Æskan - 01.07.1963, Page 36
1. Hér er enginn götuslóði, og þokan
er svo þykk, að ekki sér fram úr nug-
um. Hér er aðeins eitt að gera, ganga
undan brekkunni og komast niður i dai-
inn áður en dimmir meira. — 2. Bjössi
kjagar áfram og krækir sig fastan i
steina og smákjarr. Allt i einu heyrist
jarm í geithafri, og Bjössi verður held-
ur en ekki feginn og biður í hljóði geit-
hafurinn að visa sér nú veginn. — 3.
Geithafurinn skoppar á undan Bjössa,
en allt i einu standa þeir frammi á
klettasnös. Ekki lízt Bjössa á blikuna,
en geithafurinn hikar ekki heldur stekk-
ur yfir á grænan bakka iiinum megin.
— 4. Bjössi mælir fjarlægðina með aug-
unum. Nokkuð á annan metra, hugsar
iiann. Fyrst geithafurinn gat ]>etta,
ætti mig ekki að muna mikið um það.
Hann stekkur, en nær ekki brúninni
og hrapar. Hann lokar augunum og býst
við dauða sínum. — 5. En ferð hans í
tóminu verður ekki löng, því áður en
varir lendir hann á mjúku grasi. Bjössi
hefur lent á kofaþaki, og það rýkur
neistaflug úr reykháfnum. Allt i einu
tekur Bjössi el'tir því, að það er ein-
mitt pokinn hans, sem veldur þessu
neistaflugi, ]>ví í fallinu hafði pokinn
lent heint niður i reykháfinn. — 6.
Bjössi togar af öliu afli í pokann, en
nær honum ekki upp. Ef þú vilt ekki
upp, ]>á skaltu niður, tautar Iiann við
pokann, og pokinn fellur niður með
miklum dynki. I>á heyrast mikil Iiróp
neðan úr kofanum, og út um dyrnar
kemur æðandi gráskeggur einn, all gust-
mikill.
208 Eigandi þessa blaðs er: