Æskan - 01.07.1963, Qupperneq 7
ÆSKAN
Verðlaunagetraunin, sem birtist í
4- tölublaði Æskunnar með myndum
þeim Jan og Kjeld, hefur orðið
mJög vinsæl, því alls bárust 963 ráðn-
ötgar. Af þeim voru 825 réttar. Dreg-
yar um, hverjir skyldu hljóta verð-
launin. Nöfn þessara komu upp:
®^nar Kr. Guðfinnsson, Bolungarvík,
"^orðiir-ísafjarðarsýslu, Ingibjörg Sig-
'aldadóttir, Barði, Miðfirði, Yestur-
Húnavatnssýslu, Sig. G. Hilmarsson,
''nðuigötu 62, Siglufirði, Anna Gests-
úóttir, Aðalstræti 74, Patreksfirði og
^’Uðný Ólöf Jónsdóttir, Hóli, Tjör-
nesi» Suður-hingeyjarsýslu.
Rétt svar.
Verðlaunin verða send til verð-
Iaunahafa nú á næstunni.
Hann elskaði rósir.
Neró lieisari elskaði rósir.
Heima hjá sér bar hann alltaf
kórónu, sem húin var til úr
nýjum rósum. í svefnlierberg-
inu átti alitaf að liggja rósa-
ábreiða á horðinu og yfir gólf-
ið, jafnframt því sem sessur
og dýnur voru fylltar með rósa-
blöðum. Læknir hans leitaðist
við að láta meðul keisarans
ilma af rósum. Annars vildi
Neró ekki taka þau inn.
Loksins tókst lioiium að komast upp um lestarlúguna.
^aginn áður. Það skyldu þó aldrei vera rottur í lestinni?
ei kilegt, að ég skyldi aldrei liafa orðið var við þær fyrr.
g ‘estu nótt þorði ég varla að halla mér út af til að sofna.
g hafði sett kassann með kexinu við hliðina á mér til
reyna að verja hann fyrir rottunum. Ég lá grafkyrr,
I egar ég fann allt í einu, að stóreflis rotta skreið yfir
ruagann á mér. Ég greip hana í hendingskasti, og aldrei
shal ég gleyma urrinu í henni þá. Áður en ég vissi af,
^ u hún höggvið nagtönnunum í handarbakið á mér.
g skrækti hátt af hræðslu og hrökk upp. Leið mér ekki
Vei við þá tilhugsun, ef rotturnar tækju upp á því að éta
mig til agna meðan ég svæfi. Nú þorði ég ekki að loka
augunum framar. Ég hafði brotið fjöl af kassanum, og
með hana að vopni reyndi ég að halda rottunum frá mér,
en þær urðu sífellt nærgöngulli. Þær bitu mig hvað eftir
annað, og mig logsveið í sárin. Siðasta kexkakan var etin,
ég var orðinn magnþrota af svefnleysi — ég örvænti um
líf mitt. Hvað átti ég að gera? Áður en ég legði árar í
bát ætlaði ég að reyna að klifra svo hátt upp sem ég
kæmist. Spurningin var, hvort vörustaflarnir næðu svo
hátt upp, að ég gæti komizt upp að þilfarinu. Þetta var
erfitt og mesta hættuspil, því að ég gat alltaf búizt við
að hrapa eða þá að eitthvað dytti ofan á mig. Loks tókst
mér þó að komast upp að lestarlúgunni, og ég sá aðeins
móta fyrir ljósrifu. Ég barði með hnefunum í lúguna
eins og vitskertur maður, og augnabliki síðar var lúgan
opnuð og birtan streymdi inn. Ofbirtan blindaði mig, og
þegar ég kom upp á þilfarið, reikaði ég og datt, svo rnátt-
farinn var ég orðinn eftir fangelsisvistina.
Þegar ég raknaði við mér aftur, stóð öll skipshöfnin
í kringum mig og glápti á mig eins og einhverja furðu-
skepnu. Þegar ég sá mig síðar í spegli, gat ég betur skilið,
að þeir gláptu, því það var eymdarsjón að sjá mig, ná-
bleikan og skinhoraðan og skítugan. Skipstjórinn hellti
í mig heitri rnjólk, svo að ég hjarnaði við, og síðan sagði
ég honum sögu mína. Það er víst sjaldgæft, að stroku-
fangi fái eins alúðlegar viðtökur og ég fékk, því það var
farið með mig eins og konungsgersemi. En löngun mín
eftir sjónum hafði horfið svo eftirminnilega við ferða-
lagið í lestinni, að ég valdi mér landvistina eftir það.
Þegar ég loks kom heirn aftur, kvaddi ég skipshöfnina
með virktum og hélt heim til móður minnar til að fá
strýkinguna, sem ég hafði unnið svo vel til.“