Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1945, Blaðsíða 12

Æskan - 01.10.1945, Blaðsíða 12
ÆSKAN Hvíld eftir máltíð. Islenzkir hundar. út á leiksviðið. Bárður kom upp á tröppurnar og náði í hælinn á öðru stígvélinu hennar, og svo hjálpaði liann h'ka. Nokkrar af telpunum breiddu kápur á jörðina úli við ldiðið. Þar lögðu drengirnir byrðina af sér. Ein þeirra kraup á kné við hlið hennar og sagði: „Það hefur víst enginn hreinan vasaklút?“ Allar hendur fálmuðu í vasana, en því miður voru allir klútar býsna móleitir. En Bárður varð skrítinn á svipinn, þegar liann dró upp innihald buxnavas- ans. Fyrst kom eitt skothylki, svo annað — þriðja —■ fjórða — fimmta! „Þa — það liefur verið ga — gat á bréfinu," stam- aði hann og gapti af undrun. Kennslukonan liafði þá ekki kastað nema einu skothylki i eldinn! „Snjórinn er þó hreinn, nuddið þið henni um andlitið með snjó!“ lagði Sverrir lilli til málanna. Og það reyndist snjallræði, því að um leið og snjór- inn kom við kennslukonuna, kipptist liún við og reis upp. Hrm taulaði fyrst eitthvað um, hvar ln’iii væri, eins og liún væri með hálfgerðu óráði. En hvað hún var skrítin! Líklega var það mest af þvi, að gleraugun liöfðu dottið af henni og lágu inni á stofugólfinu. Bárður náði sér í spýtu og krækti með henni í peysuna sína, sem hékk eftir á gluggakróknum. Hann liafði orðið að liólka sér niður úr lienni til þess að sleppa. Eftir litla stund voru krakkarnir komnir aftur hvert á sinn stað inni í skólastofunni. Og það gekk alveg prýðilega að rannsaka máliö, það lá undir eins alveg ljóst fyrir. Meira að segja, lcennslukonan var strax orðin eins og liún átti að sér, þegar gleraugun voru komin á sinn stað. Bárður slapp við refsingu, en kennslukonan sagð- ist vona, að þetta ævintýri yrði honum þarfur lær- dómur. Og Bárður var ekki frá því. 104 Síðasta ferð gamla kisa að Rauðalæk. Prh. lokaði ekki dyrunum. Þóttist kisi heppinn, skreið niður úr jötunni og skauzt út. Beið liann nú um stund þarna fyrir utan dyrnar. Bráðum sá liann mús koma hlaupandi utan úr haga, er ætlaði auð- sjáanlega að leita skjóls í kuldanum. Beið kisi ekki boðanna, heldur hremmdi músina, fór með hana á hak við húsin og át hana umsvifalaust. En þetta var ekki nóg. Maginn var ekki fullur. Nú var maðurinn búinn að gefa á húsið, féð allt komið inn og liann farinn. Læddist kisi nú að dyrunum. Sá hann, að féð var í þéttum röðum við jöturnar, sína hvorum megin, en autt bil á milli. Tók liann þá undir sig stölck og hentist inn að milligerðinni milli fjárhússins og hlöðunnar. Klifraði liann nú upp i liana í snatri og fór inn i hlöðu. Þótti ánum þetta hvimleiður gestur, og þustu þær af jötunum, og sumar þutu jafnvel út i ofhoði. En kisi kærði sig kollóttan um allt óðagot í rollunum. Hann hafði svo að segja dottið ofan á það, sem hann vanlaði. Þarna var önnur mús. Hann hugsaði ekki um annað en ná lienni, og honuin tókst það. Hann hámaði hana í sig og sleikli út um á eftir. Þetta var nú matur, sem honum líkaði. Sofnaði hann síðan sætt og rótt, og svaf hann til morguns í heybingnum. Ekki verða rakin liér öll ævintýri kisa í þessari ferð, enda voru engir sjónarvottar að þeim. En snemma morguns að fimm dögum liðnum kom hann að Rauðalæk. Fór hann beina leið út á skemmuloft, hreiðraði um sig á poka og sofnaði vært. Þar svaf hann, unz langt var liðið fram á morgun. Einhver gekk harkalega um fyrir utan. Kisi reis upp á pokanum, sem hann hafði legið á, og mjálm- aði. „Nú, svo þú erl þá kominn, gamli minn,“ var sagt fyrir utan. Við þetla kunnuglega ávarp stökk kisi upp og inn i liús. Þar lá kerla hans mjög þjáð af sjúkdómi þeim, sem nefndur er kattafár. Voru ketllingarnir allir dauðir úr ]>est þessari, svo að heldur var köld aðkom’an hjá kisa eftir þessa löngu ferð. Daginn eltir varð liann að horfa upp á kvala- fullan dauða kerlu sinnar og fremur óvirðulega út- för. Kvaddi hann þá kóng og prest og hélt heim lil átthaganna og sonar síns. Nú var elckert framar, scm seiddi Iiann að Rauðalæk. Þessi sonur hans lieitir Brandur, og um liann kann ég ýmsar skrítnar sögur. Einhverjar þeirra segi ég kannske seirina. Sigurður Porsteinsson.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.