Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1932, Side 5

Æskan - 01.11.1932, Side 5
ÆSKAN 93 Þá var það, að hann fann upp á því, að koma á sérstökum »móðurdegi«. Dagur móðurinnar átti að verða minnisstæður og í heiðri hafður um allan heim. Þann dag áttu allir að minnast móður sinnar og þess, er þeir áttu henni að þakka. Nú er þessi félagsskapur kunnur um mestan hluta heimsins. Meðlimum fjölgar dag frá degi. Það er heldur engum erfiðleikum bundið, að ganga i þetta félag. Það er hvorki inngangseyrir né árs- tillag, og í því eru allir meðlimir jafnir. Eina skil- yrðið, sem félagsskapurinn setur, er, að maður sendi móður sinni blómvönd eða kveðju einn sunnudag á ári. Sunnudaginn fyrstan í maí. Ein- kunnarorð félagsins eru þessi: »Gleymdu ekki móður þinni«. Fyrsta sunnudag í mai, skaltu senda móður þinni kveðju, blóm, bréfspjald, eða eitthvað annað, hvort sem þú ert staddur heima hjá henni, eða í fjarlægð. Eg hefi ekki orðið þess vör, að sá siður hafi verið tekinn upp hér á landi, að halda sérstakan móðurdag. En mér finnst hann mjög fallegur. Kæru börn! Þið getið komið þessum sið á, þegar á næsta ári. Þið hafið langan tima til umhugsunar og undirbúnings, meira en heilt misseri. 1 nágranna- löndunum veit eg til þess, að börnin, t. d. skólabörn, keppast við að búa sjálf til einhvern smá- hlut fyrir móð- urdaginn — og senda hann svo mömmu sinni. Þau teikna eða k 1 i p p a ú t myndir, sauma eitthvað eða smiða, yrkja vísur, skrifa bréf o. s. frv. Það er eins og þið vitið svo ótal margt, sem þau geta gert. það væri hægt að segja ykkur margar Kona frá Marokko með barn silt. sögur og láta ykkur heyra ótal mörg kvæði, sem sýna, hve móður ykkar þykir vænt um ykkur. En svo er eftir að vita, hve mikið þið viljið gera til þess að gleðja hana. Þið gleðjið hana mest með því að vera dugleg og siðprúð, iðin og hjartagóð, og svo gætuð þið reynt að sýna lit á að gleðja hana með því, að senda henni eitthvað á móðurdaginn og halda þeim sið meðan hún er á lífi, þó að þið stækkið og farið að heiman. Eg mun nú, ef eg lifi, minna ykkur aftur á móðurdaginn, þegar hann nálgast. Og ef þið eruð mér sammála, þá verður þessi fallegi siður tekinn upp hér á landi, þegar á næsta ári. M. J. MOMMUVÍSA Elskulega mamma min, mjúk er alltaf höndin þín, tárin þorna sérhvert sinn, sem þú strýkur vanga minn; þegar stór ég orðinn er, allt það launa skal eg þér. Sig. Júl. Jóhannesson (Sólskin).

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.