Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1976, Blaðsíða 44

Æskan - 01.01.1976, Blaðsíða 44
 rekið. Telma fékk einnig verðlauna- bikar fyrir sitt afrek. Þar með var keppni lokið fyrri dag leikanna. Keppni hófst kl. 10 f.h. síðari dag- daginn. Þau Kristín og Guðni kepptu í 60 m hlaupi og voru staðráðin i að krækja í verðlaun eins og þau Telma og Kristján. Kristín hljóp í 5. riðli og kom nr. 3 í mark á 9,0 sek., en Guðni sigr- aði í sínum riðli á 8,4 sek. Þau héldu því bæði áfram keppni. Eins og hjá 11 ára börnunum var þeim 36 börnum sem eftir voru skipt niður í 6 riðla. Kristín varð önnur í sínum riðli á 9,0 sek., en Guðni sigraði aftur í sínum riðli á 8,5 sek. Þar með voru þau komin í undanúrslit og búin að tryggja sér verðlaun. Lengra komust þau ekki, en árangur þeirra var engu að síður mjög góður. Til dæmis náðu aðeins þrír drengir betri tíma en Guðni og sennilega hefði hann sigrað í hlaup- inu, ef meiðsli hefðu ekki háð hon- um. Kristín var með níunda besta tímann i telpnaflokknum. Nokkrar vonir voru bundnar við að Telma stæði sig vel í 600 m hlaupinu, sem fram fór eftir hádeg- ið„ því að hún hefur einkum æft lengri hlaup og verið mjög sigursæl í ýmsum víðavangshlaupum hér heima. Þegar hlaupið hófst var kominn 24 stiga hiti. Held ég að hann hafi valdið því að hún náði sér aldrei á strik. Hún hljóp á 2.00,1 mínútum, sem er 8 sek. lakari tími en hún hafði náð bestum áður. Þá var röðin komin að Kristjáni Harðarsyni, en hann keppti í lang- stökki seinni daginn. Hann stökk 4.55 m. í fyrstu um- ferð og bætti síðan árangur sinn stöðugt. í síðustu umferð stökk hann 4,73 m. og sigraði með yfir- burðum ( langstökkinu. Sigur hans vakti gífurlegan fþgn- uð áhorfenda, sem klöppuðu honum lof í lófa er hann stóð á efsta þrepi verðlaunapallsins. Þessi árangur Kristjáns er mjög athyglisverður því að fá þeirra 500 iir" 3 p*M, ames og Lilla áttu lítinn bróður í vöggu. Þeim þótti það mjög skemmtilegt og voru hreykin af honum. Einhvern dag voru þau á gangi á götunni og þar sáu þau kú á rölti. „Við eigum lítinn bróður," sögðu þau við kúna. ,,Er hann fallegt barn?“ spurði kýrin. „Við skulum teyma þig með og sýna þér hann,“ sögðu þau. Þau héldu nú áfram eftir götunni og teymdu kúna. Þau mættu hundi. „Við eigum lítinn bróður í vöggu,“ sögðu þau við hundinn. „Er hann fallegt barn?“ sagði hundurinn. „Þú skalt koma með okkur,“ sögðu þau. Þau héldu nú áfram með kúna og hundinn og mættu ketti. „Við eig- um lítinn bróður í vöggu,“ sögðu þau við köttinn. „Er hann fallegt barn?“ spurði kötturinn. „Komdu með okkur og sjáðu,“ sögðu þau. Þau héldu nú áfram með kúna, hundinn og köttinn. Þau sáu þröst barna, sem þátt tóku í þessum leikj- um búa við jafn slæm æfingaskil- yrði og hann. Æfingasvæðið er sæmilega slétt tún, sem einu sinni var notað sem íþróttavöllur. Ekki er mikið hugsað um blett þennan og þegar ég heimsótti Kristján skömmu eftir að hann var valinn ■ til ferðarinnar náði grasið á hlaupa- og sögðu við hann: „Við eigum lítinn bróður í vöggu.“ „Er hann fallegt barn?“ spurði þrösturinn. „Komdu með og sjáðu,“ sögðu þau. Þrösturinn settist á annað horn kýrinnar og fór með þeim. Þau komu nú öll heim til barnanna, en móðir þeirra sagði: „Hvers vegna komið þið heim með öll þessi dýr? Þið skuluð reka þau út.“ „Þau ætla öll að sjá litla bróður,“ sögðu börnin. Dýrin litu á barnið. „Möö,“ sagði kýrin. „Mikið er hann lítill,“ og gekk svo burt. „Ja hérna,“ sagði hundurinn. „Hann getur ekki talað.“ Svo fór hundurinn burt. Kötturinn sagði: „Mjá, mikið hef- ur hann litla fingur." Kötturinn gekk svo burt. „Hann hefur stór augu,“ sagði þrösturinn og flaug burt. „Dýrunum líst ekki á litla bróður," sögðu börnin. „Hann er fallegt barn,“ sagði móðir þeirra. „Já, það er hann sannarlega," sögðu börnin og það fannst föður þeirra líka. Svo var ekki sagt meira um litla bróður það kvöldið. Þorvarður Magnússon þýddi. brautinni upp undir hné. En Krist- ján lét þetta ekki trufla sig. Hann æfði tvisvar á dag fram að keppn- inni í Kóngsberg við þessar aðstæð- ur og án tilsagnar þjálfara. Vonandi verður þessi einstæði á- hugi Kristjáns öðrum börnum hvatning til að keppa að sama marki. 42

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.