Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1933, Blaðsíða 7

Æskan - 01.01.1933, Blaðsíða 7
Æ S'K A N 5 Hann varð nú stúdent, og var það meira en vinir hans og jafnvel hann sjálfur höfðu búizt við. Prófi í stærðfræði lauk hann þó ekki fyrr en seinna. Nú ætlaði hann að fara að stunda nám við háskólann. En tíminn fór mest til annars. Hann ritaði í blöðin, deildi við félaga sína, og sást sjaldan í háskólanum. Árið 1856 tók hann þátt í stúdentamóti i Upp- sölum í Sviþjóð. Þar kom fyrir hann lílið atvik, sem honum fannst sjálfum svo mikið til um. Lítil telpa kom til hans og rétti honum lárviðar- sveig. Vafalaust hafði hún verið beðin um að gefa sveiginn einhverjum, hinna norsku stúdenta. En Björnstjerne Björnson varð fyrir valinu. Hann var mikill vexti, friður og glæsimannlegur og hefir sjálfsagt borið af öðrum. En Björnson tók þetta sem merki þess að heil þjóð hefði krýnt hann — nú hlyti hann að verða skáld — mesta skáld heimsins. Hann kom heim aftur með hugann fullan af yrkisefnum. Nokkru eftir þetta byrjuðu sveitasögurnar hans að kom út. Þær hafa alstaðar náð miklum vin- sældum og eru svo léttar og Ijúfar, að hvert barn, sem er orðið vel læst, hefir gaman af að lesa þær. Eftir þetta óx vegur Björnsons hröðum fetum. Björnstjerne Björnson var ekki aðeins mikið skáld. Hann var einnig mesti þjóðmálaskörungur Norðmanna og einhver áhrifamesti mælskumaður, er sögur fara af. Alla tíð hafði hann eitthvað að berjast fyrir, og alltaf var hann samur við sig eins og í skólagarðinum í Molde. Vissi hann um einhvern, sem var minni máttar, var hann jafnan reiðubúinn að berjast til þess að rétta hluta hans, en eins og gefur að skilja eignaðist hann með þvi móti bæði marga vini og fylgismenn um dag- ana, en líka marga mótslöðumenn og óvini. Björnson var um tíma leikstjóri í Björgvin. Árið 1865 fékk hann föst skáldalaun hjá norska Stórþinginu, en áður hafði hann fengið styrk og ferðast til Ítalíu. Hann gaf út leikrit, sögur og kvæði jöfnum höndum, og skrifaði ótal blaða- greinar, og þessu hélt hann áfram, svo að segja til dauðadags. Og bækur hans voru lesnar og eru lesnar um öll Norðurlönd og viðsvegar í Evrópu. Árið 1903 fékk Björnson bókmenntaverðlaun Nobels, en það er einhver mesti heiður, sem rithöfundi getur hlotnazt. Björnson kvæntist á unga aldri. Konan hans heitir Karólína og er enn á lífi, nú 97 ára gömul. Hún á heima á Aulestad í Gásadal, en þar höfðu þau hjónin búið árum saman, og var heimili þeirra frægt fyrir rausn og höfðingsskap. Björnson andaðist í París árið 1910. En likkista BARNAVÍSUR HFTIR DJ0RNSTJERNE BJORNSON (ÚR SIGRÚN A SUNNUHVOLI ) Engja blómi, bala sómi, heyrðu, heillin mín ! Viltu ekki kærastinn verða minn ? Svo vænan gef eg þér kyrtilinn með perluskrúð skært og gullið glært. Korriró og dillidó. Sólin gyllir grund og mó. Gulldrottning, perludrottning, heyrðu, heillin mín ! Eg vil ekki kærastinn verða þinn, eg vil ekki þiggja af þér kyrtilinn með perluskrúð skært og gullið glært. Korríró og dillidó. Sólin gyllir grund og mó. Jón Ólafsson þýddi. hans var flutt heim til Noregs, og hann var jarðaður í Osló. Hann vildi lifa og deyja í Noregi. Og jarðarför hans var einhver sú viðhafnarmesta, er þar hefir farið fram. Margar af sögum Björnsons hafa verið þýddar á íslenzku. Nú í vetur komu út þrjár bækur til minningar um hundrað ára afmæli hans. Þeirra er getið bér á öðrum stað í blaðinu. ■X* 1 mörgum ritum Björnsons er minnst á áfengi og ofdrykkju. I sumum sveitasögunum er sagt frá veizlum, eins og þær tíðkuðust i þá daga i Noregi, drykkjuskapnum i þeim og afleiðingum hans. Er auðsætt, að Björnson hefir, eins og allir vitrir og góðir menn, haft megnasta viðbjóð á ofdrykkjunni og skilið vel, hvílíkt böl hún er fyrir þjóðirnar. (Að nokkru leyti þýtt úr »Norsk Barneblad«). M. J. ®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®e®®®®®®®«®®®®®®

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.