Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1933, Blaðsíða 1

Æskan - 01.12.1933, Blaðsíða 1
XXXIV. árg. Reykjavík, des. 1933 12. blað ÁRNI OG ERNA ] **^yí (Framh.) (5>'v>^®c:v>“‘v-(í) Það verður þó að segja þeim ofurlítið lil máls- bóta, að þeir fundu, að þeir áttu refsingu skilið, og gátu ekki á heilum sér tekið út af þessu óhappi, er þeir vissu, að var sjálf- skaparvíti. Þeir höfðu látið áfengið ná valdi yfir sér og ræna sig viti og minni. Allir skipverjar, bæði yfir- menn og undirgefnir, voru sárhryggir yfir þessum raunalega atburði, og sáu mjög eftir hinum hugprúða, gáfaða dreng, er nú var einn sins liðs og yfirgefinn i ókunnu landi. VI. Það, sem síðan kom fyrir Árna. Nú víkur sögunni til Árna. Hann vaknaði morguninn eftir í veitingahúsinu. Hon- um var illt í höfði, og hann Atlante. var hálf-ringlaður og gat ekki almennilega áttað sig, til horfði forviða 1 kringum sig. sögðu honum, hvernig í öllu lá. Þeir sögðust hafa fundið hann sofandi inni í drykkjustofunni um nóttina. að byrja með, en Veitingaþjónarnir Árni varð auðvitað dauðskelkaður. Hann vonaði nú samt, að skipið væri ekki lagt af stað og þaut á sama augabragði niður að sjó. En hver getur lýst tilfinningum hans, er hann állaði sig á þvi, að skipið var farið og félagar hans allir á bak og brott. Árangurslaust leit hann í kringum sig og spurði eftir skipum, sem ætluðu til Evrópu. Ekki eitt einasta skip var ferðbúið til þess að sigla yfir hafið. Árna var vel kunnugl um, að skip frá Norðurlöndum komu mjög sjaldan lil San Francisco. En hann gerði ráð fyrir að komast til Englands með einhverju skipi, og þaðan var auðvelt að fara heim til Dan- merkur. Honum var borgið, ef hann fékk far tii Eng- lands, en það leit bara ekki út fyrir, að það mundi tak- ast fyrst um sinn. Hvað átti hann að taka til bragðs? Hann var pen- ingalaus. Hafði aðeins með sér nokkra smá-skildinga, og þeir hrukku ekki langt. Loks fór hann aftur inn í hina ógeðslegu veitinga- krá — og þó sárnauðugur. En hvar átti hann annars að leita sér hælis? Gestgjafinn, Don José, var hörundsdökkur Spán- verji. Hann gerði ekki annað en yppta öxlum, er hann heyrði raunasögu Árna. »Jú, fyrst um sinn getur þú fengið að hírast

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.