Æskan - 15.12.1937, Qupperneq 10
8
jólabók Æskunnar
1937
Sveinn hafði unnið kappsundið,
er gagnfræðanemarnir í Tobæk
þreyttu með sér, og vakti það ým-
ist aðdáun eða gremju meðal skóla-
bræðra hans. Þeir voru að vísu
miklu fleiri, er dáðust að honum
og litu svo á, að hann væri mesti
íþróttamaður skólans, og sjálfkjör-
inn foringi, þótt hann á stundum
væri nokkuð ráðríkur og einþykkur.
Þannig var Sveinn orðinn. Heppni
hans og dugnaður hafði gert hann
að hálfgerðum harðstjóra. Hann
þoldi ekki, að nokkur meðal drengj-
anna væri sér fremri, eða stæði sér
jafnfætis. Hann vildi ávallt vera
fremstur allra.
Þetta var ástæðan til þess, að
nokkrir drengjanna gátu ekki glaðst
yfir þessum nýja sigri Sveins. Þeir
óttuðust, að sigurinn yrði til þess
að gera hann ennþá dramblátari og
drottnunargjarnari en áður. En
þetta voru, eins og áður er sagt,
aðeins fáeinir drengir, og þeir
héldu ekki sérstaklega saman, en
hugsuðu þannig hver með sjálfum
sér.
Leifur var einn þeirra. Hann var
fátækur fiskimannssonur. Foreldr-
ar hans urðu að leggja hart að sér
til þess að geta stutt hann til náms,
og ókeypis skólavist hafði hann.
Leifur hafði orðið fyrir sárum