Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1933, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1933, Blaðsíða 8
6 ÆSKAN y.®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®/; S O N J A EFTIR EMMY THORNAM Sonja settist, yfirkomin af þreytu og hita, á kornkassa, sem var i einu horni hússins. Hún sofnaði þar áður en hana varði. En hún vaknaði fljótlega. Dyrnar voru opnaðar. Snjöll rödd barst að eyrum hennar: »Nei, svona stóra hænu hefi eg aldrei séð!« Og náttúrufræðingurinn hló. Sonja hrökk við, stóð upp og strauk hárið frá friða andlitinu. Hún var reglulega falleg, þarna sem hún stóð barnslega vandræðaleg og sneypt af því, að hún skyldi finnast sofandi á þessum stað. Hún sagði stamandi frá því, að það hefði verið svo fjarska heitt, og hænsnin svo óþæg, að hún hefði verið orðin þreytt og þessvegna fallið í svefn. »Það er ekkert athugavert, þó að hænsnastúlkan sofni hjá hænsnunum sínum«, sagði prófessorinn með einkar vingjarnlegu brosi. »Eg kom hingað til að fræðast um hænsnin og ætla að biðja þig að segja mér ýmislegt um skjólstæðinga þína. Eg hefi heyrt, að þú sért afar lagin að gæta þeirra«r. Þetta var minnst af því, sem lærði maðurinn sagði. Hann spurði Sonju margs viðvíkjandi fugl- unum: hver verpti bezt, hver ætti stærst egg og fleira þess háttar. Hann var hrifinn af hinum gáfulegu svörum hennar og þeim snjöllu útskýringum, sem hún gaf máli sinu til sönnunar. »Eg kem aftur á morgun til að sjá fuglana og heyra meira um þá. Eg verð að kynna mér allt viðvikjandi þeim. Eg hef góðan fræðara, þar sem þú ert. Eigðu þetta og kauptu þér eitthvað fyrir það, stúlka litla«. Náttúrufræðingurinn gekk heim til herragarðs- ins. Sonja leit í lófa sinn. t*ar lá tveggja krónu peningur! Pað þótti henni mjög mikill auðurl Hún hljóp heim til fóstru sinnar, hratt upp hurðinni með fasi miklu, svo að Soffía hrökk saman. »Æ, en að þú skulir ekki láta hurðina aftur á eftir þér«, sagði hún í ávítunarrómi. »Eg hélt þó að minnsta kosti, að eg hefði kennt þér það«. Sonja sýndi henni peninginn. »Hvar hefirðu fengið þetta?« spurði hún alvarleg. Er Sonja hafði sagt henni það, strauk hún um höfuð hennar blíðlega og sagði: »Þú ert góð, lítil stúlka, sem er mér til gleði í einstæðingsskapnum«. Tár hrundu ofan hrukkóttar kinnar hennar. Nokkrum dögum síðar gekk Sonja um hús- garðinn á herrasetrinu. Hún heyrði grátið við tré skammt frá sér. Það var Minna litla, dóttir óðals- bóndans, sem grét beisklega. »Hví ertu að gráta, Minna mín?« spurði Sonja. »Æ- e, æ, e,« snökli Minna. »Lóri æ- e. Lóri flaug burt. Eg sleppti honum úr búrinu, en gætti þess ekki, að glugginn var opinn á herberginu. Lóri flaug út. Yið leituðum lengi að honum. Loks sáum við hann þarna hæst uppi í trjátoppnum«. »Eg skal ná í hann, Minna mín«, sagði Sonja hugbreystandi. En Lóri var einkar fallegur og fjör- ugur kanarífugl, sem Minna átti og þótti fjarska vænt um. Náttúrufræðingurinn kom og hafði heyrt síðustu orð Sonju. bÞó lofar of miklu, Sonja litla«, sagði hann. Sonja svaraði ekki. Hún klifraði upp tréstofninn eins léttilega og köttur, og færði sig frá einni grein til annarar. Skyndilega var kallað til hennar: »Ekki feti lengral Greinarnar eru svo veikar, að þær bera ekki þunga þinn«. Það var óðalsbóndinn. Hann hafði orðið hræddur, er hann sá til Sonju. Sonja nam staðar. Hún rétti síðan fram aðra höndina og blístraði hátt, snjallt og lokkandi. Kanarífuglinn heyrði til hennar, flaug til hennar og settist á hönd hennar. Sonja hélt á honum í annari hendi, en hélt sér með hinni. Hún renndi sér þannig niður tréð. »Húrra«, hrópaði prófessorinn. »Hvernig stóð á því, að fuglinn skyldi koma til þín?« Á hverjum morgni, þegar eg geri hreint hjá stofufuglunum, flauta eg á þá og gef þeim korn úr hendi minni. Þeir vöndust þvi fljótt, eins og öðru, sem þráfaldlega er fyrir þeim haft. — En nú var Lóri litli veiddur í gildru á þann hátt«. Og Sonja kyssti fuglinn á höfuðið og rétti Minnu litlu hann. »Sonja litla!« sagði herragarðseigandinn. »Minna er nú aftur orðin glöð. Eigðu þenna fimm krónu seðil, fyrir að handsama yndislega strokufangann hennar«. »Og eigðu þetta, fyrir það, að þú sagðir ekki meira en þú gazt efnt«, sagði náttúrufræðingurinn. Sonja lokaði nú dyrunum, er hún hljóp inn til fóstru sinnar. »Sjáðu, hvað eg færi þér«, kallaði hún og lagði átta krónur á borðið. Soffía horfði með aðdáun á hana. Niöurlag næst. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.