Æskan - 01.10.1945, Blaðsíða 3
46. drgangnr. ■» Reykjavík, okt.—nóv. 1945. ♦
ram
höSd.
S<
onungsva
Ævintýraleikur.
iá.
III. ÞÁTTUR
(Sama stað).
IvALLARI (gengur fram og aftur
um garðinn). t dag er Jónsmessu-
hátíð. Allir eru velkomnir í kon-
ungsgarð. Kornið, börn, og skemmt-
ið ykkur. Etið, drekkið og verið
glöð.
(Hljóðfærasláttur og fagnaðar-
læti liegrast álengdar. Ómar og
Svanlwít koma inn.)
SVANHVÍT: Þú verður að far.a
varlega, Ómar. Sjáðu, hvað þú ert
óhreinn á höndunum. Ó, þarna
blæðir lir þér.
ÓMAR: Þetta verður gróið á
morgun.
SVANHVÍT: En það getur orðið
ör eftir. Lofaðu mér að þvo það og
bera á það smyrsl.
ÁKI (kemur hlaupandi): Þetta
var óvarlega gert af þér, Ómar. Þú
gleymdir alveg höndunum.
ÓMAR: Ég gat þó ekki látið
barnið liggja ósjálfbjarga á göt-
unni, þar sem fullt var af hestum
og vögnum allt í kring.
ÁKI: Það hefði einhver orðið til
þess að bjarga krakkanum. Vertu
viss.
ÓMAR: Því var ekki að treysta,
að neinn gerði það.
ÁKI (tekur af sér vettlingana,
réttir fram hendurnar): Sjáið þið
hendurnar mínar.
ÓMAR: Þær eru drifhvítar og
fallegar.
SVÁNHVÍT: Þú snertir lieldur
ekki á neinu. Ég gæti bezt trúað,
að þú létir hátta þig og klæða.
ÁKI: Auðvitað geri ég það. Til
hvers eru þjónarnir?
ÓMAR: Ég ætlaði lika að varð-
veita hendurnar mínar, en ég
Eftir Ragnheiði ]ónsdóttur.
gleymi mér svo oft, ef mikið liggur
við.
ÁKI: Það dugar ekki að gleyma
sér, þegar kórónan er í veði.
SVANHVÍT: Ég get ekki sldlið,
hvernig þeir hugsa sér að fara eftir
þessu.
ÓMAR: Ég verð að játa, að ég
skil það ekki heldur.
SVANHVÍT: Komdu nú með mér,
svo að ég geti búið um sárið. (Þau
fara.)
ÁKI (gengur fram og aftur og
skoðar á sér hendurnar): Þær
hljóta að verða fallegri.
(Una og Grímur lcoma.)
UNA: Ert þú þarna að skoða á
þér hendúrnar, blessaður drengur-
nn. Gæti ekki liugsazt, að þú tækir
þetta of bókstaflega? Ég hef reynd-
ar ekki vit á því. Mér var svona að
detta það í hug.
ÁKI: Það get ég elcki skilið.
Fallegar hendur hljóta að vera hvít-
ar og mjúltar og hreinar. Sjáið þið.
(Þau skoða hendur lians. Una ætl-
ar að strjúka þær.) Nei, snertu þær
ekki. Þú getur verið óhrein.
GRÍMUR: Hún er alveg tandur-
hrein, konan.
UNA: Já, já. Ég þvoði mér svo
rælcilega áður en ég fór að heiman.
(Ómar og Svanhvit koma.)
ÓMAR: Velkómin hingað.
UNA: Hvað er að sjá þetta? Ertu
með reifaða höndina?
ÓMAR: Já, liafðu engar áhyggj-
ur af því. Ég varð fyrir smáslysi.
UNA: Þú gætir þín ekki eins vel
og Áki.
ÓMAR: Það getur lieldur ekki
nema annar olilcar orðið konungur.
En nú skulum við liætta að hugsa
um þetta. í dag skulum við
skemmta okkur með fólkinu.
ÁKI: Við horfum á fólkið
skemmta sér. Annað er okkur ekki
samboðið.
(Nokkrar tatarastálkur koma
dansandi inn. — Fjörgömul kona
kemur haltrandi á eftir þeim.)
STÚLKURNAR (dansa og
sgngja):
Nú sól á lofti ljómar
og ljúfur söngur hljómar
og æskugleðin ómar
og örar hjörtun slá.
Tra la la, la la la,
hopp og hí og tra la la,
og æskugleðin ómar
og örar lijörtun slá.
Er koma kátir sveinar,
að kjósa ei verðum seinar,
við dönsum aldrei einar
til enda nokkurn dag.
Tra la----------------
Við dönsum aldrei einar
til enda nokkurn dag.
Svo dönsum dátt og syngjum,
og dýrum klukkum hringjum,
og ellihruma yngjum
við ómsterkt gleðilag.
Tra la----------------
og ellihruma yngjum
við ómsterkt gleðilag.
(Fólk safnast saman til þess að
horfa á dansinn.)
GAMLA IÍONAN: Er hér ekki
einhver, sem vill láta mig lesa í
lófa? Venjulegur spádómur kostar
aðeins eina krónu. Dálítil auka-
þóknun fyrir mikla hamingju.
SVANHVÍT (við móður sina):
Má ég, mannna?
UNA: Ef þig langar mikið til þess
og faðir þinn vill gefa þér krónu.
SVANHVÍT: Viltu gefa mér svo-
lítið meira en krónu, pabbi minn?
GRÍMUR: Sér er nú hver vitleys-
an. (Fær henni peninga.)
SVANHVÍT (gengur til spákon-
unnar og réttir fram höndina):
Viltu spá fyrir mér?
95