Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1963, Page 14

Æskan - 01.07.1963, Page 14
Skátadrengur skríður út úr vatnsheldu byrgi, sem búið er til úr furuviðargreinum. "jr sunnudagsblaði dagblaðsins Wash- ington Star, sem geíið er út í höf- uðborg Bandaríkjanna, birtist fyrir nokkru grein um skátasveit númer 1151 í bænum Ashburn í Virginíu- fylki. Það er óvenjulegt við skáta- sveit þessa, að drengjunum er kennt að þekkja náttúruna og lifa á gæðum hennar. Þeir hafa lært, að höggormar Skátasveit númer 115 1. eru alls ekki sem verstir, ef Jreir eru rétt matreiddir, og úr krákum má gera allgóðan rétt, ef Jtær eru veiddar á réttan hátt. Þeir hafa lært, hvernig á að gera bragðgóðan rétt úr engis- sprettum — jafnvel gómsætan — og að hægt er að matbúa skúnk, svo að óþefurinn af honum finnist ekki, og er hann Jrá hreint ekki svo afleitur matur. Þeir Jrekkja ætilegar jurtir, er vaxa í skógum og á víðavangi og Callahan fylgist mcð því, er einn drengj- anna hans matbýr krákurétt. kunna að ná innra berki úr trjánum og gera úr honum eldunaráhöld og ílát. Þeir læra í fáum orðum sagt, J)MÓ sem Indíánarnir kunnu, þegar fyrstu hvítu mennina bar að landi þeirra. Þessi starfsemi skátasveitarinnar hófst síðastliðið haust. Fyrirliði drengjanna er barnakennari í bænurn, Errett Callahan að nalni. Hann hef- ur verið sannkallaður skógarmaður allt frá J)ví, að hann var drengur. Á hverju sumri hverfur hann inn í skógarjtykknið með ekki annað með- ferðis en lítið eitt af salti og sykri, svolítinn poka af pinole, sem er blanda af möluðum og Jrurrkuðum maís, að hætti Indíána, nælonhengi- rúm (búið til úr gamalli fallhlíf) og Callahan kennir drengjunum að þekkji* ætar jurtir. veiðihníf, sem hann hefur sjálfur smíðað. Þá helur hann eins konar dýraflautu, sem búin er til úr tveim- i ) 186

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.