Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1945, Blaðsíða 16

Æskan - 01.10.1945, Blaðsíða 16
ÆSKAN Gráni. Mér þótti ósköp vænt um liann Grána gamla. Það var steingrár hestur, sem pabbi átti. Gráni var orð- inn gamall, þegar þessi saga gerðist, og hann var þess vegna ekkert snúningalipur. En samt var bann helzti reiðhesturinn minn, því að hann var svo stilltur og góðgengur, og ég var nú ekki helclur hurðug til að ríða viljugum liesti. Einn var galli á Grána, sem mér þótti alveg afleitur. Hann hafði það til að verða alveg rammstaður, og þá mátti alveg einu gilda, hvernig ég lét, liann lireyfðist ekki úr sporunum. Ég var oft orðin svo reið, að ég háskældi, en það liafði ekki liin minnstu áhrif á Grána. Það var elcki sjáanlegt að hann viknaði neitt. Einu sinni sem oftar var ég send að leita að ám á sauðburði. Það voru óbornar ær, sem höfðu slopp- ið lir girðingu. Það mátti húast við, að nokkuð langt þyrfti að leila, svo að pabbi sagði, að það væri hezt að ég færi á Grána gamla, hann munaði víst eklci mikið um að halda á mér. Veðrið var hið hezta, glaða sólskin og blíða. Lambær voru að bíta hér og livar í móunum, lóan söng óaflátanlega um dýrð sumarsins, en einhvers staðar úti i mýri var spóinn að vella graut. Hér og hvar voru lambablóma breið- ur, og einstöku feimið kattarauga stakk upp kollin- um og brosli ánægt framan i sólina. Ég var i bezta skapi og söng við raust, þar sem Gráni gamli lölraði með mig austur móaná út og upp frá hænum. Góða veðrið bætti Grána auðvitað í skapi, svo að nú var hann ekki staður. Ég beygði nú út af götunum og stefndi á Stóragil, þvi að það kom stundum fyrir, að ærnar földu sig. þar. Það höfðu hræður mínir sagt mér, því að ég var ekki vön að leita fyrir utan bæ. Það sýndi sig lika, að ég var ekki vön að smala þarna, því að allt i einu stanzaði Gráni við gróf, sem hann þóttist ekki kom- ast yfir. Þetta gat svo sem verið rétt hjá honum, hún var nokkuð breið, en samt held ég, að ég liafði ekki liikað við að stökkva yfir hana. Ojæja, svona gat hann Gráni verið vitlaus, hugsaði ég með gremju. Níu ára gamalt stelpuskott hefur ekki mikið vit á, að tuttugu og tveggjá vetra gamall hest- ur, alveg spikfeitur, getur ekki stokkið eins létti- lega og hún sjálf. Jæja, Gráni þrjózkaðist, og ég varð að láta undan, reið dálítið upp með grófinni og kom þar að, sem hún var svo mjó, að ég hefði leikandi getað hoppað á öðrum fæti yfir hana, og liver einasti hestur nema Gráni hefði stigið þar yfir eins og ekkert væri. En Gráni hreyfðist ekki lir sporunum. „Hott, hott, Gráni,“ sagði ég. „Nú, ætlarðu ekki að halda áfram, karlinn?“ Þannig hélt ég áfram að rausa við Grána góða stund, en allt kom fyrir eklci. Þá fór ég að hiðja liann vel. „Elsku Gráni minn, haltu nú áfram!“ En þegar það stoðaði ekki heldur, fór ég að berja liann, fyrst laust en svo af alefli, en liann hristi hara eyrun, og þá fór ég að háorga. Gráni virtist una sér liið hezla. Ég sá, að ég gat ekki farið upp fyrir grófina, því að hún náði upp fyrir hrún. Nú fór ég að hiðja guð heitt og innilega. „Elsku góði guð, láttu liann Grána halda áfram,“ sagði ég. Ég man það svo ljóst, að ég var að hugsa um, livernig guð mundi fara að þvi að koma Grána af stað. Líklega mundi hann senda engil til þess að teyma Grána yfir, en livernig skyldi engillinn geta það, úr þvi að ég gat það ekki? Kannske sendi guð hara eldingu i afturendann á Gi’ána. Það væri svo sem mátulegt handa honum. Og allt i einu fór ég að hugsa um, livað ég mundi gera við staða liesta, ef ég væri guð almáttugur, og mér duttu mörg ráð í liug. En livað um það, ég var alveg viss um, að guð mundi liafa einhver ráð til að hjálpa mér, hvernig sem hann færi að því. En ekkert gerðist. Gráni stóð kyrr og kærði sig kollótlan. En guð liefur vist séð betur en ég og ætl- azt til, að ég réði sjálf fram úr þessu, því að allt í einu datt mér i liug, hvort ég kæmist ekki niður fyrir grófina. Ég reið nú niður með henni, og nú var Gráni ekki latur. En livað var þetta? Þarna niðri i grófinni stóð lcind. .Tá, og það var liún Laufa mín og engin önnur, og hún jarmaði eitthvað svo aumkunarlega og leit á mig bænaraugum. Ég fór nú að athuga þetta bet- ur, og þá sá ég, að niðri í grófarbotninum var lítil liola. Ég var nú löngu hætt að skæla og stölck ofan í grófina til Laufu. Svo seildist ég með höndina inn i holuna, og hvað haldið þið að ég hafi fundið? Ég fann lítið lamb, já, ljómandi fallega svartflekkótta gimbur, sem liriðskalf af kulda og bleytu. Ég bar hana nú upp úr grófinni, og Laufa elti. Svo settist ég á bak Grána og reið heim, og nú var hann bara viljugur, gamla skinnið. Það var eins og hann vissi, hvað til stóð. Laufa elti. Þegar ég kom heim, var Flekka litla sett inn i volgan ofn og vafin í prjóna- dúðum. Svo var henni gefin volg mjóllc að drekka, og þegar hún fór að hressast, var hún færð út í fjárliús til mömmu sinnar. Og ég þarf víst ekki að taka það fram, að þar urðu fagnaðarfundir með mæðgunum. 108

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.