Æskan - 01.10.1945, Blaðsíða 6
ÆSKAN.
KONUNGUR (er studdur til sæt-
is): Hér þykir mér gott að vera.
Mér er svo miklu léttara um andar-
dráttinn úti en inni.
DROTTNING: Hvar eru dreng-
irnir, og hvar er gamli ráðgjafinn?
Mig langar til þess að binda enda
á þessa óvissu?
KONUNGUR: Hérna kemur hinn
gamli, trúi vinur. Biiið lionum
þægilegt sæti og leiðið ungu menn-
ina fram, svo að við getum heyrt
úrskurð hans.
(Gamli ráðgjnfnn heilsar og sezt.)
RÁÐGJAFINN: Hvar er hirðsiða-
meistarinn?
1. SENDIM.: Hann fór að sækja
Ómar og Áka.
GAMLI RÁÐGJAFINN (við kon-
ung): Er það elcki afráðið, yðar há-
tign, að minn úrskurður skuli
gilda?
KONUNGUR: Jú, ófrávíkjanlega.
Þar á byggjum vér allt vort traust.
DROTTNING: Þetta er ábyrgð-
armikið hlutverk, en vér treystum
hinni djúpu speki þinni.
GAMLI RÁÐGJAFINN (hneigir
sig og lujlur andlitið i höndum sér.
Allir lúta höfði.)
SIÐAM. (kemur og leiðir Ómar
og Áka sinn til hvorrar handar):
Hvor þeirra á fyrr fram að ganga?
GAMLI RÁÐGJAFINN: Um það
er bezt að varpa hlutkesti. (Fær
siðam. blað með stöfum þeirra.)
SIÐAM.: Á það að gilda í fyrsla
sinn?
GAMLI RÁÐGJAFINN: Nei, í
þriðja sinn.
SIÐAM. (lætur blaðið detta þrisv-
ar sinnum. Stafur Ómars kemur
upp í fyrsta og annað sinn, en staf-
ur Áka i þriðja skipti): Gakk þú
fram, Áki, í guðs friði.
ÁKI (gengur fram fgrir gamla
ráðgjafann. Hann teknr skinn-
hanzka af höndunum. Þar innan
undir eru silkilianzkar, sem hann
tekur einnig af sér. Svo réttir lmnn
fram drifhvítar hcndurnar): Mér
hefur ekki lekizt að gera þær feg-
urri.
GAMLI RÁÐGJAFINN (liorfir á
liendnrnar): Hvernig hefur þér tek-
izt að varðveita hendur þinar svo
livítar og mjúkar?
98
ÁKI: Ég hef forðazt alla áreynslu
og öll óhreinindi, og auk þess hef
ég smurt hendur mínar mcð dýrum
smyrslum og stráð yfir þær ihnandi
dufti.
GAMLI RÁÐGJAFINN: Þú hefur
sýnt mikla ástundun, sonur sæll, og
Iagt á þig mikið erfiði. Víst er slíkt
góðra gjalda vert. Nú skulum við
sjá hendur Ómars til samanburðar.
ÓMAR (gengur hvatlega fram
fgrir gamla ráðgjafann, réttir fram
hendurnar. Þær eru dölckar, með
örum og skrámum. Tveir fagrir
liringar blika á hægri hönd.)
GAMLI RÁÐGJAFINN (horfir
hugsandi á hendurnar góða stund):
Þér hefur ekki tekizt að gæta þeirra
betur?
ÓMAR: Ég vinn það ekki fyrir
lconungsríki að sitja heilt ár með
hendur í skauti.
GAMLI RÁÐGJAFINN: Það var
þó til mikils að vinna.
ÓMAR: Satt er það, og er þá ekki
nema maklegt, að sá hljóti, sem vel
hefur til unnið.
GAMLI RÁÐGJAFINN: Hvernig
eignaðist þú hringa þá hina fögru,
sem þii berð?
ÓMAR (drcgur annan hringinn
af fingri sér): Þennan hring gaf
mér nágrannakonungurnn fyrir lið-
veizlu þá, er ég veitti honum, er ó-
aldarlýður réðist á land hans.
GAMLI RÁÐGJAFINN: En hvað
er um hinn.
ÓMAR: Hann gaf mér þakklátur
faðir, fyrir að ég hjargaði barni
hans frá bráðum dauða.
GAMLI RÁÐGJAFINN: Hvernig
hefurðu fengið skrámur þær og ör?
ÓMAR: Með ýmsu móti. (Bcnd-
ir): Þarna særðist ég í viðureign
við ólmt ljón, sem mönnum stóð
stuggur af. Þetta sár hlaut ég í bar-
áttu við veiðiþjófa. Hérna meiddist
ég við að skakka leikinn, er óeirðir
urðu á strætum úti.
GAMLI RÁÐGJAFINN: Ini hefur
líka sigg í lófum, eins og þú gangir
að erfiðisvinnu.
ÓMAR: Það hef ég fengið við að
grípa í árina hjá fóslra mínuin,
jiegar önnur störf hafa ekki verið
aðkallandi.
GAMLI RÁÐGJAFINN (rís á fæt-
ur): Hvað sýnist ykkur um kon-
ungsvalið?
NOKKRTR (hrópa): Við viljum
fá Ómar.
AÐRIR: Áki hefur fegurri liend-
urnar.
MARGIR: Áka, Ómar, Áka, Óm-
ar —--------
GAMLI RÁÐGJAFINN (Igftir
■liendinni til þess að þagga niðri í
fólkinu): Fegurð er breytilegt hug-
tak. Sveltandi manni er brauð feg-
urra en blóm, og svaladrykkur er
örþyrstum manni meira augnayndi
en glóandi gull. (Tekur um hendur
Ómars.) Þessar hendur bera eig-
andanum fagurt vitni um konung-
lega eiginleika, göfuglyndi, hreysti
og hugprýði. Þær sýna, að hann
hefur þráfaldlega gleymt sjálfum
sér vegna annarra. Ég vona því, að
þið skiljið öll, hvað ég á við, þegar
ég segi: Þetta eru fegurri konungs-
hendur. (sczt niður.)
KONUNGUR: Þetta var spá-
mannlega mælt, eins og þín var von
og vísa.
' DROTTNING (við Ómar): Lof-
aðu mér að faðma þig að mér.
RÁÐGJAFINN: Þá er þetta stríð
á enda. Lifi Ómar ríkiserfingi,
húrra!
(Allir taka undir nema Áki, sem
stendur afsíðis og skoðar á sér
hendurnar.)
IvONUNGUR: Opnið nú öll lilið,
svo að fólkið geli komið og glaðzt
með okkur.
ÓMAR (gcngur til Áka og réttir
honum höndina): Það fór þá svona,
bróðir. Ég mun í öllu reyna að gera
þinn Iilut sem bezlan úr því sem
komið er.
ÁKI (hikar ofurlítið, tekur svo í
hönd Ómars): Enginn má sköpum
renna, og tjáir ekki annað en sætta
sig við orðinn hlut.
SIÐAM.: Syngjum og dönsum og
verum glöð.
(Allir sgngja og dansa.)
Tjaldið.