. »Inn milli fjallann hér á eg heima, hér liggja smaladrengsins léttu spor«, o. s. frv. bergmálaði í hömrunum fyrir sunnan bæinn i Dal. »Nú er Halli litli í ágætu skapi. Hann vantar nú enga á«, sagði pabbi hans, þar sem hann stóð á túninu við sláttinn, ásamt mönnum sínum. Peir litu inn i hliðina, þar kom Halli með rolluhópinn sinn. »Pað verðurvarla lengi, að það geng- ur svo«, svöruðu hinir. (Niðuri.). Alfreð G. Stefánsson, (13 ára). Þa8, sem helzt þurfti að útrýma. Kennslukona ein við sunnudaga- skóla á Englandi lagði eitt sinn eftir- farandi verkefni fyrir nemendur sína: »Hvað hefi eg ástæðu til að vera þakklát(ur) fyrir?« Næsta sunnudag áttu börnin að svara spurningunni. Svörin voru mörg mjög einkennileg og barnaleg, sem eölilegt var. Meðal annars las kennslu- konan orð þau, er liér fara á eftir, og liafði litil fölleit telpa skrifað þau með stóru barnalegu letri: »Eg er þakklát fyrir það, að engir vinsölustaðir eru til í hirnnaríki«. ......... o o o o

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.