Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1976, Blaðsíða 4

Æskan - 01.01.1976, Blaðsíða 4
SAGA BORGARÆTTARINNAR Nýja bíó á einasta eintakið, sem til er af þessari kvikmynd, sem varð víðfræg á sínum tíma. Hún var fyrsta kvikmyndin, sem leikin hef- ur verið á íslandi, tekin árið 1919 hér í Reykjavík, á Þingvöllum, í Borgarfirði og austur á Keldum. í henni léku m. a. Guðmundur Thor- steinsson (Muggur), Gunnar Gunn- arsson skáld, Martha Kalman, Guð- rún Indriðadóttir, Stefanía Guð- mundsdóttir o. fl. íslenskir leikarar. Það er því engin furða, þótt uppi hafi verið fótur og fit í Reykjavík árið 1919, þegar hingað kom flokk- ur frægra leikara og kvikmynda- tökumanna frá einu frægasta kvik- myndafélagi heims, til þess að taka hér alíslenska kvikmynd eftir alís- lensku handriti. Þessi myndataka var heldur ekki gerð I neinum hálfkæringi, þvl myndin varð fræg víða um lönd og þótt hún væri ein dýrasta kvikmynd, sem félagið hafði ráðist í að taka þá, fór samt svo að hún varð ein hin vinsælasta og gaf félaginu drjúgar tekjur. Gunnar Gunnarsson og frú Franzlsca á in er skáldiS var 85 ára. Bjarni heitinn Jónsson blóstjóri Nýja Bíós var fenginn til að undir- búa kvikmyndatökuna hér á landi og sjá um alla fyrirgreiðslu hér heima. Til myndatökunnar hér í , inn morgun vakna ég einsamall I rúminu. Hvar skyldi pabbi vera? Æ, nú man ég það, — hann hefst við í tjaldi, hátt uppi f fjalli, ásamt Nonna, Beggu gömlu og Maríu Mens. Sólin brosir við mér, það er eins og hún viti, að það sé mér að þakka, að hún kemst svo snemma inn f baðstofuna. Utan við gluggahornið glitrar á köngurlóarvef fjölsettan daggardropum. Ég sé vel, hvernig dálítill sólargeisli læðist upp að nefinu á mömmu til að kitla hana, og við drepum tittlinga hvor til annars, sólargeislinn og ég, báðir óþreyju- heimili þeirra hjóna, en myndin var tek- bænum leigði hann túnblett við Hallveigarstíg og Ingólfsstræti, þar sem kirkja Aðventista er nú. Fyrir túnið varð hann að greiða 25 krónur yfir allan tímann og fannst dýrt f þá daga. Bjarni leigði síðan yfir 20 hesta handa leikurum og starfsfólki, en bifreiðum var vart til að dreifa þá, enda vegir ekki við þeirra hæfi, en ferðalög urðu töluverð, því sumt af myndinni var tekið á Þingvöllum, annað að Reykholti f Borgarfirði og enn önnur atriði austur að Keld- um á Rangárvöllum — og svo auð- vitað hér í Reykjavík f „kvikmynda- veri“ sem þá var kallað. Leikararnir sem komu voru sjö, en auk þess kom ýmislegt fólk til aðstoðar, og einnig kom þá Guð- mundur Thorsteinsson (Muggur) með Dönunum. Aðalleikari og leik- stjóri var Gunnar Sommerfeldt sem var leikari og leikstjóri á heimsmæli- kvarða, enda var Nordisk Film eitt 2

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.