Æskan - 15.12.1937, Síða 9
1937
Jólabók Æskunnar
7
Séra Magnús Helgason
áttræður
Eftir M argréti Jónsdóttur
Sci'íi Magnús Helgason er áreiðanlega sá núlifandi
íslendingur, sem æskulýður íslands á einna mest að
þakka. Hann varð áttræður 12. nóv. síðastliðinn. Æsk-
unni er því bæði ljúft og skylt að minnast hans og
þakka honum á þessum merku tímamótum, þótt eigi
geti það orðið nema í stuttu máli.
Fyrir tíu árum, eða þegar séra Magnús varð sjötug-
ur, flutti Æskan grein um hann, en vegna margra nýrra
lesenda, þykir rétt að geta helstu æfiatriða hans eirin-
ig nú.
Magnús Helgason er fæddur að Birtingaholti í
Hrunamannahreppi 12. nóvcmher 1857. Og þar ólst
hann upp hjá foreldrum sínum, miklum rausnar og
merkishjónum, í stórurn systkinahópi. Voru þau Birt-
ingaholtssystkini öll mjög mannvænleg, svo að við er
brugðið, enda fengu þau óvenjulega gott uppeldi. Voru
hræðurnir settir til mennta, og hafa þeir allir, er full-
orðins aldri náðu, orðið þjóðkunnir merkismenn.
Séra Magnús gekk fyrst í Latinuskólann og síðan í
prestaskólann. Hann vígðist prestur árið 1883 að
Magnús Helgason átlrœáur
Breiðabólstað á Skógarströnd. En þaðan fluttist hann
eftir tvö ár að Torfastöðum í Biskupstungum og var
þar prestur í 19 ár. Þá lét hann af prestsskap og
gerðisl kennari við Flensborgarskólann í nokkur ár.
En árið 1908 var Kennarasltólinn í Reykjavík stofn-
aður. Var séra Magnús þá fenginn til að veita honum
forstöðu. Lítur út fyrir, að þar hafi hollvættir íslands
verið að verki, því að betri mann til þess að stjórna
hinum nýstofnaða kennaraskóla var áreiðanlega ekki
unnt að finna.
Séra Magnús gegndi skólastjórastörfum við Kenn-
araskólann í rúm 20 ár, eða fram til ársins 1929, en
þá lét hann af embætti, sjötugur að aldri. Séra Magnús
kvæntist árið 1882 Steinunni Skúladóttur, hinni mestu
ágætiskonu, er hún látin fyrir 8 árum.
Séra Magnús Helgason var svo ástsæll, bæði sem
prestur og kennari, að frábært má teljast. Og með hin-
um hollu og göfgandi áhrifum sínum, ckki hvað síst
sem skólastjóri Kennaraskólans, hefir hann unnið þjóð
sinni og þá einkum hinni uppvaxandi æsku í landinu,
meira gagn en flestir aðrir.
Séra Magnús hefir hlotið margskonar viðurkenningu
fyrir störf sín. Meðal anriars hefir hann verið sæmdur
prófessors nafnbót. Á áttræðisafmæli hans var afhjúp-
að líkneski af honum og konu hans, í Stúdentagarð-
inum. En séra Magnús hefir gefið Háskólanum hóka-
safn sitt, sem er bæði inikið og gott. Við þetta tæki-
færi flutti Ásgeir Ásgeirsson, fræðslumálasjóri, ræðu.
Lét hann þá svo um mælt, að hann teldi séra Magnús
Helgason glæsilegasta, núlifandi fulltrúa þeirrar menn-
ingar, sem hófst hér á landi með kristnitökunni árið
1000, en lauk um eða eltir heimsstyrjöldina 1914—1918.
Og ennfremur, að liann væri á þeirri stundu vinsæl-
asti Islendingurinn, sem nú væri uppi. Þetta er mikið
sagt, en eg hygg, að það sé alveg rétt, og að engu leyti
ofmælt.
Eg er ein þeirra, er átti því láni að fagna, að vera
nemandi séra Magnúsar Helgasonar, og hefi eg ekki
kynnst neinum manni, er væri betri, göfugri og gáfaðri
en hann. —- Ef til vill gefst mér síðar kostur á, að
segja lesendum Æskunnar frá því, er eg sá og heyrði
Magnús Helgason í fyrsta skipti, en þá var eg telpa um
fermingu. En nú verður þetta að nægja.
Séra Magnús Helgason! Æska íslands færir þér
hjartans þakkir og innilegar árnaðaróskir!
Ástarkveðju
og ástarþakkir,
áttræði öldungur,
eg vil þér færa.
Lifa og vaka
í vitund þjóðar,
afreksverk þín,
meðan ísland stendur.
Æskulýð íslands
eg óska vildi,
áð margir í spor þín
mættu feta,
þá yrði framtíð
þjóðar minnar
fögur og hrein
sém ferill þinn.
☆ #☆