Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1963, Qupperneq 12

Æskan - 01.07.1963, Qupperneq 12
U M ÍÞRÓTTIR Knettinum ýtt innanfótar til samherja. Þegar knötturinn er sendur samherja, þá er beitt miðjum fæti. En þegar knött- urinn er rekinn, er fætinum beitt framar, eða hérumbil þar sem liðamótin eru á stórutánni. Að senda knöttinn. Munið ]>cssi atriði: Að senda (skila) aldrei knött- inn aðeins til að senda hann. Að almenn regla er að senda knöttinn yfir á autt svœði og fyrir framan samherjann, en ekki beint á hann. Að koma ekki upp um sig, hvert senda á, með ]>ví að reka í áttina ]>angað, eða horfa á samherja ]>ann, sem senda á til. I>að eru ]>rjár ]>öfuðleiðir, sem fara má, ]>egar um send- ingu er að ræða, og ótal af- hrigði. Leikmaður hefur stokkið upp í knöttinn og sést hann hér, þar sem hann fer hæst í stökkinu. Löng sending, það er frá mið- framverði til útframherja, og er ]>á ristin notuð, eins og við venjulega langspyrnu. Raun- verulega er þessi sending ekki annað en venjuleg spyrna. Stutt sending. Við stutta send- ingu er notuð ytri hlið fótar- ins (jarkinn). Aðferð ]>essi er mjög lík og við knattrckstur með ytri lilið fótar, en tánni er ekki sveiflað eins mikið. Hér á líkaminn að sveiflast í öfuga stefnu við ]>á átt, scm sent er í, og á þetta við um allar sendingar, þannig að ef sent er með hægra fæti, á ]ík- aminn að hallast um leið lítið eitt til vinstri, og með því að gera það, mun andstæðingurinn, sem er fyrir framan, sennilega ósjálfrátt lireyfa sig í sömu átt. En á sama augnabliki er knötturinn sendur til ]>ægri með ytri hlið (jarka) hægri fótar. Sendingu þessa má fram- kvæma á tvennan hátt, auðveld- ari aðferðin, en jafnframt sú áhrifaminni, er að senda til hægri, þegar hægri fótur er fyr- ir framan þann vinstri. Hins vegar er auðveldara að villa andstæðinginn, ef um stutta sendingu er að ræða, þegar vinstri fótur er fyrir framan þann hægri. Knötturinn er ]>ér fremur dreginn, en að honum sé ýtt, e» mikla leikni ]>arf til ]>ess að gera ]>etta, en er mjög áhrifamikið. Sending með innri hlið fótar. Þetta er sýnt á einni myndinni. Þvi lengri sem sendingin er, )>ví meira er tánni snúið út, og innri hlið ristarinnar notuð en ekki táin. Það er líka l>ægt, með góðum árangri að nota innri hlið fótarins, til þess að gera stutta drynspyrnu. Sköllun. Það, sem fyrst ber að læra, er að fylgja knettinum með augunum, þar til rétt áður en hann hittir höfuðið. Til þess að þetta sé hægt, þarf höfuðið að vera sveigt aftur, og það mun þá koma í 1 jós, að knött- urinn mun sjálfkrafa ko'ma á réttan stað, en það er efsti hluli ennisins. Næst er að læra að nota ]>álsvöðva»a til |>ess að slá höfðinu gegn knettinum og með því auka hraða hans. Auk- ið afl á knöttinn má enn fá >»eð því að stökkva í ]oft upp, og þar sem margir eru saman, er þetta stökk nauðsynlegt, ef ná á knettinum frá andstæð- ingunum. I vörn er hæð og lengd kastsins, sem kemur á knöttinn, aðalatriðið. En í sókn er áttin aðalatriðið, og oft verð- ur að skalla knöttinn niður, ef takast á að koma lionum til samherja. Sé enginn andstæð- ingur nærri, má standa í báða fætur og senda knöttinn til samherja með því að hreyfa höfuðið lítið eitt. Þcgar stokk- ið er upp til þess að skalla, ]>á er nauðsynlegt að stökkva hærra en andstæðingurinn, og á ]>á að stökkva broti úr sek- úndu á undan öðruin. E» ekki »>á maður heldur vera of veiði- bráður, ætlunin er að hitta knöttinn, þegar maður er hæst í stökkinu, svo að sláttur höf- uðsins og afl ]>að, er fæst með stökkinu, verði að samanlögðu sem mest og tryggast. Annar kostur, er fæst við það að stökkva rétt á undan andstæð- ingnum, er það, að axlir þínar eru lausar við hann, og ]>vi get- ur ]>ú betur haldið jafnvæginu og þar með náð l>etur áttinni, sem þú vilt senda knöttinn i. Stöðva knöttinn. Hver leikmaður verður að læra ]>á list að stöðva knöttinn, „drepa“ l>ann, sem kallað er, |>. e. að geta fengið knöttinn til þess að nema staðar við fæt- ur sér. Það er á ýmsa vegu, sem má gera þetta; við sumar Bakvörður hreinsar frá marki með skalla. Báðir leikmenn hafa stokkið hátt upp. aðferðirnar þarf mikla leikni. en hér verða þær aðeins nefnd- ar, sem algengastar eru og að meslu gagni koma. Aðferð þessi er í stuttu niáli sú, að setja fótinn ofan á knött- inn á því augnaliliki, er hann snertir jörðina, svo fjaðurmagn knattarins fái ekki notið sín, og hann stöðvisl. Varast slial allt, er líkist þvi, að stappað sé á knettinum, hann á frekar að koma í fótinn en fóturinn við hann. Bezta aðferðin er ef til vill sú að láta knöttinn hopPa hálfa eða heila fingurlengd áð- ur en hann kemur í ilina. Þegar knötturinn kemur ni' liáalofti, á likaminn að vera eins bcinn og hægt er, svo gott Leikmaður nær tökum á knetti mcð hægra fæti innanfótar og er í þann veginn að halda *> vinstri. Knattspyrna. 184

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.