Æskan - 15.12.1937, Page 12
10
lólabók Æskunnar
1937
kæmist á þá skoðun, að hann væri
einhver glanni eða áflogaseggur.
Það stóð til að drengirnir kepptu
aftur bráðlega á einu af íþrótta-
.mótum ársins. Að þessu sinni átti
það að vcrða þolhlaup. Drengirnir
áttu við þclla tækifæri að keppa við
pilta úr öðrum skóla. Sveinn og Leif-
ur höfðu auðvitað báðir gefið sig
fram, og æfðu sig nú af mesta kappi.
En allt í einu fóru drengirnir að
veita Leifi eftirtekt. Tveir þeirra
höfðu tekið tímann, þegar hann
æl'ði, og þeir l'urðuðu sig á, live
hann hafði hlaupið skeiðið á
skömmum ttma. Þetta varð brátt
hljóðbært í skólanum, og var rætt
um það fram og aftur. Sveinn hló
yfirlætislfega, er fréttin harst til
hans. Enginn vissi ])ví, hvað honum
leið, og enginn hafði hugmynd um,
hver var skemmstur tími, er hann
hafði þurl't til að þreyta skeiðið, það
átti að koma öllum að óvörum, þeg-
ar hinn mikli dagur rynni. Sveinn
hafði ekki tekið tímann, nema þeg-
ar hann æfði sig einn á kvöldin.
Enginn vissi, að undir hlátri hans
leyndist óþægileg undrun.
Hver dagurinn leið á fætur öðr-
um. Drengirnir l'engu alltaf meira
og meira álit á Leifi, og það styrkti
hann og hvatti til þess að neyta
allrar orku. Sveinn tók auðvitað
eftir þessu, og það gerði náttúrlega
strik i reikninginn. Hann vildi sjálf-
ur sigra, og af því að hann var ekki
alveg viss í þetta sinn, átti hann
hágt með að þola, hve drengirnir
fylgdust með æfingum Leifs af
miklum áhuga.
En einn daginn fékk tilviljunin
Sveini vopn í hendur til þess að
vega að þessum nývöknuðu vin-
sældum Leifs. Þetta voru meslu
smámunir. En Sveinn var ekki for-
inginn til einskis, og honum tókst
að gera úlfalda úr þessari mýflugu.
Að minnsta kosti var þetta ágætt
tækifæri til þess að skemmta sér
dálítið á kostnað Leifs.
Einhvern veginn hafði viljað svo
til, að Leifur hafði fengið regnkápu
í misgripum. Hún var svört eins og
hans kápa, en óneitanlega betri og
minna slitin. Leifur hafði ekki veitt
þessu eftirtekt. Ivápan hafði legið ó-
notuð í nokkra daga, og Sveini var
vel kunnugt um misgripin.
Og einn daginn, þegar hæfilegur
tími var liðinn, gerði rigningu aftur,
svo að fólk þurl'ti á hlífðarfötum að
halda. Þá þótti Sveini mál til komið
að framkvæma fyrirætlun sína, og
trúði nokkrum vildustu vinum sín-
um fyrir henni.
Kennslustundum var lokið þenna
dag. Leifur var að fara í regnkáp-
una — kápu Sveins. Koma þá tveir
félagar Sveins til hans, klappa á
öxl honum og hiðja hann að koma
sem snöggvast inn í skólastofu, því
að þeir þurfi dálítið við hann að
tala. — Leifur varð hissa, en þessa
síðustu daga hafði hann ekki verið
jafn tortrygginn og áður, skóla-
hræður hans höfðu sýnt honum svo
óvenju mikla samúð, og látið í Ijósi
aðdáun yfir íþróttum hans.
Þegar inn í skólastofuna kom, var
saman kominn allstór hópur drengja
og stúlkna. Sveinn sat upp við kfenn-
araborð, og nokkrir félagar hans
stóðu í fylkingu fyrir aftan hann.
Þeir voru allir injög hátíðlegir á
svip. Drengirnir tveir, sem Leifur
fylgdist með inn í skólastofuna,
tóku allt í einu þéttingsfast utan
um handleggi hans.
„Hér er syndaselurinn", sögðu
þeir.
„Sestu“, sagði Sveinn injög þótta-
lega og sneri sér að Leifi. Leifur
vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið.
Drengirnir stóðu þarna flissandi ut-
an um skólaborð, er liafði verið
flutt rétt að segja upp að kennara-
borðinu.
Leif fór að gruna margt. Það stóð
víst til að fara að skopast eitthvað
að honum. Hann rétti ósjálfrátt úr
sér, og gamli þrjóskusvipurinn
færðist yfir andlit hans.
Strákarnir, sem höfðu sótt hann
fram í ganginn, ætluðu nú að leiða
hann að borðinu og láta hann setj-
ast þar, fyrir framan Svein. En
hann hristi þá af sér, stóð kyrr og
starði framan í Svein.
Sveinn sá nú fram á, að erfitt
mundi verða að fá Leif til að setjast,
svo að hann hætti við það. Hann
óttaðist, að skólastjóri eða umsjón-
armaður skólans kynnu að komast
að þessu.
„Hvað viljið þið mér eiginlega?“
spurði Leifur harðlega. Það hljóm-
aði eins og ógnun. Sveinn, sem
hafði vonast eftir, að Leifur yrði
hræddur og auðmjúkur, komst í
vandræði, og hálfgert fát kom á
liann. Hann ætlaði sem sé að leika
rannsóknardómara, en var að missa
tökin á hlutverki sinu. Hann svar-
aði mjög hátíðlega:
„Getur þú sagt mér, hvaðan þú
hefir fengið þessa regnkápu, sem
þú ert í?“
Leifur leit niður á kápuna og hon-
um varð bilt við. Hann stokkroðn-
aði og svaraði:
„Eg hlýt að hafa tekið hana í mis-
gripu.m“.
Sveinn leit í kringum sig og glotti
háðslega, og um leið dró hann upp
regnkápu undan kennarahorðinu,
og sýndi hana áhorfendum.
„Hver trúir þessu, mér er spurn?“
sagði hann.
Það varð dálítil ókyrrð í stofunni
og hlátur. Flestir höfðu komið,
vegna þess að þeir hjuggust við, að
það yrði eitthvert „grín“, en þeir
höfðu enga afstöðu tekið til þjófn-
aðarmálsins.
En nú var Leifur aftur orðinn
sjálfum sér líkur, og lét ekkert á
sig fá. Hann fór rólegur úr kápunni
og kastaði henni á kennaraborðið
til Sveins.
„Þú um það, Sveinn, hverju þú
trúir“, mælti hann, reif sína kápu
út úr höndunum á Sveini, og fór því
næst rólegur leiðar sinnar, og eng-
inn reyndi að hindra hann.
Sveinn var önugur og óánægður.
Þetta hafði í raun og veru farið í
handaskolum, allt saman. Það var
langt frá þvi, að honum hefði tek-
ist að beygja Leif, eins og hann
hafði ætlað sér.
En Leifur kreppti hnefana og beit
á jaxlinn á heimleiðinni. Honum
hafði sárnað mjög, og hann sá
greinilega, hvað fyrir Sveini hafði
vakað.
Leið nú að hinum mikla úrslita-
degi. Drengirnir æfðu sig af mesta